06:50
Morgunútvarpið
28. apríl - Kvennaathvarfið, ASÍ og tennis
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Við fengum Eygló Björk Ólafsdóttur formann VOR, verndun og ræktun, til okkar en hún stendur í stappi því lager lífrænna bænda er sem stendur fastur hjá skiptastjóra verslunarinnar frú Laugu. Hún hefur sent ákall til Alþingis, ásamt fleirum, um að breyta lögum um samningsveð svo erfiðara verði að ráðast í kennitöluflakk og taka eignir með sér úr þrotabúum.

Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, var gestur okkar um hálf átta. Fyrir tveimur árum hófu Samtök um kvennaathvarf tilraunaverkefni um rekstur neyðarathvarfs á Akureyri sem 17 konur og 15 börn dvöldu í í fyrra, en erfiðlega hefur gengið að finna rekstrarform sem uppfyllir skilyrði sem sett eru fram til að tryggja öryggi og stuðning við konur og börn sem dvelja í athvarfinu. Við ræddum þessi mál við Lindu sem bendir á að þar til lausn er fundin geti athvarfið á Akureyri ekki tekið á móti nema einni konu og börnum hennar í senn.

45. þingi ASÍ lýkur í dag og nýr forseti verður kjörinn síðdegis. Tvö eru í framboði eins og stendur: Ólöf Helga Adolfsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson. Við ræddum stöðu ASÍ og mögulegar breytingar við Finnbjörn, fyrir átta fréttir.

Við fórum yfir fréttir vikunnar hér upp úr klukkan átta og fáum til þess góða gesti, þau Heklu Elísabet Aðalsteinsdóttur handritshöfund og Þorkel Mána Pétursson fjölmiðlamann.

Garima Nitinkumar Kalugade varð á sunnudag Íslandsmeistari í tennis kvenna innanhúss, sem er mikið afrek, ekki síst vegna þess að hún er aðeins tólf ára gömul. Hún sagði í viðtali í vikunni að hún vilji láta taka eftir sér og verða besta tenniskona í heimi, langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal, og má því sterklega gera ráð fyrir því að við heyrum reglulega af frábærum árangri hennar á næstu árum. Garima mætti í föstudagsspjall til okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu.

Tónlist frá útsendingarlogg 2023-04-28

SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.

Loreen - Tattoo.

Emiliana Torrini - Hold Heart.

Bríet - Hann er ekki þú.

DAVID BOWIE - Sound and Vision.

FM Belfast - Par avion.

AMY WINEHOUSE - Back To Black.

MADONNA - La Isla Bonita.

Bee Gees - Night Fever.

Var aðgengilegt til 27. apríl 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,