11:03
Mannlegi þátturinn
Sigrún Edda föstudags- og matarspjallsgestur
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkona sem heldur uppá 40 ára leikafmæli sitt um þessar mundir með því að leika í einu frægasta leikriti síðustu aldar. Hún hefur sem sagt leikið gríðarlega mörg og fjölbreytt hlutverk á ferlinum og svo er hún rithöfundur að auki og var að fá Fálkaorðuna nú í janúar. Við erum auðvitað að tala um Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Hún sat hjá okkur og sagði okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað frá frumsýningunni annað kvöld í Borgarleikhúsinu, þar sem hún leikur annað aðalhlutverkið í Sölumaður deyr eftir Arthur Miller, á móti Jóhanni Sigurðarsyni, bekkjabróður sínum, nú þegar fjörtíu ára útskriftarafmæli þeirra er á næsta leyti.

Sigrún Edda sat svo áfram hjá okkur Sigurlaugu Margréti í matarspjalli dagsins. Við fengum að vita hver er hennar uppáhaldsmatur og hvað henni þykir skemmtilegast að elda og.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,