13:00
Samfélagið
Áhrif kvennaverkfalls, greining strokulaxa, málfar og kvennafrí 1975
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Samfélagið verður áfram með hugann við kvennaverkfallið og áhrif þess á Samfélagið og lykilstarfsemi. Við ræðum við bæjarstjóra, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum, formann Flugfreyjufélagsins og mannauðsstjóra Ísavía.

Hafró og Matís hafa undanfarið staðið í ströngu við að erfðagreina meinta strokulaxa, magnið er svona á við tvær þrjár meðalfrystikistur, og þau eru rúmlega hálfnuð með verkið. Þetta eru tímafrekar rannsóknir sem vonandi segja okkur ýmislegt. Við ræðum þessa vinnu, áhættu af fiskeldi og visst landnámseðli laxa við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra ferskvatnssviðs hjá Hafrannsóknastofnun.

Málfarsmínúta.

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV. Rifjar upp dagskrá fyrsta Kvennafrídagsins en dagskráin var metnaðarfull og henni var útvarpað á þessum degi fyrir 48 árum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,