Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 30. október 2016: Spáð er í þarfir nemenda í stórum sem smáum skólum og hvaða verkefni sem lærlingar í húsasmíði takast á við, hvaða húsnæði hentar tónlistarnemum og hvernig menn skipta skólaárinu í spannir á Egilsstöðum.
Dagskrárgerð: Dagur Gunnarsson, Rúnar Snær Reynisson, Rögnvaldur Már Helgason og Þórgunnur Odssdóttir
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er Rigtige mænd (gider ikke høre mere vrøvl) með dönsku hljómsveitinni TV 2. Platan kom út 1985 og var mest selda plata ársins í Danmörku. Umsjónarmaður er Bogi Ágústsson og Kormákur Marðarson er upptökustjóri.
Hljómsveitin TV 2 var stofnuð 1981 í Árósum og starfar enn þann dag í dag. Félagarnir í TV 2 höfðu sumir áður starfað saman í hljómsveit sem nefndist Taurus og raunar halda sumir aðdáendur því fram að nafnið TV 2 standi fyrir Taurus Version 2, Taurus, önnur útgáfa.
Sveitin hefur ætíð notið mikilla vinsælda í Danmörku þó að þeir kalli sjálfa sig stundum leiðinlegustu hljómsveit Danmerkur. TV 2 hefur verið dugleg við að halda tónleika og koma fram á tónlistarhátíðum og jafnframt hafa þeir, og Steffen Brandt einn, unnið með fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum. Sveitin hélt upp á 45 ára starfsafmæli á tónlistarhátíðinni Smukfest í ágúst og blaðadómar um þá tónleika voru afar lofsamlegir. Í Aarhus Stiftstidende skrifaði gagnrýnandi að TV-2 væri enn sprellifandi, eldmóðurinn væri augljós og áhorfendur hefðu fagnað innilega gráhærðu hetjunum frá Árósum. Í Berlingske var fjallað um tónleika fyrr á árinu í Royal Arena í Kaupmannahöfn og skrifað Takk, TV-2 fyrir fimm stjörnu kvöld. Hvílík veisla. Sikke en fest!
Það er engu skrökvað þó að því sé haldið fram að Steffen Brandt sé allt í öllu í sveitinni, hann er aðalsöngvarinn og laga- og textahöfundur. Tónlist hans hefur verið lýst sem minimalísku rokki og textarnir eru margbrotnir, frá ástarsöngvum til háðsádeilu og samfélagslegrar gagnrýni. Húmorinn er sjaldan langt undan, sem og kaldhæðni í klókindalegum og stríðnislegum textum. Berlingske skrifar að textarnir fjalli um alvöru lífsins með húmor, sjálfshæðni og satírískri samfélagsgagnrýni.
Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Frá 26. október 2013, fyrsti vetrardagur
Umsjón: Svava Tómasdóttir
Haustið 1947 syngur kvennasveitin Sweet systur nokkur vel valin lög í útvarp allra landsmanna. Lakkplatan safnar svo ryki í geymslum útvarps þar til að dagskrárgerðarmaður rekst á hana árið 2025. Hverjar voru Sweet systur? Að finna nöfn söngkvennanna reynist þrautin þyngri enda nöfn kvenna ekki alltaf skráð á spjöld sögunnar. En leitin varpar ljósi á horfna menningu sem blómstraði á fimmta áratug síðustu aldar, þegar ungar stúlkur stofnuðu söngsveitir og skemmtu landanum.
Umsjón: Halla Harðardóttir.

Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir kynntust árið 1994 þegar þær byrjuðu í Austurbæjarskóla og hafa verið vinkonur síðan þá.
Í þáttaröðinni velta þær fyrir sér hvað „vinkonur“ eiginlega eru – og skoða sérstaklega hvernig vináttan fullorðnast.
Þær grafa upp gömul samskipti sín á milli og afhjúpa ýmislegt sem þær ætluðu aldrei að segja nokkrum lifandi manni.
Fleiri vinkonur koma líka við sögu.
Í þessum þriðja og síðasta þætti fá Halla og Ásrún til sín aðrar vinkonur – á öllum aldri – sem segja frá sínum vinkonum og þeirra sambandi. Aristóteles sagði vináttu byggja á sjálfsást. Hver tengist vinkonu sinni eins og sjálfri sér, því vinkonan er í raun annað sjálf.
Viðmælendur/þátttakendur: Anna Guðrún Tómasdóttir. Björg Ákadóttir, Brynhildur Eldjárn, Dagný Kristjánsdóttir, Eva Rún Snorradóttir, Ingveldur Eva Hölludóttir, Kaj Embl Baldurs, Margrét Hergils Owensdóttir, Marta Ákadóttir, Ólöf Árný Antonsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Una Erlín Baldursdóttir og Vilborg Ólafsdóttir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins voru þeir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. Þeir ræddu meðal annars um lög um kílómetragjald sem tóku gildi um áramótin og áhrif þess á neytendur og ferðaþjónustuna.

Venesúelabúinn María Corina Machado fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2025. Hún er 56 ára gömul og hefur barist gegn einræðisstjórnum Hugo Chavez og Nicolas Maduro í bráðum þrjá áratugi. Hún er helsti og þekktasti stjórnarandstæðingurinn í Venesúela.
Hver er þessi kona og um hvað snýst barátta hennar?
Saga hennar er sögð í þessum þætti. Rætt er við innlenda og erlenda sérfræðinga og stjórnmálaskýrendur um ástandið í Venesúela og horft fram á veginn í baráttu Maríu Corinu við stjórn Nicolas Maduro.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Steinunn Eldflaug Harðardóttir lagði fyrir sig myndlist framan af, en tónlistin togaði þó í hana og varð á endanum hennar listgrein, enda fannst henni meira frelsi í tónlistinni. Að því sögðu þá segist hún gjarnan hugsa um tónlist eins og myndlist og reynir að skipuleggja tónleika til að skapa sem mesta upplifun fyrir áheyrendur líkt og þeir væru að koma á listsýningu.
Lagalisti
Húðlitað klám - Vivaldi konsert í A-moll 1:00
Rokk og róleg lög - Wolksvagon
Rokk og róleg lög - Póníhestarnir
Glamúr í geimnum - Ráðabrugg Villikattanna
Glamúr í geimnum - Draumar töframannsins
Nótt á hafsbotni - Gamli fjandi
Þrífðu þetta hland - Svínin hyllt
Our Atlantis - The Sphinx
Óútgefið - Margfætlusjónaukinn
Óútgefið - Ljómþokur
Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Umsjónarmenn ræða við Þóru Ellen Þórhallsdóttur, prófessor í grasafræði, um náttúruvernd í þætti frá 2010
Í þættinum rifjar Pétur Grétarsson upp aðdragandann að stofnum Stórsveitar Reykjavíkur og hugar líka að uppruna stórsveitartónlistarinnar, sem helst í hendur við uppruna djasstónlistarinnar og hægt er að rekja hundrað ár aftur í tímann.
Rætt er við liðsmenn Stórsveitar Reykjavíkur, stofnendur hennar og stjórnendur fyrr og nú í þættinum.

Fréttir
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um valdarán hersins í Chile fyrir hálfri öld, 11. september 1973, og endalok forsetatíðar sósíalistans Salvadors Allende.

Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Kvartett Einars Iversen leikur lögin Swedish Pastry, Bernie's Tune, Lover Man, I May Be Wrong, S'Wonderful og Ain't Misbehavin'. Kjell Karlsen og félagar leika lögin Practically Duke, Dear George, Thumber, Blue Daniel, Scrapple From The Apple, Fair Weather og Five Spot After Dark. Thomas Huber & Jazz Connection flytja lögin Strange Excuse, Squash At Two, I Knew, Pep Talk og Flamba. Kristinn Svavarsson og félagar hans leika lögin Put Your Head On The Shoulder, Ó borg mín borg, Tvær stjörnur, Blendnar tilfinningar og Samferða.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Bing Crosby söng sig inn í hjörtu heimsins með laginu White Christmas, eftir Irving Berlin, sem varð eitt vinsælasta jólalag allra tíma. Textinn hefur verið endursaminn á fjölda annarra tungumála og íslenska er þar engin undantekning. Fleiri en ein útgáfa er til af því á íslensku. Í þættinum eru leiknar ýmsar útgáfur af laginu White Christmas og á margvíslegum tungumálum.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009
Í tímaritinu Iðunni 1924 birtist grein eftir Einar H. Kvaran:
Af Álftanesi, heitir sú grein og segir frá reimleikum á Bessastöðum
Lesari með umsjónarmanni; Sigríður Kristín Jónsdóttir.
Umsjón Jón Ormar Ormsson


frá Veðurstofu Íslands

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan dregur fram upptökur með íslenskum karlakvartettum.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins voru þeir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. Þeir ræddu meðal annars um lög um kílómetragjald sem tóku gildi um áramótin og áhrif þess á neytendur og ferðaþjónustuna.

Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Fyrsti gestur á nýju ári var fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Askur Hrafn Hannesson er kornungur aðgerðarsinni og jafngamall Gretu Thunberg. Hann hefur verið formaður ungliðahreyfingar Amnesty og unnið með No Borders og UN Women og stundar nú nám í guðfræði. Askur kom í skemmtilega fimmu og sagði af fimm manneskjum sem hafa haft áhrif á líf hans.
Gleðilegt nýtt ár elsku hlustendur!
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Gísli Marteinn og Saga spjalla við Kristínu Þóru um markmiðasetningu, kulnun, gusur og fleira.
Eggert Þorleifsson - Harmsöngur Tarzans.
Rosalía - La Perla
Emilíana Torrini - I really loved Harold
Alaska1867 - SMS.
OF MONSTERS & MEN - Wild Roses.
RAYE söngkona - WHERE IS MY HUSBAND!.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - Er hann sá rétti?.
VALDIMAR - Karlsvagninn.
Glor pa vinduer - Trine Dyrholm
Spacestation - Í draumalandinu.
McKee, Maria - Show me heaven.
BRUCE SPRINGSTEEN - Born to run.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.
Helgarútgáfan heilsaði á nýju ári og ferskari en aldrei fyrr. Hinn skeleggi íþróttafréttamaður Almarr Ormarson leit við og sagði okkur frá úrslitaviðureigninni á Heimsmeistaramótinu í pílukasti sem þá var fram undan um kvöldið og einnig kjöri á Íþróttamanni ársins.
Síðar fengum við poppskríbentana Margréti Erlu Maack og Óla Dóra sem bæði eru plötusnúðar vinsælir og dagskrárgerðarfólki í útvarpi til að setjast yfir tónlistarárið 2025 bæði á heimsvísu og hér heima.
Og úr varð bráðskemmtilegur lagalisti þáttarins:
Frá kl. 12:40
JÓN JÓNSSON, UNA TORFA - Vertu hjá mér
CMAT - Running/Planning
LILY ALLEN - Ldn
TOGGI - Heart in line
AL GREEN - Let's stay together
ELVAR - Miklu betri einn
RADIOHEAD - Weird Fishes-Arpeggi
ROYEL OTIS - Who's your boyfriend
RAYE - WHERE IS MY HUSBAND!
GEESE - Au Pays du Cocaine
PORTUGAL. THE MAN - Silver Spoons
LADY GAGA - Garden Of Eden
PINKPANTHERESS - Illegal
Frá kl. 14:00
MOSES HIGHTOWER, FRIÐRIK DÓR, SIGVALDI JÚL - Bekkjarmót og jarðarfarir
EMMSJÉ GAUTI, ÚLFUR ÚLFUR - Babúska
STRAFF - Alltof mikið, stundum
ÁSDÍS - Touch Me
KUSK, ÓVITI - Hjá mér
DAÐI FREYR - I don't wanna talk
MOBY - Porcelain
ADDISON RAE - Headphones On
STUÐLABANDIÐ - Við eldana
ROSALIA - Berghain
Frá kl. 15:00
JÚLÍ HEIÐAR, RAGGA HOLM - Líður vel
BLACK - Wonderful life
DAVID BYRNE - Everybody Laughs
FRUMBURÐUR, DANIIL - Bráðna
TAME IMPALA - Dracula
SYKUR - Svefneyjar
KATY PERRY - Roar
THE CLASH - Rock The Casbah

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Gestur Lovísu var tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr eða Emmsjé Gauti.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
