13:00
Samfélagið
Netvarnir, kolefnisbinding, málfar og dýraspjall
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Undirbúningur fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins fer að ná hámarki, en sá stóri fundur fer fram 16.-17. maí í Hörpu. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins enda gegnir Ísland formennsku í Evrópuráðinu. Það er mikil og ströng öryggisgæsla vegna fundarins og eitt sem hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið er auknar líkur á hvers kyns netárásum. Og þá borgar sig að vera undirbúinn. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður Cert-ís, netöryggissveitar Fjarskiptastofu.

Við ætlum að velta fyrir okkur kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun og hverju það a að skila. Það er töluvert deilt um þessi mál, þau tengjast mikið inn í umræður um skógrækt og landgræðslu og hvaða stefnu Íslendingar eiga að taka í þeim efnum. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands og einn stofnfélaga VÍN - sem eru vinir íslenskrar náttúru og Hreinn Óskarsson hjá skógræktinni, skógfræðingur og sviðsstjóri þjóðskóga líta þessi mál ólíkum augum. Við tölum við þá.

Málfarsmínútan verður á sínum stað og sömuleiðis dýraspjallið. Að þessu sinni ætlum við að ræða við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,