06:50
Morgunvaktin
Heilsugæslan, blýhúðun og kvennaverkfall
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Við höfum fjallað um heilbrigðisþjónustuna í þættinum, bæði í síðustu og þarsíðustu viku, og héldum því áfram í dag. Nú var sjónum beint að heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sigríður Dóra Magnúsdóttir er nýlega ráðinn forstjóri. Hvernig er útlitið þar á bæ?

Konur eru hvattar til að mæta ekki í vinnuna á morgun. Kynbundnu misrétti af ýmsu tagi er mótmælt. Samstöðu- og baráttufundir verða víða um land. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, en bandalagið er einn fjölmargra aðstandenda aðgerða. Kolbrún var einmitt í hópi 25 þúsund kvenna á útifundinum fræga 1975.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, var líka með okkur og í spjalli um stjórnmál í Evrópu var meðal annars fjallað um gullhúðun EES-reglugerða. Gullhúðun er það kallað þegar bætt er við íslenskum sérákvæðum þegar Evrópulöggjöf er leidd í íslenskan rétt, án þess að taka það fram. Björn ræddi málið við Árna Pál Árnason, stjórnarmann í Eftirlitsstofnun EFTA, sem vill kalla þessa framkvæmd blýhúðun.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir

Tónlist:

Denver, John - Rhymes and reasons.

Mulligan, Gerry, Lewis, Mel, Webster, Ben, Vinnegar, Leroy, Rowles, Jimmy - In a mellotone.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,