11:03
Mannlegi þátturinn
Kjarahópur eldri borgara, jeppavinkill og Fríða lesandinn
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli.

Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur

Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough

A little life e. Hanya Yanagihara

The Neurobiology of We e. Daniel Siegel

Thru Hiking Will Break Your Heart e. Carrot Quinn

Tónlist í þættinum

Ennþá man ég hvar / Góss (Andersen & Dam, ísl.texti Bjarni Guðmundsson)

Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson)

Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, Danpa, Sciorilli, Bonagura, ísl. Texti Jón Sigurðsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,