13:00
Samfélagið
Konukot í nýju húsnæði, upplýsingaóreiða og gervigreind, Kvæðamannafélagið Iðunn

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, opnaði á nýjum stað í Ármúla í gær. Skýlið hafði verið til húsa í Eskihlíð í um tvo áratugi en nýja húsið er stærra og hentar betur þörfum starfseminnar. Þetta eru mikil tímamót fyrir Konukot og Rótina, félagssamtökin sem reka Konukot, og Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastýra Rótarinnar ætlar að setjast hjá okkur í upphafi þáttar og segja okkur hvað þetta hefur í för með sér.

En það er sífellt erfiðara að greina á milli hvers er satt og logið á samfélagsmiðlum; talað er um vaxandi upplýsingaóreiðu og hugtök eins og netsvik, falsfréttir og rangupplýsingar heyrast gjarnan í þessu samhengi og gervigreindin virðist bara ætla að gera illt verra. Haukur Brynjarsson, og Skúli Bragi Geirdal frá Netvís ætla að kíkja til okkar og fjalla um þetta.

Og í lok þáttar ætlar Bára Grímsdóttir, formaður kvæðamannafélagsins Iðunnar, að heimsækja okkur og fara yfir kvæðamálin. Fyrsti viðburður ársins hjá félaginu verður haldinn í kvöld, þar sem gestir geta kveðist á og fræðst um forna vætti og lírukassa.

Tónlist úr þættinum:

Dina Ögon - Milton.

Oyama hljómsveit - The Bookshop.

David Bowie - Breaking Glass

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,