Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Eiríkur Jóhannsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Það er snúið að ferðast milli landa þegar strangar reglur gilda um sýnatökur og sóttkví. Bólusett fólk og fólk sem myndað hefur mótefni gegn covid-19 á ekki greiða leið yfir landamæri. Á vettvangi alþjóðasamtaka flugfélaga er unnið að útgáfu rafræns heilsupassa sem auðvelda á ferðalög. Kristján Sigurjónsson sagði okkur frá í spjalli um ferðamál.
Kynferðisleg friðhelgi, móttaka flóttamanna, breytingar á áfengislögum, lokun spilakassa og sérstakar umræður um Covid 19 og um loftslagsmál. Þetta og fleira kom til umræðu í þingsal í vikunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir það helsta í íslenskum stjórnmálum upp úr klukkan hálf átta.
Hvenær á að varðveita hús og hvenær má rífa hús? Við veltum þessu fyrir okkur á Morgunvaktinni í dag. Í gildi eru lög og reglur en þetta er líka tilfinningamál; hús geta haft gildi þótt það falli ekki nákvæmlega að þeim friðunar- og verndarstöðlum sem settir hafa verið. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, rabbaði um þessi mál við okkur.
Tónlist:
Rómans - Tómas R. Einarsson
Galvestone ? Glen Campbell
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkona sem heldur uppá 40 ára leikafmæli sitt um þessar mundir með því að leika í einu frægasta leikriti síðustu aldar. Hún hefur sem sagt leikið gríðarlega mörg og fjölbreytt hlutverk á ferlinum og svo er hún rithöfundur að auki og var að fá Fálkaorðuna nú í janúar. Við erum auðvitað að tala um Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Hún sat hjá okkur og sagði okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað frá frumsýningunni annað kvöld í Borgarleikhúsinu, þar sem hún leikur annað aðalhlutverkið í Sölumaður deyr eftir Arthur Miller, á móti Jóhanni Sigurðarsyni, bekkjabróður sínum, nú þegar fjörtíu ára útskriftarafmæli þeirra er á næsta leyti.
Sigrún Edda sat svo áfram hjá okkur Sigurlaugu Margréti í matarspjalli dagsins. Við fengum að vita hver er hennar uppáhaldsmatur og hvað henni þykir skemmtilegast að elda og.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Í fyrri hluta Hádegisins hlýðum við á örskýringu Atla Fannars Bjarkasonar um deilur Facebook og ástralskra stjórnvalda. Facebook lokaði á deilingu frétta ástralskra fjölmiðla á samskiptamiðlinum í Ástralíu. Lokunin var sem sagt svar samfélagsmiðlarisans við boðaðri löggjöf sem kveður á um að Facebook, Google og sambærilegir miðlar þurfi að greiða áströlskum fjölmiðlum höfundarlaun fyrir birtingu á efni þeirra. En hvað hefur Facebook eiginlega á móti fjölmiðlum í Ástralíu? Gæti verið svipað í vændum annars staðar í heiminum? Jafnvel í Evrópu, já eða hér á litla Íslandi? Atli Fannar útskýrir málið betur í örskýringu sinni - vikulegum lið hér í Hádeginu þar sem hann tekur fyrir flókin fyrirbæri og hugtök og útskýrir þau á einfaldan hátt.
Í síðari hluta þáttarins er fjallað um gagnaver. Þau hafa verið mikið í umræðunni að undaförnu, en fjöldi þeirra er starfræktur hér á landi. Þetta er umhverfivænn iðnaður, en mjög orkufrekur. Starfsemi eða hlutverk gagnavera er fjölbreytt, en meðal þess gagnaver sinna hér á landi er þjónusta við rafmyntir, þar á meðal Bitcoin. Sitt sýnist hverjum um hvort íslensk orka eigi að fara í það að skapa, það sem sumir kalla sýndarverðmæti. En gagnaver þjónusta ekki aðeins rafmyntir. Samtök iðnaðarins segja mikil tækifæri fólgin í uppbyggingu gagnavera hér á landi. Guðmundur Björn ræddi við Sigríði Mogensen, sviðsstjóra hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins.
Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Fyrsta innanlandssmitið í átta daga greindist í gær. Sá var í sóttkví. Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Fjórðungur farþega var ekki með vottorð.
Slakað var á sóttvörnum á skíðasvæðunum í dag, en þau mega nú taka við helmingi af leyfilegum hámarksfjölda. Skíðamenn gleðjast nú þegar styttist í vetrarfrí í mörgum skólum.
Lögreglan fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem var handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna morðsins í Rauðagerði. Að minnsta kosti níu manns frá fjórum löndum eru í haldi í tengslum við rannsóknina.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að vaxandi átök í Jemen leiði til enn meiri hörmunga í landinu. Hungursneyð blasi við milljónum verði ekkert að gert.
Líkur á að rýma þurfi hús á Seyðisfirði í varúðarskyni fara minnkandi eftir því sem jarðvegur í hlíðum þéttist og Veðurstofan lærir á nýtt landslag og mælitæki.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið áfram í aðra umferð forkeppni heimsmeistaramótsins 2023. Ísland tryggði sér efsta sæti riðilsins með sigri á Slóvakíu í gær.
Dánarfregnir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkur: Síðasta ár með Cocid 19 ástandinu var mikil áskorun fyrir velferðarþjónustuna. Auk þess sem margir starfsmenn þurftu á ákveðnu tímabili að vera í sóttkví þá þurfti að finna lausnir á ótal vandamálum. Regína fer yfir það og hvaða lærdóm megi draga af því.
Gísli Jóhannsson blómaræktandi í Dalsgarði: Það er háannatími hjá blómabændum þessa dagana. En það er ekki bara háannatími þessa dagana, heldur nær alla daga og það er ekkert lát á vinsældum blóma. Blóm eru ekki lengur bara til hátíðabriðgða heldur hluti af hversdeginum og bændur hafa ekki undan við að anna eftirspurn.
Sabine Leskopf,borgarfulltrúi og formaður stýrihóps: Sabine er formaður stýrihóps sem var skipaður til að koma með tillögur um þjónustu við gæludýr í Reykjavík. Miklar breytingar verða á öllu utanumhaldi gæludýra hjá Reykjavíkurborg.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki að væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér að hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað að væru áhugaverðir.
Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Á hverju ári verða slys af mannavöldum þar sem einstaklingar valda öðrum skaða. Við heyrum af slysunum en sjaldnast því sem á eftir kemur. Þrátt fyrir að um slys hafi verið að ræða þá reynist það flestum erfitt að lifa með það á samviskunni að hafa valdið öðrum skaða.
Þórður Gunnar Þorvaldsson þekkir þá reynslu vel. 26. maí 2004 var örlagaríkur dagur sem breytti öllu i hans lífi. Þá varð hann valdur að dauða konu þegar hann var að bakka bíl sínum úr stæði í miðborg Reykjavíkur.
Þórður ræðir um slysið og hvaða áhrif það hafði á líf hans í þættinum. Á einu augnabliki fór hann frá því að vera góður námsmaður og íþróttamaður yfir í að ráða ekki við lífið.
Rætt við Þórð Gunnar Þorvaldsson og séra Vigfús Bjarna Albertsson sjúkrahúsprest sem þekkir vel til slíkra mála. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Í þætti dagsins verður fjallað um nýsköpun í drykkjarvörum. Aftur verður haldið í Bárðardalinn þar sem Guðrún Sigríður Tryggvadóttir bóndi í Svartárkoti segir frá samstarfsverkefni nokkurra aðila í Bárðardal um framleiðslu á lífrænum drykkjarvörum. Meðal drykkja sem þróaðir verða er grasöl, drykkur sem mörg heimili í Bárðadal hafa bruggað í áratugi. Auk þess verður rætt við Björn Grétar Baldursson sem stefnir á að stofna gin- og viskiframleiðslu í Hrísey. Þetta verður í fyrri hluta þáttarins.
Í seinni hluta þáttar er rætt við Iðunni Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Landgræðslunni. Hún segir frá hvernig endurheimt votlendis er háttað hjá þeim landeigendum sem óska eftir aðstoð Landgræðslunnar við endurheimt votlendis.
Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild. Að þessu sinni er það platan Let England Shake með bresku tónlistarkonunni PJ Harvey, en hún kom út fyrir 10 árum síðan, í febrúar 2011.
Umsjón: Kristján Guðjónsson.
Útvarpsfréttir.
Umræður um menningu og listir.
Umsjónarmenn eru Anna Marsibil Clausen, Davíð Kjartan Gestsson, Guðni Tómasson, Snærós Sindradóttir, Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson.
Rætt um kvikmyndabálkinn Small Axe sem sýndur er á RÚV þessa dagana, nýja íslenska kvikmynd sem heitir Hvernig á að vera klassa drusla og smásagnasafnið Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur.
Gestir þáttarins eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur, Edda Kristín Sigurjónsdóttir deildarfultrúi myndlistardeildar LHÍ og Gunnar Ragnarsson kvikmyndarýnir og tónlistarmaður.
Umsjón hefur Davíð Kjartan Gestsson.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Brot úr Morgunvaktinni.
Dánarfregnir
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað um harmonikuleikarann Braga Hlíðberg sem sýndi undraverða leikni þegar hann kom fyrst fram 10 ára gamall og var orðinn landsfrægur strax á unglingsárum. Fjallað um fyrstu árin og leiknar upptökur þar sem hann spilar með hljómsveitum Carls Billich og Jan Morávek á plötum íslenskra söngvara á fyrri hluta sjötta áratugarins.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkona sem heldur uppá 40 ára leikafmæli sitt um þessar mundir með því að leika í einu frægasta leikriti síðustu aldar. Hún hefur sem sagt leikið gríðarlega mörg og fjölbreytt hlutverk á ferlinum og svo er hún rithöfundur að auki og var að fá Fálkaorðuna nú í janúar. Við erum auðvitað að tala um Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Hún sat hjá okkur og sagði okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað frá frumsýningunni annað kvöld í Borgarleikhúsinu, þar sem hún leikur annað aðalhlutverkið í Sölumaður deyr eftir Arthur Miller, á móti Jóhanni Sigurðarsyni, bekkjabróður sínum, nú þegar fjörtíu ára útskriftarafmæli þeirra er á næsta leyti.
Sigrún Edda sat svo áfram hjá okkur Sigurlaugu Margréti í matarspjalli dagsins. Við fengum að vita hver er hennar uppáhaldsmatur og hvað henni þykir skemmtilegast að elda og.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
Óskar Halldórsson les Grettis sögu. Óskar var einn fremsti og kunnasti lesari útvarpsins á sinni tíð. Grettis saga var síðasta verkefni hans af því tagi, enda hafði hann þá um skeið unnið að rannsóknum á sögunni. Óskar Halldórsson lést árið 1983 og var lestrinum útvarpað árið eftir. Óskar fæddist 27. október 1921 og í haust verða 100 ár liðin frá fæðingu hans.
Óskar Halldórsson les. (Áður flutt 1984)
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkur: Síðasta ár með Cocid 19 ástandinu var mikil áskorun fyrir velferðarþjónustuna. Auk þess sem margir starfsmenn þurftu á ákveðnu tímabili að vera í sóttkví þá þurfti að finna lausnir á ótal vandamálum. Regína fer yfir það og hvaða lærdóm megi draga af því.
Gísli Jóhannsson blómaræktandi í Dalsgarði: Það er háannatími hjá blómabændum þessa dagana. En það er ekki bara háannatími þessa dagana, heldur nær alla daga og það er ekkert lát á vinsældum blóma. Blóm eru ekki lengur bara til hátíðabriðgða heldur hluti af hversdeginum og bændur hafa ekki undan við að anna eftirspurn.
Sabine Leskopf,borgarfulltrúi og formaður stýrihóps: Sabine er formaður stýrihóps sem var skipaður til að koma með tillögur um þjónustu við gæludýr í Reykjavík. Miklar breytingar verða á öllu utanumhaldi gæludýra hjá Reykjavíkurborg.
Umræður um menningu og listir.
Umsjónarmenn eru Anna Marsibil Clausen, Davíð Kjartan Gestsson, Guðni Tómasson, Snærós Sindradóttir, Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson.
Rætt um kvikmyndabálkinn Small Axe sem sýndur er á RÚV þessa dagana, nýja íslenska kvikmynd sem heitir Hvernig á að vera klassa drusla og smásagnasafnið Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur.
Gestir þáttarins eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur, Edda Kristín Sigurjónsdóttir deildarfultrúi myndlistardeildar LHÍ og Gunnar Ragnarsson kvikmyndarýnir og tónlistarmaður.
Umsjón hefur Davíð Kjartan Gestsson.
Næturútvarp Rásar 1.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju, er mikill áhugamaður um náttúruljósmyndun og nýtir hverja lausa stund til að sinna þessu áhugamáli sínu. Nú er hann með sýningu á nokkrum mynda sinna á Glerártorgi á Akureyri. Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp á Glerártorg og spjallaði við Eyþór Inga um sýninguna hans.
Félagsráðgjafaþing fer fram í dag, en ekki er um hefðbundið þing að ræða að þessu sinni heldur afmælisdagskrá þar sem stuðst verður við tæknina. Guðný Björk Eydal deildarforseti Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands er ein þeirra sem flytur erindi en hún fjallar um hlutverk félagsráðgjafans við hamfarir. Guðný kom til okkar og sagði okkur frá starfi félagsráðgjafans.
Íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík hafa sameinast um að bjóða upp á námskeið í körfubolta og knattspyrnu fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir. Hjördís Baldursdóttir íþróttastjóri hjá Keflavík var á línunni og sagði okkur meira.
Við fengum reynslubolta til okkar í fréttir vikunnar. Þau Hugrún Halldórsdóttir, fjölmiðlakona, og íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi, Arnar Björnsson, komu til okkar og ræddu helstu tíðindi vikunnar.
Freyr Gígja Gunnarsson færði okkur svo fréttir af ríka og fræga fólkinu í Hégómavísindahorninu góða. Þar komu við sögu Britney Spears, breska konungsfjölskyldan og Óskarinn.
Tónlist:
GDRN og Auður - Hvað ef?
Sting - If you love somebody set them free.
Nýju fötin keisarans - Er ég tilbúinn að elska?
Gus Gus - Ladyshave.
Freddie Mercury - Living on my own.
Dolly Parton - 9 to 5.
Sálin hans Jóns míns - Sódóma.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 19. febrúar 2021
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Páll Óskar - Ég er bundinn fastur
Zara Larsson - Talk about love
New Radicals - You get what you give
DJ Jazzy Jeff 6 Fresh Prince - Sumertime
Þórunn Antonía - Out of touch
Bob Marley - Could you be loved
Weeknd - Save your tears
Nilsson - Without you
Emilia Torrini - Big Jumps
American Breed - Bend me, shape me
Housemartins - Five get over excited
Megas og Ágústa Eva - Lengi skal manninn reyna
10:00
Q4U - Böring
Jackie Wilson - Baby workout
Bjartmar - Negril
Tryggvi - Við erum eitt
Roxy Music - Dance away
Kc and the Sunshine band - Boogie shoes
Rag N Bone man - All you ever wanted
Björk - Afi
Rakel - Our favourite line
Linda aka Sand - Naked
Ed Sheeran - Afterglow
Friðrik Dór - Segðu mér
David Bowie - Blue Jean
Bríet - Fimm
11:00 - Lagalisti fólksins - Sumartónlist
Nýdönsk - Frelsið
FM Belfast - Par Avion
Mungo Jerry - In the summertime
Rammstein - Reise reise
Huginn - Veist af mér
Kinks - Sunny afternoon
Síðan Skein Sól - Bannað
Enrique Iglesias - Bailando
Soma - grandi vogar 2
C&C music factory - Things that makes you go hmmm...
Madonna - Holiday
Cure - Just like heaven -
Guðmundur Jónsson - lax lax lax
Amabadama - Hossahossa
12:00
Stuðmenn - Elsku vinur
REM - Losing my religion
Unnsteinn - Er þetta ást?
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fyrsta innanlandssmitið í átta daga greindist í gær. Sá var í sóttkví. Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Fjórðungur farþega var ekki með vottorð.
Slakað var á sóttvörnum á skíðasvæðunum í dag, en þau mega nú taka við helmingi af leyfilegum hámarksfjölda. Skíðamenn gleðjast nú þegar styttist í vetrarfrí í mörgum skólum.
Lögreglan fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem var handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna morðsins í Rauðagerði. Að minnsta kosti níu manns frá fjórum löndum eru í haldi í tengslum við rannsóknina.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að vaxandi átök í Jemen leiði til enn meiri hörmunga í landinu. Hungursneyð blasi við milljónum verði ekkert að gert.
Líkur á að rýma þurfi hús á Seyðisfirði í varúðarskyni fara minnkandi eftir því sem jarðvegur í hlíðum þéttist og Veðurstofan lærir á nýtt landslag og mælitæki.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið áfram í aðra umferð forkeppni heimsmeistaramótsins 2023. Ísland tryggði sér efsta sæti riðilsins með sigri á Slóvakíu í gær.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Matthías Már Magnússon og Lovísa Rut Kristjánsdóttir
Dúndur stemning í Popplandi dagsins, enda föstudagur, allskonar tónlist, nýtt og gamalt í bland og þessar helstu tónlistarfréttir. Cell7 og Hildur kíktu í heimsókn með nýtt lag. Arnar Eggert og Andrea Jónsdóttir komu og gerðu upp plötu vikunnar, Þorralögin sem Ragga Gísla og Spraðabassarnir voru að senda frá sér.
Björgvin Halldórsson - Eina Ósk
Fleetwood Mac - Gypsy
Jessie J. - Price Tag
Kings of Leon - The Bandit
SG Lewis - Feel The Fire
James Brown - Living in America
TLC - No Scrubs
Brandy - The Boy is Mine
Talking Heads - Once in a Lifetime
Red Riot - Bounce Back
Bombay Bicycle Club - Always Like This
Jeff Who - Barfly
Arcade Fire - Keep The Car Running
Hot Chip - Boy From School
Foxy Brown - Oh Yeah
Ultraflex - Never Forget My Baby
Beastie Boys - Make Some Noise
Prins Póló - Vetrarfrí ft. Memfismafían & K.Óla
Benee - Supalonely
Rakel - Our Favorite Line
Aretha Franklin - Think
Greentea Peng - Spells
Gus Gus - Stay The Ride
Ragga Gísla & Spraðabassarnir - Þorragleðigleðigleðigaman
Madonna - Vogue
Sálin Hans Jóns Míns - Krókurinn
Madness - Embarrassment
Rolling Stones - Start Me Up
SG Lewis - One More ft. Nile Rogers
Olivia Rodrigo - Drivers License
Friðrik Dór - Segðu Mér
Caamp - Officer of Love
Bríet - Fimm
Lauryn Hill - Doo Wop (That Thing)
Sister Sledge - Thinking Of You
Sykur - Loving None
White Stripes - Fell In Love With A Girl
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Bólusetningar eru í fullum gangi og er þeim stýrt af heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins - við heyrum í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur hjúkrunarfræðingi hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Íslandsstofa hefur lagt kapp á að halda Íslandi á heimskortinu þrátt fyrir faraldur og algert hrun í ferðalögum og þjónustu við ferðalanga. Árangurinn má meðal annars mæla í umfjöllun, en alls birtust meira en 1.800 greinar og fréttir um Ísland sem áttu uppruna sinn í samskiptum Íslandsstofu við fjölmiðla eða fjölluðu um verkefni á hennar vegum á síðasta ári. Og það er talið að náðst hafi til 750 milljón neytenda um allan heim. Sveinn Birkir Björnsson er forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu.
Tinna Marína Jónsdóttir vakti fyrst athygli í fyrstu Idol-stjörnuleit keppninni. Fyrir tveimur árum greindist hún með MS sjúkdóminn en lét það ekki stoppa sig í líkamsræktinni. Í dag býr hún í Noregi þar sem hún er Noregsmeistari í ólympískum lyftingum. Ekki nóg með það heldur vinnur hún einnig á olíuborpalli. Við heyrum í henni á eftir.
Atvinnuleysi hefur aukist mikið hér á landi í covid-kreppunni eins og komið hefur fram og við var að búast. Atvinnuleysi hefur almennt verið lítið á Íslandi og minna en á hinum Norðurlöndunum en nú virðist landið skera sig úr og atvinnuleysi vera töluvert meira hér en á Norðurlöndunum - að því er virðist í fyrsta skipti í sögunni. Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum hefur rýnt í þessar tölur og hann ætlar að spjalla við okkur á eftir.
En við byrjum í Grikklandi, því mikil snjókoma og kuldi hefur hrjáð íbúa Aþenu síðastliðna daga og þótt nú hafi hlýnað og hlánað er rafmangsleysi víða og samgöngur og daglegt líf sem fóru úr skorðum enn ekki komið í fullan gang. Þóra Valsteinsdóttir býr í Aþenu.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttastofa RÚV.
Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Gestur þáttarins að þessu sinni er Dóra Einarsdóttir fata og búningahönnuður, Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00.
Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.
Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er platan Vol 4. Sem er fjórða hljóðversplata Black Sabbath. Hún kom út í september 1972 og verður því 50 ára á næsta ári.
Þetta er fyrsta plata Sabbath sem Rodger Bain stjórnar ekki upptökum á, heldur var Toni Iommi titlaður upptökustjóri. Hann á afmæli í dag, er 72 ára gamall.
Sveitin hóf upptökur á plötunni í Record Plant í Los Angeles í júní 1972 og ungu mönnunum fannst gaman að vinna í Ameríku, og kannski var stundum aðeins of gaman vegna þess að upptökurnar voru gegnsýrðar af kókaínneyslu. Þeir fengu reglulega senda stóra hátalara í hljóðverið segir sagan, sem voru fullir af durftinu hvíta.
Myndin sem prýðir umslag plötunna er grafísk og gul af Ozzy Osbourne með hendur á lofti og peace-merki á báðum höndum. Myndin var tekin á tónleikum í Birmingham Town Hall í janúar 1972 af náunga sem heitir Keith Macmillan.
Platan fékk yfirleitt ekki góða dóma þegar hún kom út en seldist samt í gull á innan við mánuði og hún varð fjórða plata Sabbath í röð til að seljast í milljón eintökum í Ameríku. Hún fór hæst í 13. sæti Bandaríska vinsældalistans og 8. sæti í Bretlandi.
Plötunni var fylgt eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Eftir það fór sveitin í fyrsta sinn til Ástralíu á fyrri hluta ársins 1972 og svo var túrað um Evrópu.