12:40
Helgarútgáfan
Popptónlist ársins og pílukast með þeim Margréti Erlu, Óla Dóra og Almari Ormars.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Helgarútgáfan heilsaði á nýju ári og ferskari en aldrei fyrr. Hinn skeleggi íþróttafréttamaður Almarr Ormarson leit við og sagði okkur frá úrslitaviðureigninni á Heimsmeistaramótinu í pílukasti sem þá var fram undan um kvöldið og einnig kjöri á Íþróttamanni ársins.

Síðar fengum við poppskríbentana Margréti Erlu Maack og Óla Dóra sem bæði eru plötusnúðar vinsælir og dagskrárgerðarfólki í útvarpi til að setjast yfir tónlistarárið 2025 bæði á heimsvísu og hér heima.

Og úr varð bráðskemmtilegur lagalisti þáttarins:

Frá kl. 12:40

JÓN JÓNSSON, UNA TORFA - Vertu hjá mér

CMAT - Running/Planning

LILY ALLEN - Ldn

TOGGI - Heart in line

AL GREEN - Let's stay together

ELVAR - Miklu betri einn

RADIOHEAD - Weird Fishes-Arpeggi

ROYEL OTIS - Who's your boyfriend

RAYE - WHERE IS MY HUSBAND!

GEESE - Au Pays du Cocaine

PORTUGAL. THE MAN - Silver Spoons

LADY GAGA - Garden Of Eden

PINKPANTHERESS - Illegal

Frá kl. 14:00

MOSES HIGHTOWER, FRIÐRIK DÓR, SIGVALDI JÚL - Bekkjarmót og jarðarfarir

EMMSJÉ GAUTI, ÚLFUR ÚLFUR - Babúska

STRAFF - Alltof mikið, stundum

ÁSDÍS - Touch Me

KUSK, ÓVITI - Hjá mér

DAÐI FREYR - I don't wanna talk

MOBY - Porcelain

ADDISON RAE - Headphones On

STUÐLABANDIÐ - Við eldana

ROSALIA - Berghain

Frá kl. 15:00

JÚLÍ HEIÐAR, RAGGA HOLM - Líður vel

BLACK - Wonderful life

DAVID BYRNE - Everybody Laughs

FRUMBURÐUR, DANIIL - Bráðna

TAME IMPALA - Dracula

SYKUR - Svefneyjar

KATY PERRY - Roar

THE CLASH - Rock The Casbah

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 3 klst. 15 mín.
,