Bjarki Þór Grönfeldt, Guðveig Lind Eyglóardóttir og Magnús Magnússon
Það sem bar hæst í fréttum vikunnar gerðist utan landsteinanna en þó nær okkur en oft þegar um erlendar fréttir er að ræða. Bandaríkin lögðu hald á rússneskt skip innan efnahagslögsögu Íslands, og í kjölfar árásarinnar á Venesúela hefur þrýstingur á Grænland aukist.
Hér heima urðu hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar, nánar tiltekið í ráðherraflokki Flokks fólksins. Guðmundur Ingi Kristinsson tilkynnti að hann hygðist láta af embætti mennta og barnamálaráðherra vegna veikinda. Inga Sæland tilkynnti í gær að hún hygðist taka við mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ragnar Þór Ingólfsson kemur nýr inn í hennar stað í embætti félags- og húsnæðismalaráðherra.
Svo eru fólk um allt land farið að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Flokkar og framboð búa sig undir að stilla upp listum og hinir og þessir eru að leggjast undir feld varðandi framboð.
Frumflutt
10. jan. 2026
Aðgengilegt til
10. jan. 2027
Vikulokin
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.