Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar til þess að viðhalda friði og öryggi í heiminum, og öryggisráðið á þar að leika lykilhlutverk. Þrátt fyrir góðan ásetning hafa stríð geisað í heiminum og ýmsir gagnrýna aðgerðaleysi. Svanhildur Þorvaldsdóttir lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir það sem er efst á baugi í dag og fjallaði um Evrópuþingið og þingveturinn fram undan en kjörtímabili sitjandi þings lýkur í vor.
Einkabíllinn er vinsælasti ferðamáti Reykvíkinga, en ferðunum með honum hefur fækkað síðustu ár. Þetta kemur fram í könnun á ferðavenjum borgarbúa, sem var kynnt fyrir helgi. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, ræddi samgöngur vítt og breitt.
Tónlist:
Magnús Eiríksson, Kristján Kristjánsson Tónlistarm., KK og Maggi Eiríks - Sestu hérna hjá mér ástin mín.
Brimkló - Síðasta sjóferðin.
Villi Valli - Georgia on my mind.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Margrét rifjar upp sýninguna þar sem hún kom fram í Slipper room klúbbnum í New York og þeim ljósmyndum eftir Árna Sæberg sem birtust í Morgunblaðinu. Myndirnar vöktu mikla athygli enda frábærar myndir. Það voru samt ekki allir jafn hrifnir og sumir skrifuður andstyggilegar athugasemdir. Að því sögðu ræddi Margrét um það hvað margir hafa skoðun á henni og útliti hennar.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum verða leikin tvö lög með hljómsveitinni Seiseijú, sem er skipuð þeim Páli Kristni Pálssyni, Jóhanni Þórissyni, Ásgeiri Óskarssyni, Nikulási Róbertssyni, Sigurgeiri Sigmundssyni og Magnúsi R. Einarssyni. Einnig verða leikin lög af fyrri plötu Fjörefnis, en sú plata nefnist A+ og var gefin út árið 1977.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli.
Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur
Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough
A little life e. Hanya Yanagihara
The Neurobiology of We e. Daniel Siegel
Thru Hiking Will Break Your Heart e. Carrot Quinn
Tónlist í þættinum
Ennþá man ég hvar / Góss (Andersen & Dam, ísl.texti Bjarni Guðmundsson)
Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson)
Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, Danpa, Sciorilli, Bonagura, ísl. Texti Jón Sigurðsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Þorvaldur Víðisson prestur.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Kona um fertugt situr í gæsluvarðhaldi eftir að karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í fjölbýlishúsi í austurborg Reykjavíkur á laugardagskvöld.
Ein fjölmennustu réttarhöld Íslandssögunnar eru hafin. Tuttugu og fimm sakborningar og nærri þrjátíu vitni gefa skýrslu í Bankastræti Club-málinu. Réttað er í veislusal í Grafarholti.
Nýtt fangelsi verður reist þar sem Litla-Hraun stendur, eftir að ítarleg skoðun á húsnæðinu leiddi í ljós að dýrara yrði að laga það en að reisa nýtt. Kostnaður við bygginguna er talinn um sjö milljarðar króna.
Dómur yfir manni sem játaði heimilisofbeldi en sætir engri refsingu vekur spurningar um túlkun dómara á hvað teljist skaðleg refsing, segir lögmaður.
Flóttamenn streyma frá Nagorno-Karabakh til Armeníu eftir að Aserar náðu völdum í héraðinu í síðustu viku.
Jarðskjálftahrina hófst í gær við Geitafell sunnan Þrengsla, um fimmtíu skjálftar hafa mælst þar síðasta sólarhringinn, þeir stærstu þrír komma tveir af stærð.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur haft bráðalækni í fjarvinnu frá Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir hafa reynst erfitt að manna stöður á spítalanum, en þessi nýjung hafi reynst vel.
Þingforseti Kanada hefur beðist afsökunar á að hafa hyllt níutíu og átta ára gamlan úkraínskan hermann sem barðist með nasistum í seinni heimsstyrjöld. Hann hafi ekki þekkt fortíð hermannsins.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í dag förum við til Þýskalands, út í skóglendi Berlínarborgar, þar sem knattspyrnuliðið Union Berlín hefur aðsetur.
Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í íþróttinni til að hrífast af þessari sögu. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhuga á fótbolta.
Við ætlum að heyra sögu af frekar glötuðu liði sem ekki alls fyrir löngu strögglaði í fjórðu deild þýska boltans en tekur nú þátt í toppbaráttu í Bundesligunni og er komið alla leið í Meistaradeildina. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir okkur frá Union Berlin.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við tölum um rjúpuna í þætti dagsins. Staða rjúpnastofnsins hefur ekki verið góð undanfarin ár. Í sumar var viðkoma rjúpu mæld um allt land og ungar taldir. Niðurstaðan bendir til þess að ástand stofnsins sé síst að batna. Við ætlum að ræða þetta við Ólaf Karl Nielsen fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Frá árinu 2017 hafa bankarnir rekið sameiginlegt seðlaver á háleynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar er höndlað með háar fjárhæðir, tekið við peningum, þeir taldir og svo sendir aftur út í hringrásina. Við fengum að skoða starfsemina og ræddum við Ragnhildi Geirsdóttur forstjóra reiknistofu bankanna, Eystein Jónsson sem er yfir seðlaveri og fleiri starfsmenn.
Málfarsmínútan er á sínum stað og við fáum heimsókn úr safni RÚV. Það er Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri sem rifjar upp spennandi upptökur úr safninu.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Í þættinum er ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar er rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti er rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu.
Umsjónarmaður segir frá Gvæjana í Suður Ameríku.
Umsjón: Magnús Einarsson.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Bara bækur fara í heimsókn til rithöfundarins Sigurlín Bjarneyjar Gísladóttur. Það verður reglulegur liður í þættinum að ræða við rithöfunda sem lesendur, gramsa í bókahillunni þeirra og fá að vita hvað þeir eru að lesa.
Íransk-bandaríska ljóðskáldið Kaveh Akbar verður einnig gestur í þættinum. Kaveh er stórstjarna á sviði ljóðlistar vestanhafs en bækur hans Calling a wolf a wolf og Pilgrim bell hafa slegið í gegn og fengið frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Kaveh var staddur hér á landi og í þætti dagsins ræðir hann ljóðlist og bænir, tungumálaskilning, baráttu við fíkn og leitina að guði. Við fáum líka lestur á ljóði hans My Empire eða Heimsveldið mitt eins og það heitir í þýðingu Þórdísar Helgadóttur sem snarað hefur nokkrum af ljóðum Kaveh yfir á íslensku.
Viðmælendur: Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Þórdís Helgadóttir og Kaveh Akbar.
Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Speak softly now - Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Kvikmyndin Liczba doskonala eða Hin fullkomna tala úr smiðju pólska kvikmyndagerðarmannsins Krzysztof Zanussi verður sýnd nú á miðvikudag á Pólskum kvikmyndadögum sem haldnir eru þessa dagana í áttunda sinn í Bíó Paradís. Myndin lætur sig varða stóru spurningarnar um formgerð heimsins, kærleikan, guð og dauðann. Við heyrum í leikstjóra myndarinnar í þætti dagsins. Árni Már Viðarsson opnaði fyrir helgi myndlistarsýninguna Húsvörðurinn á hinu sögufræga kaffihúsi Mokka við Skólavörðustíg en hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir olíumálverk sín, seríu af öldum sem eru keimlíkar en ólíkar. Júlía Aradóttir mun ræða við Árna í þætti dagsins. Og nýr leikhúsrýnir Víðsjár, Trausti Ólafsson, rýnir í leikverkið Með Guð í vasanum sem frumsýnt var á fjölum Borgarleikhússins um helgina.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Kristján Guðjónsson snýr aftur í Lestina eftir nokkurra mánaða dvöl í höfuðborg leðurstuttbuxna og stórra bjórkrúsa, München.
Hann ræðir við þýsk-íslensku myndlistarkonuna Katrínu Agnesi Klar sem búsett í Bæjaralandi þar sem hún starfar við Myndlistarakademíuna, Akadmie der bildende Kunst. Við röltum um skólann með Katrínu og ræðum um listnám og listsköpun á Íslandi og í München, og mismunandi afstöðu til fegurðarinnar á þessum tveimur stöðum.
Fjölmiðlamógúllinn Rubert Murdoch hefur stigið til hliðar úr stjórn fjölmiðlaveldis síns. Hann hefur átt og stýrt fjölda fjölmiðlai, The Sun, Fox News, The Times, New York Post, og þannig haft gríðarleg áhrif á þróun fjölmiðla undanfarna áratugi. Veldi Murdochs og barátta barna hans um hver tæki við var viðfangsefni sjónvarpsþáttanna Succession. Við ræðum um brotthvarf Murdochs og erfingja krúnunnar.
Hvernig upplifðu börn hrunið? Eftir rétt rúma viku verðaliðin fimmtán ár frá því Glitnir var þjóðnýttur, svo voru sett neyðarlög, Guð átti að blessa Ísland og enginn vissi hvað kæmi næst. Óvissan var í hámarki þarna um mánaðamótin september/október 2008 en 2018 köfuðu þau Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir ofan í þetta tímabil í þáttunum Nokkrir dagar í frjálsu falli. Í þættinum sem við heyrum í dag heyrum við hvernig börn upplifðu þessa afdrifaríku daga.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudags, vegna rannsóknar á andláti karls í Reykjavík á laugardag.
Skipulagsmál hjá borginni urðu til þess að bygging hjúkrunarheimilis í Grafarvogi hefur tafist um tvö ár. Borgin segist tilbúin.
Enn bætir í straum flóttamanna frá Nagorno-Karabakh til Armeníu.
54 gefa skýrslu í réttarhöldunum sem kennd eru við Bankastræti Club og hófust í dag.
40% eldri borgara segjast ekki finna til einmanaleika, en 6% segjast vera gífurlega einmana. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. Fleiri upplifa tilfinningalegan einmanaleika en félagslegs einmanaleika, það er sakna náinna samskipta við fólk. Valdís Ólafsdóttir hafði varla tíma til að koma í stutt viðtal þegar Spegillinn rakst á hana um helgina. Hún er 87 ára og hefur nóg fyrir stafni. Hún segir að eldra fólk verði að drífa sig af stað ef það er einmana, annars grotni það niður. Það þýði ekkert að ?setjast á rassgatið og horfa út í loftið?.
Ástandið á Litla-Hrauni er verra nú en það var fyrir tíu árum segir fangelsismálastjóri og húsnæðið sjálft gerir til dæmis ómögulegt að skilja fanga að og hefta flæði fíkniefna um fangelsið. Hann segir löngu tímabært að byggja nýtt fangelsi sem verði ekki geymsla eða ?letigarður fyrir slæpingja? heldur staður þar sem hægt er að byggja fólk upp.
Ráðamenn í Íran keppast við að bæta samskiptin við nágrannaríki í Miðausturlöndum. Friðarsamkomulag milli Ísraelsmanna og Sádi-Araba kann að veða undirritað í byrjun næsta árs.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal
Í Krakkakiljunni í dag kynnumst við þeim bókum sem tilnefndar eru til bókaverðlauna barnanna á Sögum verðlaunahátíð barnanna 2021. Það eru 10 bækur, 5 íslenskar bækur og 5 þýddar. Við heyrum viðtal við íslensku höfundana og Krakkakiljusérfræðingarnir Ísabel Dís Sheehan og Sölvi Þór Jörundsson Blöndal ræða allar bækurnar.
Bækur dagsins
Hetja eftir Björk Jakobsdóttir
Hundman, Taumlaus eftir Dav Pilkey í þýðingu Bjarka Karlssonar
Umsjón:
Jóhannes Ólafsson
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Mozarteum hljómsveitarinnar í Salzborg sem fram fóru á Salzborgarhátíðinni, 30. júlí s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Einleikari: Seong-Jin Cho píanóleikari.
Stjórnandi: Ivor Bolton.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við tölum um rjúpuna í þætti dagsins. Staða rjúpnastofnsins hefur ekki verið góð undanfarin ár. Í sumar var viðkoma rjúpu mæld um allt land og ungar taldir. Niðurstaðan bendir til þess að ástand stofnsins sé síst að batna. Við ætlum að ræða þetta við Ólaf Karl Nielsen fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Frá árinu 2017 hafa bankarnir rekið sameiginlegt seðlaver á háleynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar er höndlað með háar fjárhæðir, tekið við peningum, þeir taldir og svo sendir aftur út í hringrásina. Við fengum að skoða starfsemina og ræddum við Ragnhildi Geirsdóttur forstjóra reiknistofu bankanna, Eystein Jónsson sem er yfir seðlaveri og fleiri starfsmenn.
Málfarsmínútan er á sínum stað og við fáum heimsókn úr safni RÚV. Það er Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri sem rifjar upp spennandi upptökur úr safninu.
Sögumaður er ungur að aldri, kynnir sig svo að hann sé „einn þessara stráka sem fara norður á síld á sumrin, dóla suður á haustin og finna sér eitthvað að gera, leigja sér herbergi og eiga sér ef til vill stúlku útí bæ. Oftast blankir en stöku sinnum með morð fjár í vasanum".
Haustið þegar sagan gerist verður sögumaður samskipa sérkennilegum dávaldi á leiðinni suður. Hann hlynnir að dávaldinum sjóveikum og þegar þeir hittast síðar í Reykjavík, réttir sá síðarnefndi að piltinum nafn og heimilisfang konu sem hefur leigt út herbergi. Þar með er ungi maðurinn stiginn inn í framandlegan heim. Dyr standa opnar kom út árið 1960. Jökull Jakobsson samdi nokkrar skáldsögur, en er þekktastur af leikritum sínum og var líka kunnur blaða- og útvarpsmaður. Hann fæddist 14. september 1933, fyrir 90 árum, en lést 25. apríl 1978. Hljóðritun frá árinu 1974.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli.
Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur
Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough
A little life e. Hanya Yanagihara
The Neurobiology of We e. Daniel Siegel
Thru Hiking Will Break Your Heart e. Carrot Quinn
Tónlist í þættinum
Ennþá man ég hvar / Góss (Andersen & Dam, ísl.texti Bjarni Guðmundsson)
Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson)
Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, Danpa, Sciorilli, Bonagura, ísl. Texti Jón Sigurðsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Kristján Guðjónsson snýr aftur í Lestina eftir nokkurra mánaða dvöl í höfuðborg leðurstuttbuxna og stórra bjórkrúsa, München.
Hann ræðir við þýsk-íslensku myndlistarkonuna Katrínu Agnesi Klar sem búsett í Bæjaralandi þar sem hún starfar við Myndlistarakademíuna, Akadmie der bildende Kunst. Við röltum um skólann með Katrínu og ræðum um listnám og listsköpun á Íslandi og í München, og mismunandi afstöðu til fegurðarinnar á þessum tveimur stöðum.
Fjölmiðlamógúllinn Rubert Murdoch hefur stigið til hliðar úr stjórn fjölmiðlaveldis síns. Hann hefur átt og stýrt fjölda fjölmiðlai, The Sun, Fox News, The Times, New York Post, og þannig haft gríðarleg áhrif á þróun fjölmiðla undanfarna áratugi. Veldi Murdochs og barátta barna hans um hver tæki við var viðfangsefni sjónvarpsþáttanna Succession. Við ræðum um brotthvarf Murdochs og erfingja krúnunnar.
Hvernig upplifðu börn hrunið? Eftir rétt rúma viku verðaliðin fimmtán ár frá því Glitnir var þjóðnýttur, svo voru sett neyðarlög, Guð átti að blessa Ísland og enginn vissi hvað kæmi næst. Óvissan var í hámarki þarna um mánaðamótin september/október 2008 en 2018 köfuðu þau Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir ofan í þetta tímabil í þáttunum Nokkrir dagar í frjálsu falli. Í þættinum sem við heyrum í dag heyrum við hvernig börn upplifðu þessa afdrifaríku daga.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Ofbeldishegðun og hegðunarvandi nemenda eru vaxandi vandamál innan skólakerfisins. En hvernig getur starfsfólk skóla brugðist við? Hvað má og hvað ekki, hvað hjálpar og hvað ekki? Ábyrgð starfsfólksins er mikil og Endurmenntun Háskóla Íslands býður í haust upp á námskeið um hvernig bregðast megi við og hjálpa nemendum. Soffía Ámundadóttir hefur rannsakað ofbeldi nemenda og komið víða við hvað kennslu varðar og hún ætlar að kenna bæði fagfólki og öðrum áhugasömum. Við fengum Soffíu til okkar.
Osiris Rex, geimhylki með sýni úr smástirninu Bennu, lenti farsællega í Utah ríki í Bandaríkjunum í gær, en hylkið inniheldur efni sem vonir eru bundnar við að auki innsýn í hvernig sólkerfið myndaðist og jörðin varð byggileg. Sævar Helgi Bragason, stjörnusérfræðingur, kom til okkar og skýrði betur mikilvægi þessara rannsókna.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagði um helgina að vert sé að taka upp nýjan gjaldmiðil og að hann vilji láta virta erlenda aðila kanna kosti og galla við það. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í kjölfarið að Íslendingar væru ófærir um að stýra efnahagsmálum, það væri fullreynt og engu að tapa og allt að vinna að það væri í höndum annara eins og seðlabanka Evrópu sem dæmi. Við ræddum gjaldeyrismálin við Finnbjörn A. Hermannsson, forseta ASÍ.
Aldrei hafa færri verið hamingjusamir hér á landi og þá hefur þeim sem finna oft eða mjög oft til einmanaleika fjölgað frá ári til árs. Þetta sýna nýjar tölur Landlæknis. Við ræddum þessi stóru mál við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sálfræðing og sviðsstjóra lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis.
Fyrr í mánuðinum fór hin árlega BISC-E samkeppni háskólanemenda á sviði lífvísinda fram, en um nýsköpunarkeppni fyrir háskólanemendur sem eru að vinna með líffræðitengdar lausnir er að ræða. Í þetta skiptið tók íslenskt lið þátt í fyrsta sinn, með verkefnið Skordýr sem fóður og fæða og við heyrðum í Rúnu Þrastardóttur doktorsnema í skordýrarækt sem var einn liðsmanna.
Svo lukum við þættinum á því að heyra í Helgu Margréti Höskuldsdóttur íþróttafréttamanni sem stödd er í Þýskalandi að fylgja íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu eftir.
Tónlist:
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
Green Day - Time Of Your Life.
PÁLMI GUNNARSSON - Ég skal breyta heiminum.
ELTON JOHN FT. BRITNEY SPEARS - Hold Me Closer.
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp.
RAZORLIGHT - In The Morning.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Don't bring me down.
Sébastien Tellier - Divine.
PATRi!K & LUIGI - Skína.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 25. september 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-09-25
HELGI BJÖRNS & EIVÖR - Án þín.
THE POLICE - Every Little Thing She Does Is Magic.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
TALK TALK - Life's What You Make It (80).
HIPSUMHAPS - Hjarta.
Rúnar Þór - Kóngurinn vetur.
Harper-Jones, Morgan - Video Killed The Radio Star (bonus track wav).
KK - Kærleikur og tími.
KYLIE MINOGUE, KYLIE MINOGUE - Tension.
THE MIKE FLOWERS POP - Wonderwall.
JÓNAS SIG & LÚÐRASVEIT ÞORLÁKSHAFNAR - Hafið er svart.
Miley Cyrus - Wrecking ball.
THE BYRDS - All I Really Want To Do.
PATRi!K & LUIGI - Skína.
SIGRÚN STELLA - Circles.
LANA DEL RAY - Say Yes to Heaven.
Jazzy Jeff & Fresh Prince - Boom! Shake the room.
COLONY HOUSE - Cannonballers.
THE DOORS - Hello, I Love You.
Bieber, Justin, SZA - Snooze (Acoustic) (Clean) (bonus track wav).
KK - Hafðu engar áhyggjur.
STUÐMENN - Á Skotbökkum.
SYKURMOLARNIR - Deus.
PEARL JAM - BLACK.
Sugababes - When the Rain Comes.
DEPECHE MODE - Free Love.
BLUR - Barbaric.
GYDA - Andstæður.
PETER GABRIEL - Olive Tree.
RADIOHEAD - High And Dry.
Fókus hljómsveit - STALKER.
HJÁLMAR - Manstu.
Retro Stefson - Glow.
THE ROLLING STONES - Angry.
Pitbull, Rodgers, Nile - Freak 54 (Freak Out) (Clean).
HÖRÐUR TORFASON - Þú Ert Sjálfur Guðjón.
Slowdive - Alife (Radio Edit).
Mugison - Gúanó Kallinn.
LAUFEY - California and Me.
Käärijä, Cash, Tommy - It's Crazy It's Party (Lyrics!).
TOM PETTY - Learning To Fly.
Stuðlabandið - Fyrir alla.
SÍSÍ EY - Ain't Got Nobody.
Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023).
PETER BJÖRN & JOHN - Young Folks.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kona um fertugt situr í gæsluvarðhaldi eftir að karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í fjölbýlishúsi í austurborg Reykjavíkur á laugardagskvöld.
Ein fjölmennustu réttarhöld Íslandssögunnar eru hafin. Tuttugu og fimm sakborningar og nærri þrjátíu vitni gefa skýrslu í Bankastræti Club-málinu. Réttað er í veislusal í Grafarholti.
Nýtt fangelsi verður reist þar sem Litla-Hraun stendur, eftir að ítarleg skoðun á húsnæðinu leiddi í ljós að dýrara yrði að laga það en að reisa nýtt. Kostnaður við bygginguna er talinn um sjö milljarðar króna.
Dómur yfir manni sem játaði heimilisofbeldi en sætir engri refsingu vekur spurningar um túlkun dómara á hvað teljist skaðleg refsing, segir lögmaður.
Flóttamenn streyma frá Nagorno-Karabakh til Armeníu eftir að Aserar náðu völdum í héraðinu í síðustu viku.
Jarðskjálftahrina hófst í gær við Geitafell sunnan Þrengsla, um fimmtíu skjálftar hafa mælst þar síðasta sólarhringinn, þeir stærstu þrír komma tveir af stærð.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur haft bráðalækni í fjarvinnu frá Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir hafa reynst erfitt að manna stöður á spítalanum, en þessi nýjung hafi reynst vel.
Þingforseti Kanada hefur beðist afsökunar á að hafa hyllt níutíu og átta ára gamlan úkraínskan hermann sem barðist með nasistum í seinni heimsstyrjöld. Hann hafi ekki þekkt fortíð hermannsins.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir
Lovísa Rut var Popplandsvörður þennan mánudaginn. Plata vikunnar var kynnt til leiks, É Dúdda Mía með Mugison, allskonar nýtt íslenskt og þessar helstu tónlistarfréttir á sínum stað.
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
JÓNFRÍ - Andalúsía.
DAVID BOWIE - Modern Love.
ROLLING STONES - Angry.
BEABADOOBEE - the way things go.
BILLIE EILISH - What Was I Made For.
ÁRNÝ MARGRÉT - Waiting.
boygenius - Cool About It.
Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.
CHILDISH GAMBINO - Redbone.
WILL SMITH - Gettin' jiggy wit.
Doja Cat - Paint The Town Red.
Malen - Right?.
MUGISON - É Dúdda Mía.
NINA SIMONE - My Baby Just Cares For Me.
LAUFEY - From The Start.
SUGARCUBES - Hit.
SPILLER - Groovejet.
Hipsumhaps - Góðir hlutir gerast hææægt.
Teitur Magnússon - Kamelgult.
ELÍN HALL - Er nauðsynlegt að skjóta þá?.
IGGY POP - Lust For Life.
HARRY STYLES - As It Was.
THE KILLERS - Your Side of Town.
WARMLAND - Superstar minimal.
Dina Ögon - Bakom glaset.
BAKAR - Alive!.
JALEN NGONDA - Come Around and Love Me.
NANNA - How to start a Garden.
LÓN - Cold Crisp Air.
KK OG RÚNAR JÚLÍUSSON - Ég Er Vinur Þinn.
PÁLMI GUNNARSSON - Ég skal breyta heiminum.
EGILL SÆBJÖRNSSON - I Love You So.
GWEN STEFANI - True Babe.
Steed Lord - Curtain Call.
UXI - Take You Home.
PORTUGAL THE MAN - Feel It Still.
BLIND MELON - No rain.
ROYAL BLOOD - Pull Me Through.
BARAFLOKKURINN - I don't like your style.
Snorri Helgason - Haustið '97.
MUGISON - Kossaflóð.
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
CHRISTINE AND THE QUEENS - Je Te Vois Enfin.
GUTS - Brand New Revolution.
KYRIYAMA FAMILY - Weekends.
TAME IMPALA - The Less I Know The Better.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í dag var tilkynnt um að nýtt fangelsi verði byggt í stað Litla-Hrauns og fái auk þess nýtt nafn. Á blaðamannafundi í morgun kom fram hjá fangelsismálastjóra að löngu tímabært væri að loka ?ömurlegri? aðstöðu á Litla-Hrauni. Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð barist fyrir málefnum fanga og m.a. leitt uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi.
Hann kom til okkar í þáttinn þegar batahús var opnað og við ætlum að ræða við Tolla í dag um það hvernig gengur í batahúsi, heyra af bataakademíunni og ræða við hann um þau tíðindi að Hraunið sé að líða undir lok í sinni upprunalegu mynd.
Veitingahúsið Gullhamrar er löngu orðið eitt vinsælasta hús landsins þegar kemur að árshátíðum, brúðkaupum, stórafmælum og jólahlaðborðum. En í dag voru Gullhamrar í fyrsta sinn notað sem dómshús. Gripið var til þess ráðs vegna umfangs Bankastrætis Club málsins svokallaða, þar eru sakborningarnir 25 talsins. Anna Lilja Þórisdóttir fréttakona var í Gullhömrum fyrr í dag, hún er væntanleg til okkar.
Sigríður Sigurðardóttir er sannkölluð ofurkona en fyrir nokkrum dögum kláraði hún sinn fjórða heila IRONMAN í Cervia á Italíu. Þar þurfti hún að synda 3,8 km í sjó, hjóla 180 km í hressilegum hliðarvindi og hlaupa síðan maraþon 42,2 km. En hvað rekur Sigríði eða Siggu eins og hún er kjarnan kölluð út í slík ævintýri við fáum að vita allt um það í þættinum í dag.
Hrist hefur verið rækilega upp í sjónvarpsþættinum Silfrinu sem frá og með kvöldinu í kvöld verður einnig útvarpsþáttur. Silfrið verður nefnilega sent út í beinni á RÚV og Rás 2 og það klukkan 22:15 á mánudagskvöldum. Silfrið hefur einnig fengið að hluta til nýja umsjónarmenn, en þau eru Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson. Bergsteinn segir okkur nánar frá breytingum á Silfrinu á eftir.
Rannsóknasetur verslunarinnar hefur sett í loftið mælaborð þar sem stjórnendur fyrirtækja geta fylgst með straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Lausnin ber nafnið Veltan, en mælaborðið fylgist með kortaveltu Íslendinga og einnig er fylgst með þróun ferðamanna hér á landi, í hvað þeir eyða, hvaða þjóðir eyða mest og þá er fylgst náið með netverslun hérna heima og hversu miklu við eyðum í netverslun erlendis. Magnús Sigurbjörnsson er forstöðumaður Rannsóknaseturs verlsunarinnar hann kemur til okkar og segir okkur betur frá.
Þrjár fyrstu skóflustungurnar voru teknar í morgun í Móahverfi, vestan Borgarbrautar nyrst á Akureyri. Einn þeirra sem munduðu skófluna var Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudags, vegna rannsóknar á andláti karls í Reykjavík á laugardag.
Skipulagsmál hjá borginni urðu til þess að bygging hjúkrunarheimilis í Grafarvogi hefur tafist um tvö ár. Borgin segist tilbúin.
Enn bætir í straum flóttamanna frá Nagorno-Karabakh til Armeníu.
54 gefa skýrslu í réttarhöldunum sem kennd eru við Bankastræti Club og hófust í dag.
40% eldri borgara segjast ekki finna til einmanaleika, en 6% segjast vera gífurlega einmana. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. Fleiri upplifa tilfinningalegan einmanaleika en félagslegs einmanaleika, það er sakna náinna samskipta við fólk. Valdís Ólafsdóttir hafði varla tíma til að koma í stutt viðtal þegar Spegillinn rakst á hana um helgina. Hún er 87 ára og hefur nóg fyrir stafni. Hún segir að eldra fólk verði að drífa sig af stað ef það er einmana, annars grotni það niður. Það þýði ekkert að ?setjast á rassgatið og horfa út í loftið?.
Ástandið á Litla-Hrauni er verra nú en það var fyrir tíu árum segir fangelsismálastjóri og húsnæðið sjálft gerir til dæmis ómögulegt að skilja fanga að og hefta flæði fíkniefna um fangelsið. Hann segir löngu tímabært að byggja nýtt fangelsi sem verði ekki geymsla eða ?letigarður fyrir slæpingja? heldur staður þar sem hægt er að byggja fólk upp.
Ráðamenn í Íran keppast við að bæta samskiptin við nágrannaríki í Miðausturlöndum. Friðarsamkomulag milli Ísraelsmanna og Sádi-Araba kann að veða undirritað í byrjun næsta árs.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Nýrri viku fullri af nýjum tækifærum og nýrri tónlist fagnað með því að spila nýtt efni frá Van Morrison, Supersport!, Modern English, Beth Orton & Skinny Pelembe og Dream Wife svo að eitthvað sé nefnt, svo var John Henry Bonham minnst og áhrifum trommuleiks hans á sampl-menninguna.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson
Hver í fokkanum? - Spacestation
Next Best Exit - Flowerovlove
This Time - Future Utopia
Something Real - Post Malone
Shakin' All Over - Van Morrison
Dínamít - Úlfur Úlfur & Birnir
Quarter Life Crisis - Baby Queen
The Way Things Go - Beabadoobie
Believer - SYML
Coming With You - Everyone You Know
Húsið mitt (í sjálfu sér) - Supersport!
Truth - Jungle
Who Would You Be For Me - Metric
Passin' Me By - Pharcyde
Let's Consume - Superserious
Should Sleep - Moby
So Overwhelming - Tilbury
Good Samaritan - The Hives
Long In The Tooth - Modern English
U&ME - Alt-J
Life Ain't Fair - Greyskies
Above The Clouds - Gang Starr
Who By Fire - Beth Orton & Skinny Pelembe
Negative Space - Queens Of The Stone Age
Like I Used To - Sharon Van Etten & Angel Olsen
Hjarta - Hipsumhaps
Thinking About You - Beck
The Place That Makes Me Happy - The Moss
Fact 67 - The Brian Jonestown Massacre
I Am A God - Kanye West
Bakka ekki út - Aron Can & Birnir
The Worlds Biggest Paving Slab - English Teacher
Live Again - The Chemical Brothers
L.E.S. Artistes - Santigold
Love You More - Dream Wife
Army Of Me - Björk
So What'cha Want - Beastie Boys
Man Next Door - Massive Attack
When The Levee Breakes - Led Zeppelin
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Tónlist að hætti hússins.