16:05
Síðdegisútvarpið
25.sept
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Í dag var tilkynnt um að nýtt fangelsi verði byggt í stað Litla-Hrauns og fái auk þess nýtt nafn. Á blaðamannafundi í morgun kom fram hjá fangelsismálastjóra að löngu tímabært væri að loka ?ömurlegri? aðstöðu á Litla-Hrauni. Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð barist fyrir málefnum fanga og m.a. leitt uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi.

Hann kom til okkar í þáttinn þegar batahús var opnað og við ætlum að ræða við Tolla í dag um það hvernig gengur í batahúsi, heyra af bataakademíunni og ræða við hann um þau tíðindi að Hraunið sé að líða undir lok í sinni upprunalegu mynd.

Veitingahúsið Gullhamrar er löngu orðið eitt vinsælasta hús landsins þegar kemur að árshátíðum, brúðkaupum, stórafmælum og jólahlaðborðum. En í dag voru Gullhamrar í fyrsta sinn notað sem dómshús. Gripið var til þess ráðs vegna umfangs Bankastrætis Club málsins svokallaða, þar eru sakborningarnir 25 talsins. Anna Lilja Þórisdóttir fréttakona var í Gullhömrum fyrr í dag, hún er væntanleg til okkar.

Sigríður Sigurðardóttir er sannkölluð ofurkona en fyrir nokkrum dögum kláraði hún sinn fjórða heila IRONMAN í Cervia á Italíu. Þar þurfti hún að synda 3,8 km í sjó, hjóla 180 km í hressilegum hliðarvindi og hlaupa síðan maraþon 42,2 km. En hvað rekur Sigríði eða Siggu eins og hún er kjarnan kölluð út í slík ævintýri við fáum að vita allt um það í þættinum í dag.

Hrist hefur verið rækilega upp í sjónvarpsþættinum Silfrinu sem frá og með kvöldinu í kvöld verður einnig útvarpsþáttur. Silfrið verður nefnilega sent út í beinni á RÚV og Rás 2 og það klukkan 22:15 á mánudagskvöldum. Silfrið hefur einnig fengið að hluta til nýja umsjónarmenn, en þau eru Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson. Bergsteinn segir okkur nánar frá breytingum á Silfrinu á eftir.

Rann­sókna­set­ur versl­un­ar­inn­ar hef­ur sett í loftið mæla­borð þar sem stjórn­end­ur fyr­ir­tækja geta fylgst með straum­um og stefn­um í versl­un og þjón­ustu. Lausn­in ber nafnið Velt­an, en mæla­borðið fylg­ist með korta­veltu Íslend­inga og einnig er fylgst með þróun ferðamanna hér á landi, í hvað þeir eyða, hvaða þjóðir eyða mest og þá er fylgst náið með net­versl­un hérna heima og hversu miklu við eyðum í net­versl­un er­lend­is. Magnús Sigurbjörnsson er forstöðumaður Rannsóknaseturs verlsunarinnar hann kemur til okkar og segir okkur betur frá.

Þrjár fyrstu skóflustungurnar voru teknar í morgun í Móahverfi, vestan Borgarbrautar nyrst á Akureyri. Einn þeirra sem munduðu skófluna var Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs.

Var aðgengilegt til 24. september 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,