08:03
Fram og til baka
Askur Hrafn er aðgerðarsinni

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Fyrsti gestur á nýju ári var fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Askur Hrafn Hannesson er kornungur aðgerðarsinni og jafngamall Gretu Thunberg. Hann hefur verið formaður ungliðahreyfingar Amnesty og unnið með No Borders og UN Women og stundar nú nám í guðfræði. Askur kom í skemmtilega fimmu og sagði af fimm manneskjum sem hafa haft áhrif á líf hans.

Gleðilegt nýtt ár elsku hlustendur!

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,