Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Einar Eyjólfsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, fór yfir heildarmyndina varðandi næringu og mat í dagskrárliðnum Ráðlagður dagskammtur.
Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sagði frá afkomu Íslensku flugfélaganna en þau voru bæði rekin með talsverðu tapi á fyrsta ársfjórðungi en stjórnendur þeirra eru bjartsýnir á að sumarið verði gott.
Jónatan Garðarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, þekkir vel feril bandaríska tónlistarmannsins Willie Nelsons sem verður níræður á morgun. Jónatan fjallaði um þennan merka tónlistarmann sem heldur upp á afmælið á tónleikum í Los Angeles.
Tónlist:
Yesterday's wine - Willie Nelson,
Ég vildi að ég væri - Björgvin Halldórsson,
Pretty paper - Willie Nelson,
On the road again - Willie Nelson,
Crazy - Patsy Cline,
Heaven and hell - Willie Nelson.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt alræmdasta mannhvarfsmál í sögu Ítalíu, hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Emanuelu Orlandi í Rómaborg í júní 1983. Emanuela var búsett í Vatíkaninu og lífseigar kenningar eru um að hvarf hennar kunni að tengjast öflum í kaþólsku kirkjunni, alþjóðapólitík eða skipulagðri glæpastarfsemi.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Björgvin Franz Gíslason leikari var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hann hefur komið víða við í skemmtanabransanum, hann sá um Stundina okkar í mörg ár, hann hefur auðvitað leikið í fjölda leiksýninga og í kvikmyndum og sjónvarpi, hann veislustýrir, syngur lögin hans Ragga Bjarna á öldrunarheimilum og nú síðustu ár hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru hjá Leikfélagi Akureyrar. Í vetur hefur hann farið með stærsta karlhlutverkið í söngleiknum Chicago fyrir norðan og fékk frábæra dóma fyrir. Við ræddum við Björgvin Franz um lífið og tilveruna, ADHD, Jón Gnarr, Björn Hlyn, Ragga Bjarna og fleira og fleira.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað í þættinum. Í dag tókum við aftur upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að tala um samlokusalöt og einnig komu við sögu kartöflur og rauðmagi.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég bið þig forláts / Raggi Bjarna (J.South og Iðunn Steinsdóttir)
A ban I bin /Izhar, Cohen og Alpha Beta (Eurovision lag Ísraela 1978)
OK / Langi Seli og Skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Skuggi og Erik Kvick)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Margrét Pálsdóttir málfræðingur.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Atkvæðagreiðsla um víðtækari verkföll BSRB, en áður hafði verið boðað, hefst í hádeginu. Kosið er um verkföll starfsfólks leik- og grunnskóla í tíu sveitarfélögum sem hefjast eiga frá miðjum maí og fram í júní.
Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir bræðrum á þrítugsaldri sem eru í haldi lögreglu vegna andláts konu á Selfossi í gær.
Finnbjörn Hermannsson fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar var sjálfkjörinn í embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Sömuleiðis var sjálfkjörið í öll embætti varaforseta sambandsins.
Rússneskt skip var myndað við Nord Stream gasleiðslunnar fjórum dögum áður en skemmdir voru unnar á þeim í september. Um borð í skipinu var kafbátur.
Seðlabankastjóri treystir á að viðskiptabankar sýni af sér samfélagslega ábyrgð og standi með viðskiptavinum í blíðu og stríðu þegar greiðslubyrði þyngist.
Framhaldsskólanemar eru ósáttir með að sameining framhaldsskóla skuli boðuð án samtals við þá og tala um sýndarmennsku af hálfu ráðherra. Enginn nemandi er í stýrihópi um eflingu framhaldskóla.
Örlagasteinninn, forsenda þess að Karl III verði krýndur konungur Skotlands, er á leið frá Edinborg til Lundúna þar sem honum verður komið fyrir undir krýningarstól konungs.
Valskonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Keflavík í kvöld.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Photograph, Shape of You og Thinking Out Loud. Hvað eiga þessi lög sameiginlegt fyrir utan það að vera á meðal stærstu smella enska söngvaskáldsins og súperstjörnunnar Ed Sheeran? Jú, einhverjir vilja meina að hann hafi alls ekki samið þessi lög heldur stolið þeim.
Þegar aðeins vika er í að ný plata Sheeran, -, komi út og stórt og mikið tónleikaferðalag um Norður-Ameríku er við það að hefjast er Sheeran fastur í dómssal í New York til að verja heiður sinn. Ballaða Sheerans, Thinking Out Loud, þykir of lík lagi Marvin Gaye, Let?s Get It On.
Tónlistariðnaðurinn fylgist grannt með gangi mála enda hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi síðastliðinn áratug og spurningar vaknað um hversu mikið, eða lítið, af verkum dægurlagahöfunda höfundarréttur verndar.
Í þætti dagsins fjallar Snorri Rafn Hallsson um hjartaknúsarann Ed Sheeran, höfundarréttardeilur og óskýrar línur.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins fer að ná hámarki, en sá stóri fundur fer fram 16.-17. maí í Hörpu. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins enda gegnir Ísland formennsku í Evrópuráðinu. Það er mikil og ströng öryggisgæsla vegna fundarins og eitt sem hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið er auknar líkur á hvers kyns netárásum. Og þá borgar sig að vera undirbúinn. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður Cert-ís, netöryggissveitar Fjarskiptastofu.
Við ætlum að velta fyrir okkur kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun og hverju það a að skila. Það er töluvert deilt um þessi mál, þau tengjast mikið inn í umræður um skógrækt og landgræðslu og hvaða stefnu Íslendingar eiga að taka í þeim efnum. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands og einn stofnfélaga VÍN - sem eru vinir íslenskrar náttúru og Hreinn Óskarsson hjá skógræktinni, skógfræðingur og sviðsstjóri þjóðskóga líta þessi mál ólíkum augum. Við tölum við þá.
Málfarsmínútan verður á sínum stað og sömuleiðis dýraspjallið. Að þessu sinni ætlum við að ræða við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Um leið og Elísabet Englandsdrottning lést í september 2022 á 97. aldursári eftir 70 ára valdatíð tók Karl sonur hennar við völdum. Hann er sá ríkisarfi í sögu Bretlands sem lengst hefur beðið eftir því að taka við og ætti að vera vel undirbúinn fyrir starfið.
Hvað hefur hann gert öll þessi ár? Hvernig voru uppvaxtarár hans og hvernig hefur lífshlaup hans verið. Hefur það undirbúið hann vel fyrir þetta hlutverk?
Karl verður krýndur 6. maí við afar hátíðlega athöfn sem byggir á fornum hefðum og venjum. Við skyggnumst bak við rauðu flauelstjöldin og skoðum hvernig konungur er krýndur og veltum fyrir okkur hversvegna yfirhöfuð sé verið að framkvæma þessa athöfn. Þessa þriðja Bretakonungs sem ber nafnið Karl bíða ýmsar áskoranir, ekki síst í einkalífinu þar sem samskipti í nánustu fjölskyldu hans hafa verið stirð.
Hver er maðurinn sem tekur nú við þessu áberandi og valdamikla hlutverki? Við förum aftur í tímann og líka áfram og veltum fyrir okkur; hver er framtíð breska konungsveldisins. Til að varpa ljósi á það er rætt við fólk úr ýmsum áttum.
Umsjónarmaður: Anna Lilja Þórisdóttir.
Bretakonungur verður krýndur 6. maí 2023. 70 ár eru frá síðustu krýningu þjóðhöfðingja Breta, aldrei hefur jafn langt líðið á milli og þetta er sannarlega sögulegur viðburður.
Krýningarathöfnin byggir á ævafornum venjum sem margar hverjar virðast býsna framandi. Hvernig fer þetta allt saman fram? Það sem virðist við fyrstu sýn úrelt skrautsýning býr yfir dýpri merkingu þegar að er gáð. Rætt er við fólk úr ýmsum áttum um athöfnina, stemninguna og konungsveldið.
Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínilplata vikunnar er Forklædt som voksen með Kim Larsen og hljómsveit hans, Bellami, frá árinu 1986. Þetta var fyrsta platan sem Kim Larsen gerði með nýju hljómsveitinni sinni. Þetta var önnur mest selda plata í Danmörku, og seldist í 540 þúsund eintökum.
Umsjón: Bogi Ágústsson.
Hlið 1.
Vi er dem
Familien skal i skoven
Store & små
Jutlandia
Natter er bild
Höjere op+Hjerter dame
Hlið 2
Sammen & hver for sig
Fu Sautene
Mig og Molly
Forklædt som voksen
Esprit de Valdemar
Bellami
Syrenprinsessen
Om lidt
Útvarpsfréttir.
Íþróttafréttafólk RÚV er með sjónvarpsþættina Aftureldingu á heilanum. Rætt er við fólkið á bakvið tjöldin og líka einstaklinga sem þekkja þemu þáttanna af eigin reynslu.
Nú þegar við höfum séð þrjá þætti Aftureldingar, af átta í heildina, er ljóst að átökin eiga sér ekki aðeins stað innan vallarins. Innri átök ýmissa persóna eru þvert á móti gerð mjög sýnileg og í þessum þætti átti það ekki síst við um Brynju, sem leikin er af Svandísi Dóru Einarsdóttur.
Svandís verður gestur okkar seinna í þættinum en við hefjum leik á spjalli við íþróttasálfræðing.
Edda Sif Pálsdóttir ræðir við Hafrúnu Kristjánsdóttur.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 28. Apríl 2023
Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar að 170 milljónum króna verði veitt í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíðafíknar.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur samþykkt tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferð við að útrýma riðu.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til bráðaaðgerða til að tryggja ofanflóðavarnir á Patreksfirði. Guðlaugur Þ. Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir uppbyggingu hefðbundinna ofanflóðavarna um það bil hálfnaða. Markús Þórhallsson talaði við hann.
Ekki er alveg skýrt hvað þurfi til, svo hægt sé að skikka íbúðareigendur í fjöleignarhúsum til þess að selja eign sína. Dómur sem nýlega var kveðinn upp sýnir að húsfélag getur rekið eiganda úr íbúð sinni. Róbert Jóhannsson talaði við Sigurð Orra Hafþórsson, lögmann Húseigendafélagsins.
Nokkur óvissa ríkir um framtíð Kvennaathvarfsins á Akureyri. Dregið hefur verið úr þjónustu þar, sem Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra segir sorglegt. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við hana.
Bann við að afganskar konur starfi fyrir Sameinuðu þjóðirnar er félagslegt innanríkismál. Þetta er svar utanríkisráðuneytis Afganistan í dag við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að talíbanastjórnin láti af banninu. Markús Þórhallsson sagði frá.
Hollenskum karlmanni á fimmtugsaldri var samkvæmt dómsúrskurði í morgun bannað að gefa meira sæði til sæðisbanka. Sæði mannsins er talið hafa verið notað til þess að búa til hátt í 600 börn með glasafrjóvgunum.
Finnbjörn Hermannson svar sjálfkjörinn í embætti forseta ASÍ í dag. Hann segir í viðtali viðp Hauk Holm að segir að félagsmenn ætli að snúa bökum saman í komandi kjaraviðræðum.
Tvísýnt er um að Erdogan Tyrklandsforseti verði endurkjörinn í forsetakosningum eftir 16 daga. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Samu Paukkunen, aðstoðarforstöðumaður finnsku alþjóðamálastofnunarinnar, segir umskiptin í afstöðu Finna til aðildar að NATO hafa verið hvort tveggja skjót og afgerandi. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann.
Brot úr Morgunvaktinni.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Systurnar Megan og Jessica Lovell eru í dúettinum Larkin Poe, sem er nefndur eftir langa-, langa-, langa- langafa þeirra. Þær byrjuðu á táningsaldri að spila blúgrass tónlist og gefa út plötur með systur sinni Jessicu og kölluðust þá Lovell Sisters. Þegar Jessica hætti í árslok 2009 og tóku hinar upp nafnið Larkin Poe og hafa smám saman hallað sér meira í áttina að blústónlist og rokki.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins fer að ná hámarki, en sá stóri fundur fer fram 16.-17. maí í Hörpu. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins enda gegnir Ísland formennsku í Evrópuráðinu. Það er mikil og ströng öryggisgæsla vegna fundarins og eitt sem hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið er auknar líkur á hvers kyns netárásum. Og þá borgar sig að vera undirbúinn. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður Cert-ís, netöryggissveitar Fjarskiptastofu.
Við ætlum að velta fyrir okkur kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun og hverju það a að skila. Það er töluvert deilt um þessi mál, þau tengjast mikið inn í umræður um skógrækt og landgræðslu og hvaða stefnu Íslendingar eiga að taka í þeim efnum. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands og einn stofnfélaga VÍN - sem eru vinir íslenskrar náttúru og Hreinn Óskarsson hjá skógræktinni, skógfræðingur og sviðsstjóri þjóðskóga líta þessi mál ólíkum augum. Við tölum við þá.
Málfarsmínútan verður á sínum stað og sömuleiðis dýraspjallið. Að þessu sinni ætlum við að ræða við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.
Kistnihald undir jökli kom út árið 1968. Þar er sagt frá umboðsmanni biskups, Umba, sem sendur er undir Jökul til að kanna stöðu mála í söfnuði einum á Snæfellsnesi. Tilefni fararinnar er að séra Jón Prímus er talinn vera hættur að sinna embættisverkum og hjúskaparstaða hans heldur óljós. Umbi á að setja saman skýrslu um ferð sína og heldur undir Jökul vopnaður segulbandi en skýrslugerðin verður snúnari eftir því sem á líður enda fer Umbi að efast mjög um rökræn tök sín á þeim heimi sem hann er staddur í. Hann þvælist inn í veröldina undir Jökli sem kannski er ekki það versta heldur óvissan um eðli þess veruleika sem hann flækist í.
Höfundur les. Hljóðitað 1975.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1975)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Björgvin Franz Gíslason leikari var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hann hefur komið víða við í skemmtanabransanum, hann sá um Stundina okkar í mörg ár, hann hefur auðvitað leikið í fjölda leiksýninga og í kvikmyndum og sjónvarpi, hann veislustýrir, syngur lögin hans Ragga Bjarna á öldrunarheimilum og nú síðustu ár hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru hjá Leikfélagi Akureyrar. Í vetur hefur hann farið með stærsta karlhlutverkið í söngleiknum Chicago fyrir norðan og fékk frábæra dóma fyrir. Við ræddum við Björgvin Franz um lífið og tilveruna, ADHD, Jón Gnarr, Björn Hlyn, Ragga Bjarna og fleira og fleira.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað í þættinum. Í dag tókum við aftur upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að tala um samlokusalöt og einnig komu við sögu kartöflur og rauðmagi.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég bið þig forláts / Raggi Bjarna (J.South og Iðunn Steinsdóttir)
A ban I bin /Izhar, Cohen og Alpha Beta (Eurovision lag Ísraela 1978)
OK / Langi Seli og Skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Skuggi og Erik Kvick)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Íþróttafréttafólk RÚV er með sjónvarpsþættina Aftureldingu á heilanum. Rætt er við fólkið á bakvið tjöldin og líka einstaklinga sem þekkja þemu þáttanna af eigin reynslu.
Nú þegar við höfum séð þrjá þætti Aftureldingar, af átta í heildina, er ljóst að átökin eiga sér ekki aðeins stað innan vallarins. Innri átök ýmissa persóna eru þvert á móti gerð mjög sýnileg og í þessum þætti átti það ekki síst við um Brynju, sem leikin er af Svandísi Dóru Einarsdóttur.
Svandís verður gestur okkar seinna í þættinum en við hefjum leik á spjalli við íþróttasálfræðing.
Edda Sif Pálsdóttir ræðir við Hafrúnu Kristjánsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við fengum Eygló Björk Ólafsdóttur formann VOR, verndun og ræktun, til okkar en hún stendur í stappi því lager lífrænna bænda er sem stendur fastur hjá skiptastjóra verslunarinnar frú Laugu. Hún hefur sent ákall til Alþingis, ásamt fleirum, um að breyta lögum um samningsveð svo erfiðara verði að ráðast í kennitöluflakk og taka eignir með sér úr þrotabúum.
Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, var gestur okkar um hálf átta. Fyrir tveimur árum hófu Samtök um kvennaathvarf tilraunaverkefni um rekstur neyðarathvarfs á Akureyri sem 17 konur og 15 börn dvöldu í í fyrra, en erfiðlega hefur gengið að finna rekstrarform sem uppfyllir skilyrði sem sett eru fram til að tryggja öryggi og stuðning við konur og börn sem dvelja í athvarfinu. Við ræddum þessi mál við Lindu sem bendir á að þar til lausn er fundin geti athvarfið á Akureyri ekki tekið á móti nema einni konu og börnum hennar í senn.
45. þingi ASÍ lýkur í dag og nýr forseti verður kjörinn síðdegis. Tvö eru í framboði eins og stendur: Ólöf Helga Adolfsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson. Við ræddum stöðu ASÍ og mögulegar breytingar við Finnbjörn, fyrir átta fréttir.
Við fórum yfir fréttir vikunnar hér upp úr klukkan átta og fáum til þess góða gesti, þau Heklu Elísabet Aðalsteinsdóttur handritshöfund og Þorkel Mána Pétursson fjölmiðlamann.
Garima Nitinkumar Kalugade varð á sunnudag Íslandsmeistari í tennis kvenna innanhúss, sem er mikið afrek, ekki síst vegna þess að hún er aðeins tólf ára gömul. Hún sagði í viðtali í vikunni að hún vilji láta taka eftir sér og verða besta tenniskona í heimi, langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal, og má því sterklega gera ráð fyrir því að við heyrum reglulega af frábærum árangri hennar á næstu árum. Garima mætti í föstudagsspjall til okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu.
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-04-28
SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.
Loreen - Tattoo.
Emiliana Torrini - Hold Heart.
Bríet - Hann er ekki þú.
DAVID BOWIE - Sound and Vision.
FM Belfast - Par avion.
AMY WINEHOUSE - Back To Black.
MADONNA - La Isla Bonita.
Bee Gees - Night Fever.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Pétur Jóhann Sigfússon og Doddi litli mæta aftur á öldur ljósvakans til að reyna létta lund þjóðarinnar.
Alla föstudaga í mars ætla þeir vera í góðu stuði frá níu fram að hádegisfréttum.
Farið varlega, það gæti tekið sig upp gamalt bros....
Morgunverkin 28. apríl
Umsjón: Þórður Helgi þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-04-28
SYKURMOLARNIR - Deus.
THE LOTTERY WINNERS & BOY GEORGE - Let Me Down.
EDDIE VEDDER - Society.
Myles Parrish - Kickback (feat. Scotty Sire & Heath Hussar).
The National - Eucalyptus.
THE SOURCE ft. CANDY STATON - You Got The Love (New Voyager Radio Edit).
EGILL ÓLAFSSON & DIDDÚ - Það Brennur.
CHIC - Good times.
NIA ARCHIVES - Conveniency.
CHRSTINE AND THE QUEENS - To Be Honest.
FLOTT - Kæri heimur.
STEBBI JAK - Líttu í kringum þig.
Backstreet Boys - Everybody (backstreet's back).
Olive - You're not alone.
Löður - Vorkvöld í Reykjavík.
Bríet - Hann er ekki þú.
DAÐI FREYR - Thank You.
Everclear - Santa Monica (watch the world die).
THE BLESSED MADONNA & THE HOY - Shades Of Love.
SUPERGRASS - Alright.
MUGISON - Sólin Er Komin.
Reel 2 Real - Jazz it up.
TERRY JACKS - Seasons in the Sun.
Ljótu hálfvitarnir - Þegiðu Lóa!.
Dina Ögon - Mormor.
JÓJÓ - Stæltir strákar.
Bill Withers - Lovely Day.
Hvanndalsbræður - LaLa lagið.
Sash - Ecuador.
STUÐMENN - Vorið.
SNAP! - Rhythm Is A Dancer.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Vængjalaus.
WIND - Lass die Sonne in dein Herz (Júróvision Þýskaland 1987).
STEVIE WONDER - Higher Ground.
WILL SMITH - Gettin' jiggy wit.
C + C MUSIC FACTORY - Gonna Make You Sweat.
Tribe Called Quest, A - Electric relaxation.
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Skýin.
Doors, The - Waiting for the sun.
TÍVOLÍ - Fallinn.
ELO - Mr. Blue Sky.
Una Torfadóttir - Í löngu máli.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Atkvæðagreiðsla um víðtækari verkföll BSRB, en áður hafði verið boðað, hefst í hádeginu. Kosið er um verkföll starfsfólks leik- og grunnskóla í tíu sveitarfélögum sem hefjast eiga frá miðjum maí og fram í júní.
Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir bræðrum á þrítugsaldri sem eru í haldi lögreglu vegna andláts konu á Selfossi í gær.
Finnbjörn Hermannsson fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar var sjálfkjörinn í embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Sömuleiðis var sjálfkjörið í öll embætti varaforseta sambandsins.
Rússneskt skip var myndað við Nord Stream gasleiðslunnar fjórum dögum áður en skemmdir voru unnar á þeim í september. Um borð í skipinu var kafbátur.
Seðlabankastjóri treystir á að viðskiptabankar sýni af sér samfélagslega ábyrgð og standi með viðskiptavinum í blíðu og stríðu þegar greiðslubyrði þyngist.
Framhaldsskólanemar eru ósáttir með að sameining framhaldsskóla skuli boðuð án samtals við þá og tala um sýndarmennsku af hálfu ráðherra. Enginn nemandi er í stýrihópi um eflingu framhaldskóla.
Örlagasteinninn, forsenda þess að Karl III verði krýndur konungur Skotlands, er á leið frá Edinborg til Lundúna þar sem honum verður komið fyrir undir krýningarstól konungs.
Valskonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Keflavík í kvöld.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Siggi Gunnars & Lovísa Rut sá um Poppland dagsins, alls konar tónlist, tvö póstkort og mikil gírun.
Teitur Magnússon - Kamelgult.
GABRIELS - One and only.
Porter, Gregory - Liquid spirit (radio edit).
THE BLESSED MADONNA & THE HOY - Shades Of Love.
NOTHING BUT THIEVES - Welcome To The DCC.
AMPOP - My Delusions.
Sakaris - Thank you.
PÁLMI GUNNARSSON - Hvers vegna varst'ekki kyrr?.
STEBBI JAK - Líttu í kringum þig.
POST MALONE - Chemical.
GLEN CAMPBELL - Rhinestone Cowboy.
PÁLMI & RAKEL - 1000 x Já.
John Lennon - Instant karma!.
ED SHEERAN - Eyes Closed.
The Stranglers - Skin Deep.
ANTON LÍNI - Stjörnur og lífið.
Village People - Y. M. C. A..
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Englar.
SAM SMITH FT. KIM PETRAS - Unholy.
CALVIN HARRIS & JUSTIN TIMBERLAKE & PHARREL & HALSEY - Stay With Me.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
VERA DECAY - Someone bad.
KC AND THE SUNSHINE BAND - Please Don't Go (80).
KLEMENS HANNIGAN - Never Loved Someone So Much.
SCOPE - Was That All It Was.
PARAMORE - Running Out Of Time.
Grace Jones - Pull up to the bumper.
LOVE GURU, LOVE GURU - Partý á Selfossi Ft. Katla Njáls.
KÖTT GRÁ PJE og NOLEM - Aheybaró.
HREIMUR - Get ekki hætt að hugsa um þig.
TRÚBROT - To Be Grateful.
SYSTUR - Furðuverur.
HOLY HRAFN & DR. VIGDÍS VALA - Reyndu bara'ð ná mér (Radio edit).
THE LOTTERY WINNERS & BOY GEORGE - Let Me Down.
SUGABABES - Overload.
GDRN - Vorið.
STEREOPHONICS - Have A Nice Day.
HIPSUMHAPS - Hringar.
John, Elton - Take Me To The Pilot.
MÖ, DJ SNAKE & MAJOR LAZER - Lean On.
THE HUES CORPORATION - Rock the boat.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
?Í hvert sinn sem ég frétti af andláti vegna ofneyslu vímuefna fæ ég sting í hjartað og hugsa til Sissu dóttur minnar sem lést fyrir nærri 13 árum - þá aðeins 17 ára gömul. Það eru að verða komin 13 ár síðan stelpan mín dó og 12 ár síðan ég sagði sögu Sissu og kafaði ofan í heim ungra barna í neyslu fyrir Kastljós. Umræðan í samfélaginu þá var svipuð og nú - kallað var eftir aðgerðum til að bjarga mannslífum. Þetta skrifaði fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson í færslu í FB á dögunum - Jóhannes kemur til okkar á eftir og ræðir fráfall Sissu og úrræðaleysið sem ríkir í þessum málum.
Við dembum okkur í mánaðarlega spurningakeppni Síðdegisútvarpsins sem hefur formlega fengið nafnið Spursmál, nafn sem kom frá diggum hlustenda eftir að leitað var til þeirra. Þeir bræður Árni Beinteinn og Gústi B. sjá um sjónvarpsþáttinn Kökukast á stöð 2. Þeir mæta í Spursmál á eftir og verður þema keppninnar að sjálfsögðu kökur.
Það er ekki á hverjum degi sem Síðdegisútvarpinu býðst að vera á Bruce Springsteen tónleikum. Sá draumur rætist í dag en í mýflugumynd þó. Þeir Fílalags fóstbræður Snorri Helgason og Bergur Ebbi munu ræða við okkur á eftir þar sem þeir verða staddir í mannmergðinni, á tónleikum Bruce Springsteen í Barcelona á Spáni.
Krabbameinsfélag Íslands hefur gengið til liðs við Global Relay for Life, samtök í eigu ameríska krabbameinsfélagsins, til þess að geta haldið viðburðinn Relay for Life hér á landi. Viðburðurinn hefur fengið íslenska nafnið Styrkleikarnir. Um er að ræða alþjóðlegan viðburð sem fer árlega fram á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Sigríður Hrund Pétursdóttir og Eva Íris Eyjólfsdóttir sitja í undirbúningsnefnd Styrktarlikanna og þær koma til okkar í þáttinn.
Á sunnudaginn verður hin árlega sæluvika Skagfirðinga sett í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki. Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði, er aðalmanneskjan þegar kemur að skipulagi og stjórnun Sæluvikunnar í ár við hringjum norður í Skagafjörð og heyrum í Hebu
Hringfarinn Kristján Gislason mun leiða Snigla þann 1. Maí nk. Tilefnið er ærið því ný Íslandssería hefst síðar í mai hér hjá okkur á Ruv. Kristján kemur til okkar í þáttinn
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 28. Apríl 2023
Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar að 170 milljónum króna verði veitt í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíðafíknar.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur samþykkt tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferð við að útrýma riðu.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til bráðaaðgerða til að tryggja ofanflóðavarnir á Patreksfirði. Guðlaugur Þ. Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir uppbyggingu hefðbundinna ofanflóðavarna um það bil hálfnaða. Markús Þórhallsson talaði við hann.
Ekki er alveg skýrt hvað þurfi til, svo hægt sé að skikka íbúðareigendur í fjöleignarhúsum til þess að selja eign sína. Dómur sem nýlega var kveðinn upp sýnir að húsfélag getur rekið eiganda úr íbúð sinni. Róbert Jóhannsson talaði við Sigurð Orra Hafþórsson, lögmann Húseigendafélagsins.
Nokkur óvissa ríkir um framtíð Kvennaathvarfsins á Akureyri. Dregið hefur verið úr þjónustu þar, sem Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra segir sorglegt. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við hana.
Bann við að afganskar konur starfi fyrir Sameinuðu þjóðirnar er félagslegt innanríkismál. Þetta er svar utanríkisráðuneytis Afganistan í dag við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að talíbanastjórnin láti af banninu. Markús Þórhallsson sagði frá.
Hollenskum karlmanni á fimmtugsaldri var samkvæmt dómsúrskurði í morgun bannað að gefa meira sæði til sæðisbanka. Sæði mannsins er talið hafa verið notað til þess að búa til hátt í 600 börn með glasafrjóvgunum.
Finnbjörn Hermannson svar sjálfkjörinn í embætti forseta ASÍ í dag. Hann segir í viðtali viðp Hauk Holm að segir að félagsmenn ætli að snúa bökum saman í komandi kjaraviðræðum.
Tvísýnt er um að Erdogan Tyrklandsforseti verði endurkjörinn í forsetakosningum eftir 16 daga. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Samu Paukkunen, aðstoðarforstöðumaður finnsku alþjóðamálastofnunarinnar, segir umskiptin í afstöðu Finna til aðildar að NATO hafa verið hvort tveggja skjót og afgerandi. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Flosi Þorgeirsson valdi 8 lög eftir AC/DC í tilefni af AC/DC rokkmessu á Húrra á morgun.
Vonbrigði - Skítseyði
The Human Beinz - Nobody but me
The Sparkles - No friend of mine
Extreme - Rise
AC/DC - Shoot to thrill (Flosi 1)
Smashing Pumpkins - Beguiled
UFO - Doctor doctor
Dr. Feelgood - Milk and alcohol
SÍMATÍMI
Bachman Tuner Overdrive - Taking care of business
AC/DC - Highway to hell (Flosi 2)
Slade - Cum on feel the noize (óskalag - Kiddi vídeó)
Quiet Riot - Cum on feel the noise
AC/DC - Live wire (Flosi 3)
Iron Maiden - Aces high (óskalag - Björn Akureyri)
The Raven Age - Fluer de lis
AC/DC - Back in black (Flosi 4)
Protomartyr - (Don?t you) Call out my name (óskalag - málarinn í miðbænum)
Ted Nugent & The Amboy Dukes - Baby please don?t go
Thor?s Hammer - I don?t care
Oasis - Roll with it
AC/DC - Touch too much (Flosi 5)
Neil Young & Crazy Horse - Love and only love
AC/DC - If you want blood (Flosi 6)
Black sabbath - The shining (óskalag - Jón Ingi)
Ian Hunter - Angel
AC/DC - For those bout to rock (Flosi 7)
AC/DC - Riff raff (Flosi 8)
Blönduð tónlist frá 10. áratug síðustu aldar.