16:05
Síðdegisútvarpið
19.febrúar
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Bólusetningar eru í fullum gangi og er þeim stýrt af heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins - við heyrum í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur hjúkrunarfræðingi hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Íslandsstofa hefur lagt kapp á að halda Íslandi á heimskortinu þrátt fyrir faraldur og algert hrun í ferðalögum og þjónustu við ferðalanga. Árangurinn má meðal annars mæla í umfjöllun, en alls birtust meira en 1.800 greinar og fréttir um Ísland sem áttu uppruna sinn í samskiptum Íslandsstofu við fjölmiðla eða fjölluðu um verkefni á hennar vegum á síðasta ári. Og það er talið að náðst hafi til 750 milljón neytenda um allan heim. Sveinn Birkir Björnsson er forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu.

Tinna Marína Jónsdóttir vakti fyrst athygli í fyrstu Idol-stjörnuleit keppninni. Fyrir tveimur árum greindist hún með MS sjúkdóminn en lét það ekki stoppa sig í líkamsræktinni. Í dag býr hún í Noregi þar sem hún er Noregsmeistari í ólympískum lyftingum. Ekki nóg með það heldur vinnur hún einnig á olíuborpalli. Við heyrum í henni á eftir.

Atvinnuleysi hefur aukist mikið hér á landi í covid-kreppunni eins og komið hefur fram og við var að búast. Atvinnuleysi hefur almennt verið lítið á Íslandi og minna en á hinum Norðurlöndunum en nú virðist landið skera sig úr og atvinnuleysi vera töluvert meira hér en á Norðurlöndunum - að því er virðist í fyrsta skipti í sögunni. Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum hefur rýnt í þessar tölur og hann ætlar að spjalla við okkur á eftir.

En við byrjum í Grikklandi, því mikil snjókoma og kuldi hefur hrjáð íbúa Aþenu síðastliðna daga og þótt nú hafi hlýnað og hlánað er rafmangsleysi víða og samgöngur og daglegt líf sem fóru úr skorðum enn ekki komið í fullan gang. Þóra Valsteinsdóttir býr í Aþenu.

Var aðgengilegt til 19. febrúar 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,