Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Í fyrsta hluta þáttarins var fjallað stuttlega um Þórberg Þórðarson en 50 ár eru í dag síðan skáldið lést. Rifjaðar voru upp frásagnir í blöðum frá 85 ára afmæli Þórbergs átta mánuðum fyrir andlátið en þá var hann m.a. gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands og leikið brot úr lestri Þórbergs á Íslenskum aðli.
80 ár eru liðin frá tveimur skipssköðum við Íslandsstrendur sem urðu með rúmlega tveggja vikna millibili. 20. október 1944 rak kanadíska tundurspillinn Skeena upp í fjöru við Viðey, 198 var bjargað en fimmtán fórust.
10. nóvember grandaði þýskur kafbátur Goðafossi úti fyrir Garðskaga. 43 fórust, nítján björguðust.
Óttar Sveinsson blaðamaður og höfundur Útkallsbókanna rifjaði þessa atburði upp. Hann sagði líka stuttlega frá björgunarafrekinu í Vöðlavík 1994 en um fjallar nýjasta bókin hans.
Í Berlínarspjalli fór Arthur Björgvin Bollason yfir stöðu mála í þýskum stjórnmálum. Stjórn Schols kanslara er nú minnihlutastjórn og tímaspursmál hvenær efnt verður til kosninga. Arthur sagði líka frá sýningu á verkum Bjargar Þorsteinsson í Gallerí Guðmundsdóttir í Berlín og hátíðarhöldum um síðustu helgi þar sem 35 ár eru síðan Berlínarmúrinn féll.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Björn Snæbjörnsson, formann kjaranefndar Landssambands eldri borgara, um málefni eldri borgara og kosningarnar fram undan. Hann segir mikilvægt að framboðin leggi áherslu á að bæta hag þeirra verst settu, þeirra sem hafa það "skítt" eins og hann orðar það.
Seltjarnarnesið - Tryggvi Tryggvason og félagar,
Schön Rosmarin - Joshua Bell og Paul Coker,
Wind of change - Scorpions,
Cerisiers roses - Manu Dibango.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við fræddumst um Vertonet, samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi, í þættinum í dag, eða nánar tiltekið um átaksverkefni Vertonet sem er samvinnuverkefni yfir 20 fyrirtækja, samtaka og menntastofnanna í upplýsingatækni til að auka hlut kvenna og kvára í tæknigeiranum á Íslandi. Tæknigeirinn hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og talið er að það vanti um níu þúsund sérfræðinga til að standa undir þeim vaxtaráformum sem eru til staðar í hugverkaiðnaðinum hér á landi. Ásdís Eir Símonardóttur, stjórnenda- og mannauðsráðgjafi og driffjöður átaksverkefnis Vertonet sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Viltu heilbrigðari samskipti og sambönd? Einlægni og nánd í stað spennu og fjarlægðar og vera með opið hjarta án ótta við höfnun? Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðferðararaðili í áfalla- og uppeldisfræðum hún fræddii okkur í dag um óheilbrigð mynstur í samböndum sem fara sama hringinn aftur og aftur og koma í veg fyrir þá einlægni og nánd. Það sem í daglegu tali kallað ástarþrá og ástarfælni.
Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Hann talaði um hitann á landinu í nótt sem er óvenjulegur í alla staði, en þó ekki met þó nærri hafi farið. Hann tengdi hitann við uppruna loftsins suður í höfum og heitum sjó þar. Einar talaði svo um eftirtektarverða hita á Kanaríeyjum síðustu daga. Það rigndi mikið fyrir vestan og með vatnavöxtum og skemmdum á vegum, 111 mm. sólarhringsúrkoma á Hólum í Dýrafirði, sem þykir með mesta móti þar. Það er svo von á stórrigningu að nýju á fimmutdag og svo skoðuðum í lokin við langtímaspána með Einari, en umskiptum er spáð á föstudag með kólnandi veðri.
Tónlist í þættinum
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Með vaxandi þrá / Geirmundur Valtýsson og Erna Gunnarsdóttir Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar (Geirmundur Valtýsson og Hjálmar Jónsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Vegurinn um Ísafjarðardjúp er lokaður vegna aurskriðu. Síðan í gærkvöld hafa aurskriður fallið víða á Vestfjörðum. Nokkrir bílar lentu í skriðum en enginn slasaðist. Neysluvatn á Flateyri og í Bolungarvík er mengað vegna leysinga og engin starfsemi er í fjórum matvælafyrirtækjum í Bolungarvík.
Formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands á bágt með að trúa því að mál Jóns Gunnarssonar snúist um hvalveiðar enda líti umhverfisverndarsamtök svo á að þeim sé meira og minna lokið hér.
Kaja Kallas, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands, verður að líkindum staðfest í dag sem nýr utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún og aðrir tilnefndir framkvæmdastjórar ESB hafa í dag svarað spurningum þingmanna í Evrópuþinginu, sem staðfesta skipun þeirra
Fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum er helsta verkefni COP 29 loftslagsráðstefnunnar í Aserbaísjan. Formaður Landverndar er svartsýnn á niðurstöðu.
Það er ekki nóg að vera í leikfimi ef fólk getur ekki lifað á ellilífeyrinum frá Tryggingastofnun, segir formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara. Stjórnmálamenn verði ekki látnir í friði því ekki sé hægt að gleyma svo stórum hópi.
Þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta kynnir klukkan tvö hópinn sem fer á Evrópumótið í handbolta. Ísland er á leið á mótið í fyrsta sinn í tólf ár.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir fer fyrir Tré lífsins sem gjarnan vill reisa nýja bálstofu með mengunarvörnum í Garðabæ. Bálstofan í Fossvogi mengar svo mikið að nágrannar eru orðnir langþreyttir. Sigríður Bylgja segir hins vegar að fyrirstaðan fyrir framkvæmdunum sé svaraleysi frá dómsmálaráðherra. Við heimsækjum Sigríði Bylgju og spyrjum Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra út í málið. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í dag ætlum við að pæla aðeins í örnefnum. Hvað þýða þau? Hvað er á bak við þau? Hvað segja þau okkur um samfélagið okkar? Við heimsækjum Emily Lethbridge, rannsóknardósent á Árnastofnun, og ræðum örnefni.
Þessa dagana stendur yfir norræn, fámenn en góðmenn ráðstefna um hjúkrunarkennslu í Háskólanum á Akureyri. Þar er meðal annars verið að fjalla um hermikennslu með fjarstýrðum hátæknidúkkum og tækni sem nýtist hjúkrunarfræðingum, nemum og kennurum í hjúkrunarfræði. Þórhalla Sigurðardóttir, aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri, og Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi hjá kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð skólans, segja okkur frá ráðstefnunni.
Síðan fáum við pistla frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formanni Landverndar. Báðir fjalla þeir um umhverfismál, en á mjög ólíkan hátt. Páll veltir fyrir sér umhverfinu sem við lifum í og áhrifum þess á heilsu okkar. Þorgerður er í Baku í Aserbaídjan á stóru COP-loftslagsráðstefnunni þar sem gestir reyna að halda í vonina um að niðurstöður ráðstefnunnar verði meira en bara orðin tóm.
Tónlist úr þættinum
Young, Lola - Flicker of Light.
O.N.E., - Ute.
Teitur Magnússon - Kamelgult.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Raftónlistarhátíðin ErkiTíð á þrjátíu ára afmæli og í tilefni af því verða kynntar kynslóðir íslenskra tónskálda með mörgum af frumkvöðlum nútíma- og raftónlistar á Íslandi, en einnig frumflutt tónverk sem hátíðin hefur pantað. Kjartan Ólafsson, sem hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi, segir frá því sem framundan er.
Lagalisti:
Magnús Blöndal Jóhannsson - Samstirni
Þorkell Sigurbjörnsson - Leikar III
Þorsteinn Hauksson - Chantouria
Kjartan Ólafsson - Samantekt: Þrír heimar í einum 9:05
Lydia Grétarsdóttir - Sleepless on a Tropical Island 06:57
Ingibjörg Friðriksdóttir - Endurómur
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Á árinu 2023 las umsjónarmaður Frjálsra handa í nokkrum þáttum úr stórmerkilegum endurminningum bresks dáta sem var í herliði því sem tók Napólí úr höndum þýskra nasista og ítalskra fasista haustið 1943. Frásögnin er óvenju hreinskilin og einlæg um vandamálin sem við blöstu í hinni hernumdu borg, og hér verður enn gluggað í bókina og sagt frá því hvernig bresku hernámsyfirvöldin reyndu að finna sér leið um margflókið ítalskt samfélag, gegnsýrt af fasisma og mafíustarfsemi.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Reykjavík Dans Festival hefst með pompi og prakt á morgun, miðvikudag, og stendur yfir fram á sunnudag. Hátíðin var stofnuð árið 2002 og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af hápunktum menningarársins. Síðastliðin ár hefur reykjavík dance festival tengt sig við Lókal svo úr hefur orðið ein allsherjar sviðlistahátíð. Við tökum forsmekk á sæluna í þætti dagsins sem verður undirlagður undir dans.
Listdans á sér rúmlega hundrað ára sögu á Íslandi, og nú gefst unnendum og áhugasömum tækifæri til að lesa um sögu danslistarinnar í glænýrri og veglegri bók sem ber titilinn Listdans á Íslandi. Þar rekur Ingibjörg Björnsdóttir, dansari, danshöfundur og sagnfræðingur, sögu þeirra sem ruddu braut listdansins hér á landi á síðustu öld og segir frá stofnun og starfsemi Listdansskóla Þjóðleikhússins. Saga Íslenska dansflokksins, barátta hans, andstreymi og sigrar, er síðan meginefni bókarinnar. Ingibjörg segir söguna af innsæi og þekkingu, enda sjálf þátttakandi í sögu danslistar á Íslandi í sjötíu ár, og hún lítur við í hljóðstofu í lok þáttar.
Við hugum líka að tveimur nýjum dansverkum sem frumsýnd verða á hátíðinni, When a duck turns 18 a boy will eat her, eftir Birtu Ásmundsdóttur og Eitthvað um skýin, eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Birta rannsakar mörk kvenleikans með hjálp anda. Hugmyndin kviknaði í París, þar sem Birta, á ferð sinni ein um götur borgarinnar, upplifði hvernig karlmenn horfðu á hana á annan hátt en á Íslandi, og hvað það gat verið þreytandi. Í verkinu Eitthvað um skýin veltir Ólöf Ingólfsdóttir fyrir sér eðli og fjölbreytileika tilfinninga, sem svífa um vitundina og eins og ský yfir himininn. Verkið fléttar saman barokksöng og samtímadansi og markmiðið er að sögn höfundar að heiðra tilfinningar í öllum sínum myndum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram í miðborg Reykjavíkur um helgina. Davíð Roach Gunnarsson var útsendari Lestarinnar á hátíðinni. Hann fer yfir allt það besta í þætti dagsins.
Hefurðu einhvern tímann heyrt að allt sem þú setur á internetið muni verða þar að eilífu? Sigríður Þóra Flygenring veltir fyrir sér netinu og tímanum.
Kristján og Lóa rífast svo um hvort woke-ismi sé mikilvægt mál í komandi þingkosningum. Er gullöld woke-ismans búin?
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Óvissustig er í gildi vegna skriðuhættu á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum. Vegurinn á milli Ísafjarðar og Hnífsdals verður lokaður til morguns því stærðar skriða féll á hann síðdegis. Fjöldahjálparstöðvar verða opnaðar á Ísafirði og í Bolungarvík.
Forsætisráðherra segir það hafa verið ákveðið fyrir nokkru að Jón Gunnarsson komi ekki nálægt afgreiðslu umsóknar Hvals hf. um hvalveiðileyfi. Hann hafnar því á sama tíma að hafa gert honum sérstakan greiða með því að fá hann til starfa í matvælaráðuneytinu.
Formaður Kennarasambandsins útilokar ekki víðtækari verkföll takist ekki að fá ríki og sveitarfélög til að virða samkomulag sem gert var fyrir átta árum um jöfnun launa milli markaða.
Yfirmaður peningaþvættisdeildar spænsku lögreglunnar hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti eftir að 20 milljónir evra fundust faldar í veggjum heimilis hans.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Freyr Gígja reifar reifarakennda málið sem hverfist um Jón Gunnarsson, hvalveiðar og ísraelska einkaspæjarafyrirtækið Black Cube.
Ragný Þóra Guðjohnssen segir Ragnhildi Thorlacius frá niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Þær benda til þess að líðan grunnskólabarna fari batnandi, þó að ýmislegt megi bæta.
Nýsjálenski forsætisráðherrann hefur beðist afsökunar á illri meðferð á fólki á vistheimilum, sjúkra- og meðferðarstofnunum frá því um miðja síðustu öld.
Ævar Örn segir frá því.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Núna er apríl og þá er líka blár apríl. Markmiðið með bláum apríl er að fræða fólk um einhverfu og því mun það vera þema þáttarins í mánuðinum. Í þessum þætti fjallar Fríða um eina áhrifamestu stelpu í heimi, Gretu Thunberg. Hún er með Asperger sem er hluti af einhverfurófinu og talar sjálf um að það hjálpi henni mikið í sinni baráttu fyrir loftslagið. Fríða spjallar svo við unga umhverfissinna sem eru dugleg að mæta á skólaverkföll fyrir loftslagið hér á Íslandi, en það eru systkinin Ida Karólína og Elís Frank.
Viðmælendur: Ida Karolína Harris og Elís Frank Stephen.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Blásarasveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í Norðurljósum, Hörpu 1. nóvember sl.
Á efnisskrá:
*Serenaða fyrir blásara op. 7 eftir Richard Strauss.
*Oktett fyrir blásara eftir Igor Stravinskíj.
*Sónatína nr. 1 eftir Richard Strauss.
Stjórnandi: Andreas Ottensamer.
Umsjón: Pétur Grétarsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í dag ætlum við að pæla aðeins í örnefnum. Hvað þýða þau? Hvað er á bak við þau? Hvað segja þau okkur um samfélagið okkar? Við heimsækjum Emily Lethbridge, rannsóknardósent á Árnastofnun, og ræðum örnefni.
Þessa dagana stendur yfir norræn, fámenn en góðmenn ráðstefna um hjúkrunarkennslu í Háskólanum á Akureyri. Þar er meðal annars verið að fjalla um hermikennslu með fjarstýrðum hátæknidúkkum og tækni sem nýtist hjúkrunarfræðingum, nemum og kennurum í hjúkrunarfræði. Þórhalla Sigurðardóttir, aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri, og Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi hjá kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð skólans, segja okkur frá ráðstefnunni.
Síðan fáum við pistla frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formanni Landverndar. Báðir fjalla þeir um umhverfismál, en á mjög ólíkan hátt. Páll veltir fyrir sér umhverfinu sem við lifum í og áhrifum þess á heilsu okkar. Þorgerður er í Baku í Aserbaídjan á stóru COP-loftslagsráðstefnunni þar sem gestir reyna að halda í vonina um að niðurstöður ráðstefnunnar verði meira en bara orðin tóm.
Tónlist úr þættinum
Young, Lola - Flicker of Light.
O.N.E., - Ute.
Teitur Magnússon - Kamelgult.
eftir Thor Vilhjálmsson, höfundur les.
Bókin inniheldur þrjár sögur eða „skýrslur“ eins og höfundurinn kallar þær. Allt eru það íronískar ferðasögur, hver með sínu móti. Fyrsta skýrslan nefnist „Hrakningar“ og er skopstæling á íslenskum frásöguþáttum um hrakninga og mannraunir. Þar segir frá nokkrum bændum sem taka sig upp um hávetur í leit að konu sem á að vera grafin í fönn í óbyggðum. Það er einmitt Folda sú sem bókin dregur nafn af. Næsta skýrsla, „Sendiför,“ segir frá kynnisferð íslenskrar sendinefndar til Kína og óspart gert gys að heimóttarskap landans í fjarlægum löndum. Loks er svo „Skemmtiferð“, sem fjallar um för borgaralegra hjóna til sólarlanda. Þau búa á fínu hóteli en hafa ekki ráð á borga fyrir matinn þar og nærast ekki á öðru en ólívum.
Folda kom út árið 1972, naut strax vinsælda lesenda og þótti með aðgengilegustu verkum höfundarins á þeim tíma. (Áður á dagskrá 2009)
Thor las söguna fyrir útvarpið árið 1985
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við fræddumst um Vertonet, samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi, í þættinum í dag, eða nánar tiltekið um átaksverkefni Vertonet sem er samvinnuverkefni yfir 20 fyrirtækja, samtaka og menntastofnanna í upplýsingatækni til að auka hlut kvenna og kvára í tæknigeiranum á Íslandi. Tæknigeirinn hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og talið er að það vanti um níu þúsund sérfræðinga til að standa undir þeim vaxtaráformum sem eru til staðar í hugverkaiðnaðinum hér á landi. Ásdís Eir Símonardóttur, stjórnenda- og mannauðsráðgjafi og driffjöður átaksverkefnis Vertonet sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Viltu heilbrigðari samskipti og sambönd? Einlægni og nánd í stað spennu og fjarlægðar og vera með opið hjarta án ótta við höfnun? Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðferðararaðili í áfalla- og uppeldisfræðum hún fræddii okkur í dag um óheilbrigð mynstur í samböndum sem fara sama hringinn aftur og aftur og koma í veg fyrir þá einlægni og nánd. Það sem í daglegu tali kallað ástarþrá og ástarfælni.
Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Hann talaði um hitann á landinu í nótt sem er óvenjulegur í alla staði, en þó ekki met þó nærri hafi farið. Hann tengdi hitann við uppruna loftsins suður í höfum og heitum sjó þar. Einar talaði svo um eftirtektarverða hita á Kanaríeyjum síðustu daga. Það rigndi mikið fyrir vestan og með vatnavöxtum og skemmdum á vegum, 111 mm. sólarhringsúrkoma á Hólum í Dýrafirði, sem þykir með mesta móti þar. Það er svo von á stórrigningu að nýju á fimmutdag og svo skoðuðum í lokin við langtímaspána með Einari, en umskiptum er spáð á föstudag með kólnandi veðri.
Tónlist í þættinum
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Með vaxandi þrá / Geirmundur Valtýsson og Erna Gunnarsdóttir Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar (Geirmundur Valtýsson og Hjálmar Jónsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram í miðborg Reykjavíkur um helgina. Davíð Roach Gunnarsson var útsendari Lestarinnar á hátíðinni. Hann fer yfir allt það besta í þætti dagsins.
Hefurðu einhvern tímann heyrt að allt sem þú setur á internetið muni verða þar að eilífu? Sigríður Þóra Flygenring veltir fyrir sér netinu og tímanum.
Kristján og Lóa rífast svo um hvort woke-ismi sé mikilvægt mál í komandi þingkosningum. Er gullöld woke-ismans búin?
Útvarpsfréttir.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum tilboðsdagana sem nú eru áberandi.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, ræðir við okkur, eins og alltaf annan hvern þriðjudag.
COP29, loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, hófst í Aserbaídsjan í gær. Þar er Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sem verður á línunni.
Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur veltir fyrir sér varnarmálum í kosningabaráttunni. Hann kemur til okkar.
Við höfum rætt talsvert hvað tekur við fólki að lokinni afplánun. Rauði Krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018 að norskri og danskri fyrirmynd. Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri þess og Sigríður Ella Jónsdóttir teymisstjóri skaðaminnkunnar og félagslegra verkefna hjá RKÍ líta við hjá okkur.
Bryndís Ýr Pétursdóttir formaður foreldrafélags Laugalækjarskóla og Jakob Frímann Þorsteinsson stjórnarmeðlimur kom til okkar.
Útvarpsfréttir.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við kíktum á tvær merkilegar plötur sem komu út fyrir nákvæmlega 40 árum en flytjendur þeirra beggja hafa haft mikil áhrif á dægurlagasöguna síðan.
Við heyrðum um besta lag sögunnar að mati lesenda The Guardian og heyrðum líka besta kover sögunnar að mata sömu lesenda en sama hljómsveitin á heiðurinn af báðum lögum.
Við heyrðum lag af Plötu vikunnar frá Lúpínu og heyrðum lag frá þeim listamanni sem hefur komið flestum breiðskífum í fsta sætið í Bretlandi.
Síðast en ekki síst þá heyrðum við í einsmellungum Nenu frá þýskalandi og smellaeltir Rauðu blaðranna hennar.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-11-12
Í SVÖRTUM FÖTUM - Dag Sem Dimma Nátt.
Perez, Gigi - Sailor Song.
Hjálmar - Vor.
ERASURE - Always.
Mendes, Shawn - Heart of Gold.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
10CC - I'm Not In Love.
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.
Outlandish - Aicha.
NÝDÖNSK - Allt.
The Smiths - Heaven knows I'm miserable now.
Bon Iver - S P E Y S I DE.
WARMLAND - Overboard.
Eurythmics - Missionary Man.
BARAFLOKKURINN - I don't like your style.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
Albarn, Damon, Kaktus Einarsson - Gumbri.
SILK SONIC - Leave The Door Open.
Bríet - Takk fyrir allt.
Saint Motel - My type.
ROBYN - Dancing On My Own.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
MADONNA - Like A Virgin.
Beabadoobee - Beaches.
PET SHOP BOYS - Always On My Mind.
Malen - Anywhere.
Ólafur Þórarinsson - Kvöldsigling.
Fontaines D.C. - In The Modern World.
Huginn - Geimfarar.
ROBBIE WILLIAMS - Feel.
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
OMD - So In Love.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Fatboy Slim - Praise you.
DIGABLE PLANETS - Rebirth of Slick.
Lúpína - Borgin tóm.
Árný Margrét - I miss you, I do.
Coldplay - Feelslikeimfallinginlove.
Danny & The Weetos - Alright.
Einsmellungar og smellaeltar Nena hin þýska
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Vegurinn um Ísafjarðardjúp er lokaður vegna aurskriðu. Síðan í gærkvöld hafa aurskriður fallið víða á Vestfjörðum. Nokkrir bílar lentu í skriðum en enginn slasaðist. Neysluvatn á Flateyri og í Bolungarvík er mengað vegna leysinga og engin starfsemi er í fjórum matvælafyrirtækjum í Bolungarvík.
Formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands á bágt með að trúa því að mál Jóns Gunnarssonar snúist um hvalveiðar enda líti umhverfisverndarsamtök svo á að þeim sé meira og minna lokið hér.
Kaja Kallas, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands, verður að líkindum staðfest í dag sem nýr utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún og aðrir tilnefndir framkvæmdastjórar ESB hafa í dag svarað spurningum þingmanna í Evrópuþinginu, sem staðfesta skipun þeirra
Fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum er helsta verkefni COP 29 loftslagsráðstefnunnar í Aserbaísjan. Formaður Landverndar er svartsýnn á niðurstöðu.
Það er ekki nóg að vera í leikfimi ef fólk getur ekki lifað á ellilífeyrinum frá Tryggingastofnun, segir formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara. Stjórnmálamenn verði ekki látnir í friði því ekki sé hægt að gleyma svo stórum hópi.
Þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta kynnir klukkan tvö hópinn sem fer á Evrópumótið í handbolta. Ísland er á leið á mótið í fyrsta sinn í tólf ár.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa í góðum fíling að vanda. Árni Matt kíkti undir yfirborðið, fullt af nýrri íslenskri tónlist og plata vikunnar á sínum stað, platan Marglytta með tónlistarkonunni Lúpínu.
BENNI HEMM HEMM - Lending.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
Wall, Colter - Sleeping On The Blacktop.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
ROXY MUSIC - Let's stick together.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Bríet - Takk fyrir allt.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
JOHN MAYER - Last Train Home.
Lúpína - Hættað væla.
Royel Otis - Murder on the Dancefloor (triple j Like A Version).
PETER GABRIEL - Sledgehammer.
Una Torfadóttir - Dropi í hafi.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
LENNY KRAVITZ - It ain't over 'til it's over.
Curtis Mayfield - Move on Up.
Jungle - Let's Go Back.
PATRi!K, Stuðmenn, Ragnhildur Gísladóttir - Fegurðardrottning.
GORILLAZ - Feel Good Inc..
Blossoms - I Like Your Look.
PULP - Disco 2000.
JÚNÍUS MEYVANT - Color Decay.
Waterhouse, Suki - Model, Actress, Whatever.
Mendes, Shawn - Heart of Gold.
Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.
Myrkvi - Glerbrot.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
LAUFEY - Falling Behind.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
AMERICA - A Horse With No Name.
LÓN - Hours.
MUMFORD & SONS - I Will Wait.
MASSIVE ATTACK - Paradise Circus.
LÚPÍNA - Borgin tóm.
BJÖRK - Human Behaviour.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & BRÍET - Komast heim.
EMMSJÉ GAUTI - Bensínljós.
Síðastliðinn fimmtudag efndu Samtök atvinnulífsins til kosningafundar í Sykursal Grósku þar sem kastljósinu var varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og rýnt í niðurstöður úr oddvitakönnun á vegum samtakanna. Fundurinn var vel sóttur og svöruðu formenn flokka spurningum sem sneru að aðalatriðum atvinnulífsins. En hvað er það helsta sem brennur á atvinnulífinu fyrir komandi kosningar og hvað var það helsta sem kom fram á fundinum. Ísak Einar Rúnarsson forstöðumaður málefnasviðs hjá samtökunum kom til okkar.
Hvað er spjallgrímur ? Og hvernig getur hann gagnast okkur nú í nóvember áður en við göngum til kosninga ? Við komumst að því í þættinum hér á eftir en Haukur Jarl Kristjánsson hannaði Spjallgrím og hann kom í Síðdegisútvarpið.
Tíu ára stúlka sem slasaðist á báðum fótum, fær ekki styrk vegna kaupa eða leigu á stoð- og hjálpartækjum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta finnst föður stúlkunnar Marteini Ingasyni ekki boðleg þjónusta, hann hafi tök á að bera kostnað af leigu á hjólastól en bendir á að ekki hafi allir efni á því. Marteinn kom til okkar.
Fréttir af hópi ferðamanna sem hertekið hafa veitingastaði með nesti bæði í Staðarskála og á pizzastað á höfuðborgarsvæðinu hafa vakið töluverða athygli að undanförnu og jafvel farið fyrir brjóstið hjá þónokkrum. Við veltum því fyrir okkur hverjar reglurnar varðandi þetta eru, hvað sé hægt að gera og hvort þetta sé algengar en þessi tvö tilfelli. Til að ræða þessi mál kom til okkar Sigmar Vilhjálmsson veitingahúsaeigandi til margra ára.
En við ætlum að byrjuðum á þessu hérna. Á línunni hjá okkur var Jón Aðalsteinn Brynjólfsson náttúrufræðikennari við Lundarskóla, Akureyri. En nú á að skella sér í samstöðugöngu.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Óvissustig er í gildi vegna skriðuhættu á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum. Vegurinn á milli Ísafjarðar og Hnífsdals verður lokaður til morguns því stærðar skriða féll á hann síðdegis. Fjöldahjálparstöðvar verða opnaðar á Ísafirði og í Bolungarvík.
Forsætisráðherra segir það hafa verið ákveðið fyrir nokkru að Jón Gunnarsson komi ekki nálægt afgreiðslu umsóknar Hvals hf. um hvalveiðileyfi. Hann hafnar því á sama tíma að hafa gert honum sérstakan greiða með því að fá hann til starfa í matvælaráðuneytinu.
Formaður Kennarasambandsins útilokar ekki víðtækari verkföll takist ekki að fá ríki og sveitarfélög til að virða samkomulag sem gert var fyrir átta árum um jöfnun launa milli markaða.
Yfirmaður peningaþvættisdeildar spænsku lögreglunnar hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti eftir að 20 milljónir evra fundust faldar í veggjum heimilis hans.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Freyr Gígja reifar reifarakennda málið sem hverfist um Jón Gunnarsson, hvalveiðar og ísraelska einkaspæjarafyrirtækið Black Cube.
Ragný Þóra Guðjohnssen segir Ragnhildi Thorlacius frá niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Þær benda til þess að líðan grunnskólabarna fari batnandi, þó að ýmislegt megi bæta.
Nýsjálenski forsætisráðherrann hefur beðist afsökunar á illri meðferð á fólki á vistheimilum, sjúkra- og meðferðarstofnunum frá því um miðja síðustu öld.
Ævar Örn segir frá því.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Það er stormur í borginni en það stöðvar ekki Kvöldvaktina í því að senda út nýja tóna frá Markétu Irglóva, K.óla, Hildi Völu, Greentea Peng, Cure, Lady Gaga, Ástrúnu, FKA Twigs og mörgum fleirum úr Efstaleitinu í kvöld.
Lagalistinn
Markéta Irglová - Vegurinn heim.
K.óla - Enn annan drykk.
Nouvelle Vague - Only You
Hildur Vala - Þú hittir.
Greentea Peng - TARDIS (hardest)
Árný Margrét - I miss you, I do.
PJ HARVEY FT. TIM PHILIPS - Who By Fire.
Mazzy Star - Halah.
Amyl and the Sniffers - Big Dreams.
Cure - A fragile thing.
Ástrún Friðbjörnsdóttir - Kringum sólina.
Björk- Alarm Call
FKA twigs - Perfect Stranger.
Lady Gaga - Disease.
Anitta, Weeknd, The - Sao Paulo
CHEMICAL BROTHERS - Hey Boy Hey Girl.
Swedish House Mafia, Alicia Keys - Finally (Killen. Remix)
Disclosure - Arachnids.
Faye Webster - After the First Kiss.
Charlotte Day Wilson- Canopy.
Myrkvi - Glerbrot.
Damon Albarn, Kaktus Einarsson - Gumbri.
Ágúst- Með þig á heilanum.
Thee Sacred Souls - Live for You.
DIRE STRAITS - Down To The Waterline.
Mk.gee - ROCKMAN.
FLEETWOOD MAC - You Make Lovin' Fun.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Gracie Abrams - I Love You, I'm Sorry.
Michael Kiwanuka - The Rest Of Me.
TEXAS & WU TANG CLAN - Hi.
Tyler, The Creator - Noid (Explicit).
070 Shake - Winter Baby / New Jersey Blues.
LCD Soundsystem - X-ray eyes.
Crookers, Kid Cudi - Day 'n' nite.
Waterhouse, Suki - Model, Actress, Whatever.
PEARL JAM - Nothingman.
Hjálmar - Vor.
RED HOT CHILI PEPPERS - Dark Necessities.
The Black Keys & Danny Lux - Mi Tormenta
Charley Crockett - Solitary Road
Royel Otis - Sofa King
Father John Misty - She Cleans Up
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Tónlistarkonan K. Óla kemur í heimsókn en hún var að senda frá sér plötuna Skiptir mig máli.
Hún hefur verið undanfarin ár í tónlistarnámi í Danmörku en var að spila á Airwaves um helgina og það var fullt úr út dyrum á Gauknum og biðröð langt út á götu.
Bubbi Morthens var að senda frá sér enn eina plötuna. Sólóplötu númer 37! Fyrsta platan – Ísbjarnarblús kom út 1980, og síðan þá hafa þær komið í löngum röðum.
Platan heitir Dansaðu og Arnar Guðjónsson (Leaves) upptökstjóri plötunnar sem búið hefur undanfarið í Malmö í Svíþjóð segir okkur frá vinnunni með Bubba. Og svo kemur annar Arnar í heimsókn líka – Arnar Eggert Thoroddsen og tekur plötuna út.
En byrjum aðeins á Airwaves sem fagnar 25 ára afmæli í ár, Við rifjum upp hvernig þessa mikilvæga tónlistarhátíð varð til árið 1999 með tveimur lykilmönnum; Þorsteini Stephensen sem var framkvæmdastjóri hátíðarinnar fyrstu árin og Baldri Stefánssyni sem var í Gus Gus á upphafsárunum.