11:03
Mannlegi þátturinn
Sindri föstudagsgestur og Food and fun
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason. Hann hefur unnið allan sinn feril á Stöð 2, í fréttunum, margvíslegri þáttagerð og á 35 ára afmælisdeginum rættist ósk sem hafði fylgt honum frá því hann var mjög ungur, hann fékk að vera aðallesari í kvöldfréttunum og það hefur hann verið síðan. Við fórum með Sindra aftur í tímann, á æskuslóðirnar, til Austur-Evrópu og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Svo var það matarspjallið. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, fór í óvissuferð á Food and fun hátíðinni sem hófst í gærkvöldi og við fengum að heyra af því í spjalli dagsins.

Tónlist í þættinum:

Easy on me / Adele (Adele Adkins & Greg Kurstin)

Hold On / Noah Reid (Noah Reid)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,