13:02
Samfélagið
Velferðarstörf og Covid. Blómaræktandinn. Gæludýr.
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkur: Síðasta ár með Cocid 19 ástandinu var mikil áskorun fyrir velferðarþjónustuna. Auk þess sem margir starfsmenn þurftu á ákveðnu tímabili að vera í sóttkví þá þurfti að finna lausnir á ótal vandamálum. Regína fer yfir það og hvaða lærdóm megi draga af því.

Gísli Jóhannsson blómaræktandi í Dalsgarði: Það er háannatími hjá blómabændum þessa dagana. En það er ekki bara háannatími þessa dagana, heldur nær alla daga og það er ekkert lát á vinsældum blóma. Blóm eru ekki lengur bara til hátíðabriðgða heldur hluti af hversdeginum og bændur hafa ekki undan við að anna eftirspurn.

Sabine Leskopf,borgarfulltrúi og formaður stýrihóps: Sabine er formaður stýrihóps sem var skipaður til að koma með tillögur um þjónustu við gæludýr í Reykjavík. Miklar breytingar verða á öllu utanumhaldi gæludýra hjá Reykjavíkurborg.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,