Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 6. nóvember 2016: Þátturinn í dag er tileinkaður furðusögum, skrímslum og fyrirbærum sem erfitt er að festa hendur á. Hvernig verða draugasögur til? Er líklegt að slíkar sögur verði til með sama hætti í dag? Rætt er við sálarrannsakendur, næmt fólk og skrímslafræðing.
Dagskrárgerð: Halla Ólafsdóttir, Rögnvaldur Már Helgason og Dagur Gunnarsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er platan Sirius með írsku hljómsveitinni Clannad sem út kom árið 1987. Platan var nokkuð umdeild á sínum tíma og þótti sveitin fara þar töluvert langt frá sínum keltneska tónlistararfi og færast nær amerískum áhrifum.
Platan inniheldur 10 lög.
Hlið 1:
In Search of a Heart
Second Nature
Turning Tide
Skellig
Stepping Stone
Hlið 2:
White Fool - ásamt Steve Perry
Something to Believe In - ásamt Bruce Hornsby
Live and Learn
Many Roads
Sirius
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir


frá Veðurstofu Íslands.
Í þáttaröðinni fjallar Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður um fyrstu fótboltamennina frá gömlu Júgóslavíu sem komu til Íslands á árunum 1989-1992 til að spila fótbolta og settust svo hér að. Framleiðandi: Þorgerður E. Sigurðardóttir. Hljóðmynd: Jón Þór Helgason.
Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Í þættinum er upphafið rakið þegar fyrstu Balkanmennirnir komu í íslensku deildina árið 1989 og þegar þeim byrjar að fjölga ári síðar. Af hverju komu þessir menn til Íslands? Rætt er við Luka Lúkas Kostic, Goran Kristófer Micic, Salih Heimi Porca, Izudin Daða Dervic og Rúnar Kristinsson.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Það sem bar hæst í fréttum vikunnar gerðist utan landsteinanna en þó nær okkur en oft þegar um erlendar fréttir er að ræða. Bandaríkin lögðu hald á rússneskt skip innan efnahagslögsögu Íslands, og í kjölfar árásarinnar á Venesúela hefur þrýstingur á Grænland aukist.
Hér heima urðu hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar, nánar tiltekið í ráðherraflokki Flokks fólksins. Guðmundur Ingi Kristinsson tilkynnti að hann hygðist láta af embætti mennta og barnamálaráðherra vegna veikinda. Inga Sæland tilkynnti í gær að hún hygðist taka við mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ragnar Þór Ingólfsson kemur nýr inn í hennar stað í embætti félags- og húsnæðismalaráðherra.
Svo eru fólk um allt land farið að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Flokkar og framboð búa sig undir að stilla upp listum og hinir og þessir eru að leggjast undir feld varðandi framboð.

Tónlist héðan og þaðan
Útvarpsfréttir.
Formaður Kennarasambands Íslands, vill framtíðarsýn í lausnum á lestrarvanda barna. Hann segir að því fylgi óstöðugleiki í málaflokknum að skipt hafi verið þrisvar um ráðherra mennta- og barnamála á kjörtímabilinu.
Yfirvöld í Íran mæta mótmælendum af hörku, tugir hafa verið drepnir og spítalar höfuðborgarinnar yfirfullir eftir nóttina. Írönsk yfirvöld hóta hámarksrefsingu fyrir að taka þátt í mótmælunum.
Leikskólastjóri óttast að flokkapólitík og yfirvofandi sveitarstjórnarkosningar verði til þess að Reykjavíkurleiðin svokallaða í leikskólamálum verði ekki farin. Starfsfólk sé orðið langeygt eftir breytingum og margir kosið að hverfa til starfa í öðrum sveitarfélögum.
Bandaríkjaforseti segist verða að taka Grænland áður en Rússar eða Kínverjar geri það. Það ætli hann að gera, með góðu eða illu.
Á þriðja þúsund rafbíla var seldur í nóvember og desember áður en reglum um styrki og vörugjald var breytt. Rafbílar eru að verða ódýrari í innkaupum en bensínbílar auk þess að vera ódýrari í rekstri segir sviðsstjóri hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Ríkisútvarpið heldur ekki söngvakeppni með hefðbundnu sniði í ár. Þetta segir dagskrárstjóri RÚV. Ekki hefur verið ákveðið hvað kemur í staðinn.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Eftir að Borgar Magnason kynntist kontrabassanum voru örlög hans ráðin, ekkert komst að nema tónlist upp frá því. Á síðustu árum hefur hann starfað með fjölda tónlistarmanna og helst samið tónlist fyrir verkefni annarra, fyrir myndlist, kvikmyndir og leikhús, en setur líka saman músík fyrir sjálfan sig þegar færi gest.
Lagalisti:
Óútgefið - Voyages / Cue 2
Óútgefið - Faðirinn: Eftirleikur
Óútgefið - Smán: Harmljóð
Óútgefið - Skriða (brot)
Come Closer - Going Gone
Óútgefið - Voyages / Cue 15
Óútgefið - Sometimes We Look Up
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Fjallað er um vinsældir klifurs á Íslandi og hvað veldur því að íþróttin höfðar til svo fjölbreytts hóps fólks. Leitast er við að svara spurningum um hvernig klifur byrjaði á Íslandi, hvers vegna klifur hefur orðið svo vinsælt á síðustu árum og hvernig það varð hluti af íslensku íþróttalífi.
Viðmælendur þáttarins eru meðal annars Björn Baldursson, fyrsti Íslendingurinn sem keppti í klifri á alþjóðlegu móti, og Valdimar Björnsson, einn fremsti klettaklifrari landsins, auk Reynis Ólafssonar, sem hefur keppt fyrir Íslands hönd í klifri. Upptökur heyrast af Þorgerði Þórólfsdóttur að leiða sportklifurleið í Gimlukletti á Hnappavöllum, Þórður Sævarsson veitir
henni ráð.
Þátturinn varpar ljósi á þróun klifurs á Íslandi, frá upphafi klettaklifurs fyrir tæpum fimmtíu árum, yfir í innanhússklifur á tilbúnum veggjum sem nú hefur orðið sjálfstæð íþrótt. Jafnframt er skoðað hvernig keppnisklifur hefur þróast, meðal annars með þátttöku Íslands í alþjóðlegum mótum eins og Ólympíuleikunum og heimsmeistaramótum.
Umsjón Elísabet Thea Kristjánsdóttir.
Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Gestur Ævars Kjartanssonar og Páls Skúlasonar er Jónas H Haralz fyrrum bankastjóri. Umræðuefni: Hagstjórn

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Djöflarnir er pólitísk satíra og umdeildasta bók Fjodors Dostojevskís. Hún fjallar um hóp róttæklinga í rússneskum smábæ á síðari hluta 19. aldar sem setur allt á annan endann. Markmiðið er bylting. Stóra samsærið snýst allt um hina dularfullu og myrku aðalpersónu Níkolaj Stavrogín og hina slóttugu hjálparhönd hans Pjotr Verkhovenskí.
Þetta er skáldsaga um blekkingar, svik, róttækni og öfgar. Hún fjallar um það hvernig hugmyndir geta smitast og heltekið menn, gert þá andsetna af þeim. Tómarúmið sem myndast þegar guð er dauður og örvænting og öfgar færa til markstangir stjórnmálanna, það tómarúm fyllist oft af einhverju sem tekur yfir án miskunnar og stundum án skynsemi.
Viðmælandi: Gunnar Þorri Pétursson.

Fréttir

frá Veðurstofu Íslands

Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Kvartett Bill Evans og Stan Getz flytur lögin Melinda, My Heart Stood Still, Grandfather's Waltz, But Beautiful, Night and Day og Funkallero. Kvartett Oscars Peterson flytur lögin Backyard Blues, Nigerian Marketplace, Satin Doll, Hymn To Freedom og Sushi. Ella Fitzgerald syngur með hinum og þessum hljómsveitum lögin Sophisticated Lady, Autumn In New York, Midnight Sun, I Can't Get Started, Stormy Weather og Blues In The Night.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009
Lesið úr minningum Ingunnar Jónsdóttur sem fæddd var árið 1855 að Melum í Hrútafirði og lést 1947. Ingunn segir frá því þegar hún var ráðskona hjá bróður sínum, prestinum í Bjarnanesi við Hornafjörð um 1875 og ferðalaginu austur sem tók 2 mánuði.
Lesið úr Gömul kynni sem út kom hjá Þorsteini M. Jónssyni árið 1946. Lesari með umsjónarmanni Bryndís Þórhallsdóttir
Umsjón Birgir Sveinbjörnsson


frá Veðurstofu Íslands

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Það er harmonkudagur hjá Litlu flugunni.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Það sem bar hæst í fréttum vikunnar gerðist utan landsteinanna en þó nær okkur en oft þegar um erlendar fréttir er að ræða. Bandaríkin lögðu hald á rússneskt skip innan efnahagslögsögu Íslands, og í kjölfar árásarinnar á Venesúela hefur þrýstingur á Grænland aukist.
Hér heima urðu hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar, nánar tiltekið í ráðherraflokki Flokks fólksins. Guðmundur Ingi Kristinsson tilkynnti að hann hygðist láta af embætti mennta og barnamálaráðherra vegna veikinda. Inga Sæland tilkynnti í gær að hún hygðist taka við mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ragnar Þór Ingólfsson kemur nýr inn í hennar stað í embætti félags- og húsnæðismalaráðherra.
Svo eru fólk um allt land farið að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Flokkar og framboð búa sig undir að stilla upp listum og hinir og þessir eru að leggjast undir feld varðandi framboð.

Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Bjarni Arason hefur verið einn vinsælasti söngvari þjóðarinnar allt frá því hann sló í gegn sem látúnsbarkinn árið 1987. Í dag starfar Bjarni sem hótelstjóri auk þess að syngja í veislum og jarðarförum. Hann treður svo upp með stórsveit Reykjavíkur í Hörpu um helgina. Bjarni kom í skemmtilega fimmu og spjall.
Að vanda voru fimmur síðasta árs rifjaðar upp og að þessu sinni heyrum við brot frá Steini Jóhannssyni, Margréti Rós Harðardóttur og Dagrúnu Ósk Jónsdóttur


Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Góð tónlist, laugardagsspjall og góður gestur.
Tónlist þáttarins:
Mannakorn - Einhversstaðar einhverntímann aftur.
BJÖRK - Brestir Og Brak.
RÍÓ - Á Pöbbinn.
Robyn - Dopamine.
Hermann Gunnarsson - Einn dans við mig.
Bubbi Morthens - Serbinn.
Young, Lola - One Thing.
ÞÓRUNN ANTONÍA - Too late.
EGILL SÆBJÖRNSSON - I Love You So.
Grýlurnar - Don't think twice.
Útvarpsfréttir.
Formaður Kennarasambands Íslands, vill framtíðarsýn í lausnum á lestrarvanda barna. Hann segir að því fylgi óstöðugleiki í málaflokknum að skipt hafi verið þrisvar um ráðherra mennta- og barnamála á kjörtímabilinu.
Yfirvöld í Íran mæta mótmælendum af hörku, tugir hafa verið drepnir og spítalar höfuðborgarinnar yfirfullir eftir nóttina. Írönsk yfirvöld hóta hámarksrefsingu fyrir að taka þátt í mótmælunum.
Leikskólastjóri óttast að flokkapólitík og yfirvofandi sveitarstjórnarkosningar verði til þess að Reykjavíkurleiðin svokallaða í leikskólamálum verði ekki farin. Starfsfólk sé orðið langeygt eftir breytingum og margir kosið að hverfa til starfa í öðrum sveitarfélögum.
Bandaríkjaforseti segist verða að taka Grænland áður en Rússar eða Kínverjar geri það. Það ætli hann að gera, með góðu eða illu.
Á þriðja þúsund rafbíla var seldur í nóvember og desember áður en reglum um styrki og vörugjald var breytt. Rafbílar eru að verða ódýrari í innkaupum en bensínbílar auk þess að vera ódýrari í rekstri segir sviðsstjóri hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Ríkisútvarpið heldur ekki söngvakeppni með hefðbundnu sniði í ár. Þetta segir dagskrárstjóri RÚV. Ekki hefur verið ákveðið hvað kemur í staðinn.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.

Fréttastofa RÚV.

Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Borgarfræðingurinn Björn Teits mætir með fullt farteski af lögum í þessum fyrsta þætti ársins af Lagalistanum.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
