06:50
Morgunvaktin
Öryggisráðið, Evrópa og samgöngur
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar til þess að viðhalda friði og öryggi í heiminum, og öryggisráðið á þar að leika lykilhlutverk. Þrátt fyrir góðan ásetning hafa stríð geisað í heiminum og ýmsir gagnrýna aðgerðaleysi. Svanhildur Þorvaldsdóttir lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir það sem er efst á baugi í dag og fjallaði um Evrópuþingið og þingveturinn fram undan en kjörtímabili sitjandi þings lýkur í vor.

Einkabíllinn er vinsælasti ferðamáti Reykvíkinga, en ferðunum með honum hefur fækkað síðustu ár. Þetta kemur fram í könnun á ferðavenjum borgarbúa, sem var kynnt fyrir helgi. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, ræddi samgöngur vítt og breitt.

Tónlist:

Magnús Eiríksson, Kristján Kristjánsson Tónlistarm., KK og Maggi Eiríks - Sestu hérna hjá mér ástin mín.

Brimkló - Síðasta sjóferðin.

Villi Valli - Georgia on my mind.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,