12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 28. apríl 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Atkvæðagreiðsla um víðtækari verkföll BSRB, en áður hafði verið boðað, hefst í hádeginu. Kosið er um verkföll starfsfólks leik- og grunnskóla í tíu sveitarfélögum sem hefjast eiga frá miðjum maí og fram í júní.

Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir bræðrum á þrítugsaldri sem eru í haldi lögreglu vegna andláts konu á Selfossi í gær.

Finnbjörn Hermannsson fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar var sjálfkjörinn í embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Sömuleiðis var sjálfkjörið í öll embætti varaforseta sambandsins.

Rússneskt skip var myndað við Nord Stream gasleiðslunnar fjórum dögum áður en skemmdir voru unnar á þeim í september. Um borð í skipinu var kafbátur.

Seðlabankastjóri treystir á að viðskiptabankar sýni af sér samfélagslega ábyrgð og standi með viðskiptavinum í blíðu og stríðu þegar greiðslubyrði þyngist.

Framhaldsskólanemar eru ósáttir með að sameining framhaldsskóla skuli boðuð án samtals við þá og tala um sýndarmennsku af hálfu ráðherra. Enginn nemandi er í stýrihópi um eflingu framhaldskóla.

Örlagasteinninn, forsenda þess að Karl III verði krýndur konungur Skotlands, er á leið frá Edinborg til Lundúna þar sem honum verður komið fyrir undir krýningarstól konungs.

Valskonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Keflavík í kvöld.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,