16:05
Síðdegisútvarpið
23. október
Síðdegisútvarpið

Niðurstöður nýjustu talningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðum í byggingu hafa verið birtar. Í ljós kemur að samdráttur er í fjölda nýrra framkvæmda vegna íbúðabygginga á landinu. Við ætlum að fara yfir helstu niðurstöður HMS hér á eftir þegar að Elmar Þór Erlendsson framkvæmdastjóri hjá HMS kemur til okkar.

Hafsteinn Vilhelmsson er 39 ára fjölskyldufaðir búsettur í Kópavogi. Hafsteinn var æddleiddur hingað til lands frá Sri Lanka þegar hann var eins og hálfs mánaða en hann veit lítið sem ekkert um uppruna sinn. Hafsteinn ætlar að koma til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir, segja okkur sögu sína og fara yfir þær áskoranir sem hann hefur staðið frammi fyrir vegna þessa.

Umræðuþátturinn Torgið fer í loftið í kvöld á RÚV. Þetta er þáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Í þessum fyrsta þætti verður umfjöllunarefnið mömmuskömm eða mammviskubit. Umsjónarmenn þáttarins þau Sigíður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson koma til okkar á eftir og segja okkur betur frá.

Við munum ræða um ferfætlingana okkar við Theodóru Róbertsdóttur dýrahjúkrunafræðing. Hún svarar spuringum um hunda og kattahald en þó aðalega hundana sem fer heldur betur fjölgandi hér á landi.

Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem hann ásamt 20 öðrum þingmönnum úr öllum flokkum lögðu fram fyrir helgi á Alþingi um að Sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert kleift að framkvæma hjartaþræðingar. Í ályktuninni er lagt til að Alþingi feli ráðherra að hefja þegar í stað vinnu við að gera Sjúkrahúsinu á Akureyri þetta kleyft.

Er aðgengilegt til 22. október 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,