Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Málefni útlendinga hafa verið fyrirferðarmikil á Alþingi undanfarnar vikur. Þingkonurnar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir komu til okkar á Morgunvaktina klukkan hálfátta og við ræddum þau mál en auk þess kjarasamninga og umfangsmikið mansalsmál sem kom upp í vikunni og varðar tugi fórnarlamba.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hélt í gærkvöldi síðustu stefnuræðu sína á kjörtímabilinu frammi fyrir bandaríska þinginu. Hann fór um víðan völl í langri ræðu, sem sumir segja hafa verið meiri kosningaræðu en ræðu um stöðuna á bandarísku samfélagi. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og sérfræðingur um bandarísk stjórnmál var með okkur eftir morgunfréttirnar klukkan átta og fór yfir það markverðasta í ræðunni og því hvernig hún endurspeglar stöðu mála.
Happdrætti Háskóla Íslands verður nírætt á sunnudag. Happdrættið hefur fjármagnað nær allar byggingar Háskóla Íslands á þessum tíma og saga þess er merkileg. Happdrættið er þó ekki óumdeilt. Til okkar komu þau Bryndís Hrafnkelsdóttir forstjóri og Stefán Pálsson sagnfræðingur, en hann hefur skrifað sögu Happdrættis Háskóla Íslands. Bryndís og Stefán voru gestir okkar í síðasta hluta þáttarins.
Just friends - Vaughan, Sarah, Count Basie and his Orchestra.
Cirkeldans - Dickow, Tina.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason. Hann hefur unnið allan sinn feril á Stöð 2, í fréttunum, margvíslegri þáttagerð og á 35 ára afmælisdeginum rættist ósk sem hafði fylgt honum frá því hann var mjög ungur, hann fékk að vera aðallesari í kvöldfréttunum og það hefur hann verið síðan. Við fórum með Sindra aftur í tímann, á æskuslóðirnar, til Austur-Evrópu og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Svo var það matarspjallið. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, fór í óvissuferð á Food and fun hátíðinni sem hófst í gærkvöldi og við fengum að heyra af því í spjalli dagsins.
Tónlist í þættinum:
Easy on me / Adele (Adele Adkins & Greg Kurstin)
Hold On / Noah Reid (Noah Reid)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum hjálpa Seðlabankanum í baráttu við verðbólgu og auka líkur á vaxtalækkunum, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka.
ASÍ vonar að aðgerð lögreglu í umfangsmiklu mansalsmáli gefi fyrirheit um aukinn þunga stjórnvalda í baráttunni gegn mansali. Yfirheyrslur og skýrslutökur standa enn yfir bæði sakborningum og vitnum.
Opna á tímabundna fjölskyldu- og skólamiðstöð í Reykjavík fyrir Palestínumennina sem vænst er til landins frá Kaíró.
Bandaríkjaforseti beindi spjótum sínum að Donald Trump, hvatti til stuðnings við Úkraínu og vopnahlés á Gaza í stefnuræðu sinni í nótt, þeirri seinustu fyrir forsetakosningar í haust.
Ómakleg aðför að landbúnaði og hnignun byggðar eru meðal þess sem bændur, samtök þeirra og sveitarstjórnir víða um land segja um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Þeir óttast veruleg neikvæð áhrif á sauðfjárrækt.
Markmið Fjölmenningarskóla Vesturlands er að efla fjölmenningu, íslenskukunnáttu og þekkingu bæði innfæddra og fólks sem er af erlendu bergi brotið. Verkefnið hlaut nýlega sjö milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála.
Versluninni Borg í Grímsnesi verður lokað í dag. Verslunarmaðurinn segir stundina erfiða – en finnur líka til léttis.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri í febrúarmánuði en núna. Hún var tæplega sjö prósent meiri en á sama tíma í fyrra.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Anna Marsibil Clausen leitar svara við ráðgátunni um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar hér heima á Íslandi en ekki í Dublin þar sem hann hvarf fyrir fimm árum. Hún sagði Þóru Tómasdóttur frá því hvers vegna þræðirnir liggja til Íslands.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Nýlega fór í dreifingu fölsuð upptaka af borgarstjóra Lundúna sem olli talsverðu uppnámi. Þar heyrðist rödd hans tala um að göngur mótmælenda sem eru hliðhollir málstað Palestínu, sem fyrirhugaðar voru á minningardegi um lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, ættu að njóta forgangs umfram aðra viðburði. Hann réði yfir lögreglunni í Lundúnum og hún gerði eins og hann skipaði. En borgarstjórinn sagði þetta aldrei og engin leynileg upptaka hafði verið gerð. Rödd borgarstjórans hafði verið fölsuð með gervigreind. Nokkuð sem er að verða æ algengara, auðveldara og raunverulegra. Það má telja líklegt að slíkar falsanir á hljóði, myndum og jafnvel myndskeiðum verði mjög áberandi nú þegar styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Við ætlum að ræða þetta við Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóra Grid og áhugamann um þróun gervigreindar.
Litlu plastöskjurnar utan um smjör eða sultu, pínulitlir hótelsjampóbrúsar, falskir botnar - innan skamms verður þetta allt bannað - það er þegar ný umbúðareglugerð Evrópusambandsins - sem nú er langt komin - verður að veruleika. Við ætlum að ræða við Birgittu Stefánsdóttur, sérfræðing í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun um framtíð plastumbúða, hvort hér verði settar upp flöskuþvottastöðvar og um sykurreyrsboxin sem eiginlega bara hurfu.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-03-08
La Sonora de Baru - Festival in guarare.
Sephuma, Judith - Le tshephile mang.
Baca, Susana - Mario Lando.
Mèkurya, Géatchèw - Antchi Hoyé.
Gèssèssè, Tlahoun - Kulun mankwalèsh.
Bèyènè, Girma - Sét alamenem.
Piro, Ahmed and his orchestra, Alaoui, Amina - Ya lailatan.
Pantoja, Isabel - Y mañana qué.
Ojos de Brujo - Quien engaña no gana.
Hespèrion XXI - Chant et Danse (2 Duduk et percussion).
Labib, Wahbi, el-Arabi, Muhammad - Taqsim bayâti.
el-Arabi, Muhammad - Darabukka solo.
Kef Time - Halay.
Kef Time - Laz bar.
Þættirnir fjalla um ást Evu Halldóru Guðmundsdóttur og Viktoríu Blöndal á rithöfundinum Guðrúnu frá Lundi, skáldsagnapersónum hennar, lífi þeirra og veröld. Í þremur þáttum ætla þær að skoða bækur hennar og spjalla leikandi létt yfir rjúkandi heitum kaffibollum út um allt land. Umfram allt vilja þær að hlustendur komi sér vel fyrir, fái sér kaffilús og njóti þess að stíga inn í heim Guðrúnar frá Lundi.
Umsjón: Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Viktoría Blöndal.
Þættirnir fjalla um ást Evu Halldóru Guðmundsdóttur og Viktoríu Blöndal á rithöfundinum Guðrúnu frá Lundi, skáldsagnapersónum hennar, lífi þeirra og veröld. Í þremur þáttum ætla þær að skoða bækur hennar og spjalla leikandi létt yfir rjúkandi heitum kaffibollum út um allt land. Umfram allt langar þeim að bjóða hlustendum að koma sér vel fyrir, fá sér kaffilús og njóta þess að stíga inn í heim Guðrúnar frá Lundi.
Viðmælendur á þáttunum eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Karl Jónas Gíslason, Bjarni Harðarson, Erla Hulda Halldórsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Jón Ormar Ormsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Halldóra Kristinsdóttir og Ingólfur Sveinsson.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Plata þessarar viku er I Am með bandarísku fönk- og djassrokksveitinni Earth, Wind & Fire, sem gefin var út árið 1979. Þetta var níuna plata þeirra og fór í fyrsta sæti sálartónlistarslistans og þriðja sæti popplista Billboard tímaritsins. Platan náði tvöfaldri platínu sölu í Bandaríkjunum og fór í annað sæti á vinsældarlista Vísis yfir söluhæstu plötur landsins 15. júní 1979.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Hlið 1
1. In the Stone
2. Can't Let Go
3. After the Love Has Gone
4. Let Your Feelings Show
Hlið 2
1. Boogie Wonderland
2. Star
3. Wait
4. Rock That!
5. You and I
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða, það sem er efst á baugi og framundan um helgina. Gestir að þessu sinni eru Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona, Pálmi Freyr Hauksson grínisti og handritshöfundur og Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnandi. Rætt var um söngleikinn Frost, konur í kvikmyndagerð og Óskarsverðlaunin.
Umsjón: Anna María Björnsdóttir.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Sjötíu og tveir palestínskir flóttamenn komu til landsins í dag. Utanríkisráðuneytið hefur unnið að því síðustu vikur að koma fólkinu til landsins. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Mahmoud, einn flóttamanninn.
Reglugerðardrög um sjálfbæra landnýtingu eru enn ein tilraunin til að vega að íslenskum landbúnaði, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann segir að sauðfjárrækt myndi leggjast af á stórum svæðum. Brynjólfug Þór Guðmundsson ræddi við hann.
Flytja á hjálpargögn sjóleiðina frá Kýpur til Gaza til að slá á mannúðarkrísuna þar. Setja þarf upp bráðabirgðabryggju til að það gangi upp. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman.
Ný Straumsvíkurhöfn gæti kostað að minnsta kosti fjórtán milljarða króna. Höfnin er liður í innviðauppbyggingu í tengslum við verkefni Carbfix, Coda Terminal. Valur Grettisson sagði frá.
Stefnt er að því að ný þjóðarhöll í Laugardal verði tekin í notkun eftir þrjú ár. Í dag hófst útboð fyrir hönnun hennar. Alexander Kristjánsson tók saman. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík, og Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, ræddu verkefnið.
Kennarar í Fjarðabyggð fóru í mótmælagöngu í dag og afhentu bæjaryfirvöldum rúmlega 750 undirskriftir gegn sameiningu skóla og uppstokkun í stjórnun skólanna. Rúnar Snær Reynisson tók saman. Rætt var við Þuríði Haraldsdóttur, leiðbeinanda í grunnskóla Reyðarfjarðar og Lísu Björk Bragadóttur, kennara í sama skóla.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Yfir 70 palestínskir flóttamenn frá Gaza lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Reykjavíkurborg tekur á móti stórum hluta þeirra. Fólkinu býðst að koma í skóla- og fjölskyldumiðstöð sem koma á - á laggirnar í Reykjavík á næstu vikum. Þannig á að gefa fólki færi á að kynnast í lífinu í landinu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Sögu Stephensen og Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur, verkefnisstjóra fjölmenningar í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar.
Konur komu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og kröfðust jafnréttis og aukinna mannréttinda. Á Ítalíu var lýst yfir kvennaverkfalli. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Á um tíu ára tímabili var sett upp getnaðarvarnarlykkja hjá um 4.500 grænlenskum konum, mörgum á barnsaldri. Þetta var gert til að stemma stigu við fólksfjölgun í landinu, Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá og talaði við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt, sem bjó um árabil á Grænlandi.
Brot úr Morgunvaktinni.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Ari Jónsson hefur sungið lög eftir hina og þessa lagasmiði á hljómplötum á undanförnum árum og hljóma nokkur þessara laga í þættinum. Lögin sem Ari flytur eru Ég er rokkari, Nú kveð ég allt og Í örmum þínum á ég skjól eftir Geirmund Valtýsson, Tvær konur, Æskuvinur og Samtal við Drottin eftir Þormar Ingimarsson, Gróðabrall og Faktorinn eftir Hrafn Pálsson og lögin Landið sem lengi var og Ef sérðu eftir Kristinn Snævar Jónsson.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað er um passíusálma Hallgríms Péturssonar (1614-1674) sem er eitt af höfuðskáldum Íslendinga. Í hugum flestra er hann fyrst og fremst trúarskáld. Meðal íslenskra sálmaskálda hefur hann þá sérstöðu að sálmar hans hafa verið sungnir og lesnir meira en nokkurs annars skálds og merkasta verk hans, Passíusálmana, hefur þjóðin lesið og sungið á hverri föstu um aldir. Enn þann dag í dag eru sálmarnir lesnir í útvarpinu á hverju kvöldi alla virka daga föstunnar.
Umsjón: Hjörtur Pálsson.
Rætt er við Árna Björnsson þjóðháttafræðing, Guðrúnu Ægisdóttur kennara og séra Jón Bjarman fangaprest.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Nýlega fór í dreifingu fölsuð upptaka af borgarstjóra Lundúna sem olli talsverðu uppnámi. Þar heyrðist rödd hans tala um að göngur mótmælenda sem eru hliðhollir málstað Palestínu, sem fyrirhugaðar voru á minningardegi um lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, ættu að njóta forgangs umfram aðra viðburði. Hann réði yfir lögreglunni í Lundúnum og hún gerði eins og hann skipaði. En borgarstjórinn sagði þetta aldrei og engin leynileg upptaka hafði verið gerð. Rödd borgarstjórans hafði verið fölsuð með gervigreind. Nokkuð sem er að verða æ algengara, auðveldara og raunverulegra. Það má telja líklegt að slíkar falsanir á hljóði, myndum og jafnvel myndskeiðum verði mjög áberandi nú þegar styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Við ætlum að ræða þetta við Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóra Grid og áhugamann um þróun gervigreindar.
Litlu plastöskjurnar utan um smjör eða sultu, pínulitlir hótelsjampóbrúsar, falskir botnar - innan skamms verður þetta allt bannað - það er þegar ný umbúðareglugerð Evrópusambandsins - sem nú er langt komin - verður að veruleika. Við ætlum að ræða við Birgittu Stefánsdóttur, sérfræðing í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun um framtíð plastumbúða, hvort hér verði settar upp flöskuþvottastöðvar og um sykurreyrsboxin sem eiginlega bara hurfu.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða, það sem er efst á baugi og framundan um helgina. Gestir að þessu sinni eru Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona, Pálmi Freyr Hauksson grínisti og handritshöfundur og Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnandi. Rætt var um söngleikinn Frost, konur í kvikmyndagerð og Óskarsverðlaunin.
Umsjón: Anna María Björnsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Hulda var á ljúfum nótum að venju, svolítið kántrý, hugljúfar ballöður og alls kyns huggulegheit snemma dags.
Lagalisti:
Regína Ósk - Þér við hlið.
The Cardigans - Feathers and down.
Guðmundur R. - Einmunatíð.
Kacey Musgraves - Rainbow.
Rod Stewart - Maggie May.
Stuðmenn - Örstutt lag.
John Mayer - Gravity.
Dagmar Öder - Síðasta augnablikið.
Jónas Sig. - Milda hjartað.
R.E.M.- All the way to Reno.
Chris Stapleton - I want love.
Geiri Sæm - Er ást í tunglinu.
Lou Reed - Perfect day.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari búsettur í Kyiv, var hjá okkur í upphafi þáttar hér í hljóðveri. Við ræddum stöðuna í stríðinu í Úkraínu og daglegt líf þar í landi.
Árið 2024 er kosningaár í Bretlandi. Til stendur að ræða framtíð breskra stjórnvalda á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands á eftir. Ólafur Harðarson prófessor í Stjórnmalafræði leiðir fundinn en kíkti fyrst til okkar í spjall um málið.
Í dag er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna og Sara McMahon hjá UN women kom til okkar að ræða stöðuna.
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, rýndi með okkur í nýja kjarasamninga sem undirritaður voru í gær og áhrif aðgerðapakka stjórnvalda.
Við fórum síðan yfir fréttir vikunnar hér í lok þáttar eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með fjölmiðlafólkinu Samúel Karli Ólasyni á Vísi og Hólmfríði Maríu Ragnhildardóttur á Morgunblaðinu.
Tónlist:
NÝDÖNSK - Klæddu Þig.
Blondie - Atomic.
DAVID KUSHNER - Daylight.
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & ÞORSTEINN EINARSSON - Ameríka (Hljómskálinn).
Miley Cyrus - Flowers.
Una Torfadóttir - Í löngu máli.
PULP - Babies.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Sálmaskáldin Steinunn Ólína og Hallgrímur Ólafsson komu með ilvolgann sálm beint úr hljóðverinu, Herbert Guðmundsson svaf yfir sig en hringdi samt og Lagalisti fólksins snérist um lög sem bjargað hafa lífi hlustenda.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-03-12
QUARASHI - Pro.
MANFRED MANN - Do Wah Diddy Diddy.
BLUR - Girls And Boys.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.
DAVID BOWIE - Let's Dance (80).
THE VERVE - Lucky Man.
Russell, Paul - Lil Boo Thang.
? AND THE MYSTERIANS - 96 Tears.
IN BLOOM - Pictures.
MADONNA - Who's That Girl.
STEELY DAN - Reelin' in the Years.
Una Torfadóttir - Um mig og þig.
Systur, Sísý Ey Hljómsveit, Bjørke, Kasper - Conversations.
Á móti sól - Best.
Grande, Ariana - Yes, and?.
Kan - Brjálið (LP).
HERBERT GUÐMUNDSSON - Með stjörnunum.
LOU BEGA - Mambo no 5 (A little bit of ...).
Utangarðsmenn - Fuglinn er floginn.
FOREIGNER - I Want To Know What Love Is.
TWISTED SISTER - We're Not Gonna to Take It.
TALK TALK - It's My Life.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Dans gleðinnar.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Á Nýjum Stað.
ELTON JOHN - Goodbye Yellow Brick Road.
Green Day - Time Of Your Life.
LOU REED - Perfect Day.
BJÖRK - Bachelorette.
Duran Duran - Planet earth.
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp.
HLJÓMAR - Upp Með Húmorinn.
LJÓTU HÁLFVITARNIR - Hættissuvæli.
HARRY STYLES - As It Was.
THE STONE ROSES - This is the one.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum hjálpa Seðlabankanum í baráttu við verðbólgu og auka líkur á vaxtalækkunum, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka.
ASÍ vonar að aðgerð lögreglu í umfangsmiklu mansalsmáli gefi fyrirheit um aukinn þunga stjórnvalda í baráttunni gegn mansali. Yfirheyrslur og skýrslutökur standa enn yfir bæði sakborningum og vitnum.
Opna á tímabundna fjölskyldu- og skólamiðstöð í Reykjavík fyrir Palestínumennina sem vænst er til landins frá Kaíró.
Bandaríkjaforseti beindi spjótum sínum að Donald Trump, hvatti til stuðnings við Úkraínu og vopnahlés á Gaza í stefnuræðu sinni í nótt, þeirri seinustu fyrir forsetakosningar í haust.
Ómakleg aðför að landbúnaði og hnignun byggðar eru meðal þess sem bændur, samtök þeirra og sveitarstjórnir víða um land segja um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Þeir óttast veruleg neikvæð áhrif á sauðfjárrækt.
Markmið Fjölmenningarskóla Vesturlands er að efla fjölmenningu, íslenskukunnáttu og þekkingu bæði innfæddra og fólks sem er af erlendu bergi brotið. Verkefnið hlaut nýlega sjö milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála.
Versluninni Borg í Grímsnesi verður lokað í dag. Verslunarmaðurinn segir stundina erfiða – en finnur líka til léttis.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri í febrúarmánuði en núna. Hún var tæplega sjö prósent meiri en á sama tíma í fyrra.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Matti og Lovísa voru Popplandsverðir í þætti dagsins. Allskonar tónlist eins og venjulega, iðnaðarrokk, konur í tónlist, póstkort og nýtt lag frá Torfa. Nýtt Miley Cyrus, Unu Torfa, St. Vincent og fleirum. Mikill föstudagur í þætti dagsins.
Bubbi Morthens - Háflóð.
IGGY POP - The Passenger.
GusGus - When we sing.
MGMT - Nothing To Declare.
Nick Cave - Into My Arms.
Cigarettes After Sex - Tejano Blue [Radio Edit].
10 CC - Dreadlock Holiday.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
Hawley, Richard - Two for His Heels (bonus track wav).
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
Sakaris - Allarbesti.
MASSIVE ATTACK - Safe from harm.
MUSE - Starlight.
Thin Lizzy - Dancin' in the moonlight (It's caught me in its spotlight).
MARTHA AND THE VANDELLAS - Dancing In The Street.
KENNY LOGGINS - Danger zone.
SURVIVOR - Eye Of The Tiger.
BLOODGROUP - Hips Again.
Mariah Carey - Fantasy (album version).
ARETHA FRANKLIN - I Say A Little Prayer.
Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.
Silja Rós Ragnarsdóttir - Honey....
Una Torfadóttir - Um mig og þig.
Tove Lo - Disco tits (clean).
Miley Cyrus & Pharrell Williams - Doctor (Work It Out).
Kacey Musgraves - Deeper Well.
SHANIA TWAIN - Man! I Feel Like A Woman.
St. Vincent - Broken Man.
GRÝLURNAR - Sísí.
Parks, Arlo, Lous and The Yakuza - I'm Sorry.
FLOTT - Mér er drull.
TATE MCRAE - Greedy.
SISTER SLEDGE - Thinking of You.
CELL7 - Peachy.
LITTLE SIMZ - Mood Swings.
GDRN - Af og til.
ERYKAH BADU - Appletree.
MALEN & RAVEN - Right?
WHEATUS - Teenage Dirtbag.
MATCHING DRAPES - Dramatic.
AMABADAMA - Gaia.
YG MARLEY - Praise Jah in the Moonlight.
CHAKA KHAN - Like Sugar.
DUA LIPA - Training Season.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kemur til okkar á eftir en hún er nýkomin heim frá Japan þar sem hún var fyrir hönd Orkustofnunar og Utanríkisráðuneytisins að ræða samstarf á milli ríkjanna sem komið var á fyrir nokkru síðan af Guðlaugur Þór. Japanir geta nefnilega lært heilmikið af okkur íslendingum er kemur að því að nota jarðhita sem einhverra hluta vegna japanir kunna lítið að nota þrátt fyrir að eiga nóg af. Við ætlum að ræða þessi mál við Höllu á eftir en einnig spyrja hana út í jafréttismál í Japan sem er einkar viðeigandi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Landsþing hinsegin fólks fer fram nú um helgina og er yfirskriftin að þessu sinni samtal við söguna. Skipuleggjendur landsþingsins ætla að koma til okkar á eftir þau Magnús Gröndal rekstrarstjóri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra og segja okkur frá því helsta sem þar verður á dagskrá.
Hvers vegna er til svona mikið af bröndurum um erfiðu tengdamömmuna ? Meira að segja er því oft haldið fram að þær séu leiðinlegar og um þær eru sagðar sögur og brandarar - Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur hefur skoðað þetta mál og mun segja okkur hér á eftir hvort eitthvað sé til í þessu og á hverju svona sögur eru byggðar.
Og við ætlum að heyra í Pétri Hafþóri Jónssyni fyrrum tónlistarkennara í Austurbæjarskóla en hann er einn þeirra sem er að skipuleggja fjölmenningarlega tónlistar og fjölskylduhátíð í Spennistöðinni á morgun. Meira um það síðar.
Fyrsti útdráttur Happdrættis Háskóla Íslands fór fram í Iðnó þann 10. mars árið 1934 að viðstöddu fjölmenni. Á undraskjótum tíma urðu miðakaup í Háskólahappdrættinu fastur liður í heimilishaldi stórs hluta Íslendinga, sem gerðu sér ferð í hverjum mánuði til umboðsmanns síns til að endurnýja. Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur skrifað bók um sögu Happdrætttis Háskóla íslands og hann kemur til okkar á eftir og stiklar á stóru úr þessari merkilegu sögu.
Kjarasamningar voru undirritaðir síðdegis í gær en í þeim er meðal annars gert ráð fyrir að skólamáltíðir grunnskólabarna verða gerðar gjaldfrjálsar. Áætlað er að kostnaður við þetta nemi um fimm milljörðum á ári og mun ríkið leggja til allt að 75 prósent kostnaðarins. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu fyrir lok maímánaðar. Haft hefur verið eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra Ölfuss að almenn mótstaða sé hjá sveitarfélögum við þessar aðgerðir og Elliði er á línunni hjá okkur.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Sjötíu og tveir palestínskir flóttamenn komu til landsins í dag. Utanríkisráðuneytið hefur unnið að því síðustu vikur að koma fólkinu til landsins. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Mahmoud, einn flóttamanninn.
Reglugerðardrög um sjálfbæra landnýtingu eru enn ein tilraunin til að vega að íslenskum landbúnaði, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann segir að sauðfjárrækt myndi leggjast af á stórum svæðum. Brynjólfug Þór Guðmundsson ræddi við hann.
Flytja á hjálpargögn sjóleiðina frá Kýpur til Gaza til að slá á mannúðarkrísuna þar. Setja þarf upp bráðabirgðabryggju til að það gangi upp. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman.
Ný Straumsvíkurhöfn gæti kostað að minnsta kosti fjórtán milljarða króna. Höfnin er liður í innviðauppbyggingu í tengslum við verkefni Carbfix, Coda Terminal. Valur Grettisson sagði frá.
Stefnt er að því að ný þjóðarhöll í Laugardal verði tekin í notkun eftir þrjú ár. Í dag hófst útboð fyrir hönnun hennar. Alexander Kristjánsson tók saman. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík, og Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, ræddu verkefnið.
Kennarar í Fjarðabyggð fóru í mótmælagöngu í dag og afhentu bæjaryfirvöldum rúmlega 750 undirskriftir gegn sameiningu skóla og uppstokkun í stjórnun skólanna. Rúnar Snær Reynisson tók saman. Rætt var við Þuríði Haraldsdóttur, leiðbeinanda í grunnskóla Reyðarfjarðar og Lísu Björk Bragadóttur, kennara í sama skóla.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Yfir 70 palestínskir flóttamenn frá Gaza lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Reykjavíkurborg tekur á móti stórum hluta þeirra. Fólkinu býðst að koma í skóla- og fjölskyldumiðstöð sem koma á - á laggirnar í Reykjavík á næstu vikum. Þannig á að gefa fólki færi á að kynnast í lífinu í landinu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Sögu Stephensen og Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur, verkefnisstjóra fjölmenningar í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar.
Konur komu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og kröfðust jafnréttis og aukinna mannréttinda. Á Ítalíu var lýst yfir kvennaverkfalli. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Á um tíu ára tímabili var sett upp getnaðarvarnarlykkja hjá um 4.500 grænlenskum konum, mörgum á barnsaldri. Þetta var gert til að stemma stigu við fólksfjölgun í landinu, Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá og talaði við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt, sem bjó um árabil á Grænlandi.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.
Fréttastofa RÚV.
Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Það er Füzz í kvöld og þá er spilað Rokk! Füzz er í meira en án búið að vera að reyna að fá þá Holm-feðga Hauk fréttamann og Georg úr Sigur Rós í Füzz. Loksins tókst það og þeir velja 4 lög hvor í þáttinn í kvöld og tala um rokk, Músíktilraunir, bassa og gítara og allt mögulegt. Þeir eru báðir í hljómsveit.
Plata þáttarins er svo splunkuný plata Bruce Dickison söngvara Iron Maiden.
Flosi – Týnd
Sigur Rós - Rafstraumur
Motörhead – Ace of spades (Haukur 1)
Sloan - Underwhelmed (Goggi 1)
Björgvin Gíslason – Á sprengisandi (Austurbær 2011)
Bruce Dickinson – Afterglow of Ragnarök (plata þáttarins)
Verve – Slide away (Goggi 2)
Led Zeppelin – Kashmir (Haukur 2)
Grýlurnar - Þú ert of hvít
Das Kapital – Snertu mig
Pink Floyd – Comfortably numb (Haukur 3)
Silversun Pickups – Lazy eye (Goggi 3)
Bruce Dickinson – Many doors to Hell (plata þáttarins)
Spiritualized – Cool waves (Goggi 4)
Virgin Orchestra – On your knees (Haukur 4)
Spacestation – Fokking lagið
Bruce Dickinson – Sonata (Immortal beloved) (plata þáttarins)