19:23
Fuzz
Dóra Einars - Janis og Sabbath
Fuzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Dóra Einarsdóttir fata og búningahönnuður, Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00.

Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er platan Vol 4. Sem er fjórða hljóðversplata Black Sabbath. Hún kom út í september 1972 og verður því 50 ára á næsta ári.

Þetta er fyrsta plata Sabbath sem Rodger Bain stjórnar ekki upptökum á, heldur var Toni Iommi titlaður upptökustjóri. Hann á afmæli í dag, er 72 ára gamall.

Sveitin hóf upptökur á plötunni í Record Plant í Los Angeles í júní 1972 og ungu mönnunum fannst gaman að vinna í Ameríku, og kannski var stundum aðeins of gaman vegna þess að upptökurnar voru gegnsýrðar af kókaínneyslu. Þeir fengu reglulega senda stóra hátalara í hljóðverið segir sagan, sem voru fullir af durftinu hvíta.

Myndin sem prýðir umslag plötunna er grafísk og gul af Ozzy Osbourne með hendur á lofti og peace-merki á báðum höndum. Myndin var tekin á tónleikum í Birmingham Town Hall í janúar 1972 af náunga sem heitir Keith Macmillan.

Platan fékk yfirleitt ekki góða dóma þegar hún kom út en seldist samt í gull á innan við mánuði og hún varð fjórða plata Sabbath í röð til að seljast í milljón eintökum í Ameríku. Hún fór hæst í 13. sæti Bandaríska vinsældalistans og 8. sæti í Bretlandi.

Plötunni var fylgt eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Eftir það fór sveitin í fyrsta sinn til Ástralíu á fyrri hluta ársins 1972 og svo var túrað um Evrópu.

Var aðgengilegt til 20. maí 2021.
Lengd: 2 klst. 35 mín.
,