Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Alþjóðamálin voru áfram til umfjöllunar og gestur okkar í dag var Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs - samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Í ljósi atburða og yfirlýsinga síðustu daga ræddum við um framtíð Atlantshafsbandalagsins og vestrænnar samvinnu, og stöðu Íslands í umheiminum.
Svo var rætt um tækjabúnað heilbrigðisstofnana úti um landið. Þær fá samtals 77 milljónir nú í byrjun árs til að endurnýja tæki. Tæpur helmingur fjárins fer í kaup á varaaflsstöðvum. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að víða sé uppsöfnuð innviðaskuld. Við töluðum við Jón Helga Björnsson, forstjóra heilbrigðisstofnunar Norðurlands, um þessa uppsöfnuðu skuld; um tækjakost og tækjaskort.
Umfjöllun um sígilda tónlist var svo á sínum stað. Í dag gerði Magnús Lyngdal skil stefi sem talið er að hafi fyrst komið fram á þrettándu öld og hefur gengið í gegnum tónlistarsöguna allar götur síðan. Dies Irae nefnist það; við heyrðum það meðal annars í meðförum Benediktsmúnka, Chicago-sinfóníunnar og Vladimirs Ashkenazys.
Tónlist:
Joan Baez - Diamonds and rust.
June McDoom, Kate Davie - Take this stone.

07:30

08:30

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni voru hjónin Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og Jóel Pálsson tónlistarmaður. Þau reka íslenska hönnunarfyrirtækið Farmers Market sem fagnaði 20 ára afmæli í lok síðasta árs. Við kynntumst þeim betur í þættinum og fengum að heyra frá því hver aðdragandinn var að því að þau fóru saman í stofnun hönnunarfyrirtækisins, hvernig tónlistin var nauðsynleg rekstrinum fyrst um sinn. Við fengum líka að vita hvernig tónlistin kom inn í líf Jóels og svo hönnunin hjá Bergþóru og hvernig þetta blandaðist allt saman.
Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag fletti Sigurlaug Margrét í gegnum gamla góða matreiðslubók sem heitir Eftir kenjum kokksins, bók með uppskriftum Rúnars Marvinssonar. Þar var auðvitað fiskur fyrirferðamikill en líka fleira góðgæti.
Tónlist í þættinum:
Tíu dropar / Moses Hightower (Moses Hightower, texti Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague)
Fjalladrottning móðir mín (Blessuð sértu sveitin mín) / Hljómsveit Jóels Pálssonar (Bjarni Þorsteinsson, ljóð Sigurður Jónsson)
Something About the Cat / Henry Mancini og hljómsveit (Henry Mancini)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Inga Sæland boðar miklar breytingar á lestrarkennslu. Hún tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Ríkisstjórnin situr vinnufund á Þingvöllum þar sem öryggis- og varnarmál verða helsta mál á dagskrá.
Spennan eykst enn á Grænlandi. Trump Bandaríkjaforseta ítrekaði en og aftur í gær að hann vildi færa Grænland undir bandaríska stjórn.
Flugvél Landhelgisgæslunnar hélt af stað til Sviss í morgun með allan lager Kerecis til sáraígræðslu. Vörurnar verða notaðar til meðferðar á þeim sem særðust í stórbrunanum á nýársnótt.
Umdeildur fríverslunarsamningur Evrópusambandsins við ríki í Suður-Ameríku var samþykktur af hálfu aðildarríkja ESB í dag. Samningurinn er umdeildur meðal ESB-ríkja og hefur verið í bígerð í aldarfjórðung.
280 milljóna króna tap var á rekstri Reykjalundar á nýliðnu ári og staða félagsins er erfið. Mygla hefur áhrif á starfsfólk og sjúklinga og kallar á dýrar viðgerðir.
Stjórnvöld í Íran klipptu á samband landsins við umheiminn til að að hefta útbreiðslu langvinnra mótmæla.
Það gæti reynst erfitt fyrir Bandaríkjamenn að sýna fram á lögmæti þess að hafa tekið yfir rússneska olíuskipið Marinera, að mati hafréttarsérfræðings.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Reykjalundar í Mosfellsbæ, segir að staða Reykjalundar sé erfið. Hallarekstur var upp á 280 milljónir í fyrra. Svana tók við forstjórastarfinu á endurhæfingarstofnuninni í nóvember.
Mygla er í húsnæði stofnunarinnar sem í og nærliggjandi íbúðarhúsi fyrir sjúklinga og starfsmenn. Þessi mygla hefur haft slæm áhrif á bæði starfsmenn og eins sjúklinga á Reykjalundi. SÍBS hefur ekki lengur efni á að reka húsnæðið og kallar Svana eftir greiðslum frá ríkinu til þess.
Talsverður kurr hefur verið meðal starfsmanna Reykjalundur vegna stöðu félagsins og uppsagna hjá félaginu.
Hver er staða Reykjalundar? Svana Helen Björnsdóttir svarar því.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, opnaði á nýjum stað í Ármúla í gær. Skýlið hafði verið til húsa í Eskihlíð í um tvo áratugi en nýja húsið er stærra og hentar betur þörfum starfseminnar. Þetta eru mikil tímamót fyrir Konukot og Rótina, félagssamtökin sem reka Konukot, og Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastýra Rótarinnar ætlar að setjast hjá okkur í upphafi þáttar og segja okkur hvað þetta hefur í för með sér.
En það er sífellt erfiðara að greina á milli hvers er satt og logið á samfélagsmiðlum; talað er um vaxandi upplýsingaóreiðu og hugtök eins og netsvik, falsfréttir og rangupplýsingar heyrast gjarnan í þessu samhengi og gervigreindin virðist bara ætla að gera illt verra. Haukur Brynjarsson, og Skúli Bragi Geirdal frá Netvís ætla að kíkja til okkar og fjalla um þetta.
Og í lok þáttar ætlar Bára Grímsdóttir, formaður kvæðamannafélagsins Iðunnar, að heimsækja okkur og fara yfir kvæðamálin. Fyrsti viðburður ársins hjá félaginu verður haldinn í kvöld, þar sem gestir geta kveðist á og fræðst um forna vætti og lírukassa.
Tónlist úr þættinum:
Dina Ögon - Milton.
Oyama hljómsveit - The Bookshop.
David Bowie - Breaking Glass

Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lebrijano, Juan Pena - El anillo (jibulli).
Mártir Luali - Ejército de liberación.
Obliqsound - Moesha I (Featuring Gregoire Maret).
Jara, Victor - El lazo = The lasso.
Songhoy Blues - Issa.
Khalifa, Sayed, Ezzayakoum - Hagiruni.
Taraf de Haidouks, Rudareasa, Viorica - Mesteru manole.
Shajarian, Homayoun, Ghorbani, Alireza - Be Tamashaye Negahat.
La Boa, Allen, Tony - Tambor.
Fernando, Alfredo - Romance para un negro milonguero.
Aguilar, Ángela - Miénteme Bonito.
Martinez, Pedrito, Samy y Sandra Sandoval - Panamá Quererte.
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 6. nóvember 2016: Þátturinn í dag er tileinkaður furðusögum, skrímslum og fyrirbærum sem erfitt er að festa hendur á. Hvernig verða draugasögur til? Er líklegt að slíkar sögur verði til með sama hætti í dag? Rætt er við sálarrannsakendur, næmt fólk og skrímslafræðing.
Dagskrárgerð: Halla Ólafsdóttir, Rögnvaldur Már Helgason og Dagur Gunnarsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er platan Sirius með írsku hljómsveitinni Clannad sem út kom árið 1987. Platan var nokkuð umdeild á sínum tíma og þótti sveitin fara þar töluvert langt frá sínum keltneska tónlistararfi og færast nær amerískum áhrifum.
Platan inniheldur 10 lög.
Hlið 1:
In Search of a Heart
Second Nature
Turning Tide
Skellig
Stepping Stone
Hlið 2:
White Fool - ásamt Steve Perry
Something to Believe In - ásamt Bruce Hornsby
Live and Learn
Many Roads
Sirius
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur að þessu sinni eru þeir Valur Grettisson fjölmiðlamaður, Halldór Guðmundsson rithöfundur og formaður Þjóðleikhúsráðs og Vilhjálmur B Bragason leikhúsmaður og vandræðaskáld. Til umræðu var Óristeia, jólafrumsýning Þjóðleikhússins og Danska konan eftir Benedikt Erlingsson sem sýnd er á RÚV. Gestir þáttarins mæla með dróttkvæðum, kvikmyndinni Train dream og nýjustu ljóðabók Hallgríms Helgasonar, Drungabrim í dauðum sjó.
Fréttir
Fréttir
Ragnar Þór Ingólfsson, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, boðar ekki miklar áherslubreytingar. Húsnæðismál verði áfram á oddinum.
Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við að draga taki úr atvinnuleysi með vorinu. Fleiri hafa ekki verið án vinnu í tæp fjögur ár.
Stormurinn Goretti hefur sett strik í reikning fjölda fólks í Norður-Evrópu. Flug- og lestarsamgöngur hafa farið úr skorðum og þúsundir heimila eru rafmagnslaus.
Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn. Hans er minnst sem ljúfs og ómissandi risa í íslenskri tónlistarsögu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni að Bandaríkin hygðust segja sig frá starfi og fjármögnun 66 alþjóðastofnana, -samtaka og -sáttmála af ýmsu tagi, þar sem starfsemi þeirra og markmið samræmdust ekki stefnu og hagsmunum Bandaríkjanna. Í 31 tilfelli eru þetta stofnanir og undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, en 35 eru sjálfstæðar, fjölþjóðlegar stofnanir og samtök sem Bandaríkin hafa átt aðild að og fjármagnað að mismiklu leyti.
Mercosur samningurinn - stærsti fríverslunarsamningur sem Evrópusambandið hefur gert, var samþykktur af hálfu aðildarríkjanna í dag, eftir viðræður sem staðið hafa í tuttugu og fimm ár. Með samnningnum verður til markaðssvæði með meira en sjö hundruð milljón íbúum í Evrópu og fjórum ríkjum Suður Ameríku.

frá Veðurstofu Íslands
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur lög sem hafa verið samin við ljóð Þórarins Eldjárns og líka einn þýddur söngtexti. Ragnheiður Gröndal syngur lag við ljóði Farfuglar, Sigríður Eyþórsdóttir syngur Vorið vill ekki koma og Gestagangur. Ólafía Hrönn Jónsdóttir flytur lagið Guðjón og Hörður Torfason Guðjón bakvið tjöldin. Þokkabót flytur lag við ljóðið Sveinbjörn Egilsson og annað við Möwekvæði. Valdimar Guðmundsson syngur lag Jóels Pálssonar við ljóðið Fundarboð og Selma Rán Lima og Jakob van Ooserhout syngja Kveðjusönginn úr leikritinu um Línu Langsokk. Ingi Gunnar Jóhannsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir syngja lagið um Latasta hund í heimi, Eggert Þorleifsson syngur Harmsöng Tarsans og Þursaflokkurinn flytur lagið Gegnum holt og hæðir. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Samantekt hvers þema (fimm þátta) úr örþáttaröðinni.
Upprifjun úr Uppástandi frá því í maí 2022. Bryndís Björnsdóttir, Kristlín Dís Ingilínardóttir, Melkorka Ólafsdóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir fjalla um hlýðni.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, opnaði á nýjum stað í Ármúla í gær. Skýlið hafði verið til húsa í Eskihlíð í um tvo áratugi en nýja húsið er stærra og hentar betur þörfum starfseminnar. Þetta eru mikil tímamót fyrir Konukot og Rótina, félagssamtökin sem reka Konukot, og Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastýra Rótarinnar ætlar að setjast hjá okkur í upphafi þáttar og segja okkur hvað þetta hefur í för með sér.
En það er sífellt erfiðara að greina á milli hvers er satt og logið á samfélagsmiðlum; talað er um vaxandi upplýsingaóreiðu og hugtök eins og netsvik, falsfréttir og rangupplýsingar heyrast gjarnan í þessu samhengi og gervigreindin virðist bara ætla að gera illt verra. Haukur Brynjarsson, og Skúli Bragi Geirdal frá Netvís ætla að kíkja til okkar og fjalla um þetta.
Og í lok þáttar ætlar Bára Grímsdóttir, formaður kvæðamannafélagsins Iðunnar, að heimsækja okkur og fara yfir kvæðamálin. Fyrsti viðburður ársins hjá félaginu verður haldinn í kvöld, þar sem gestir geta kveðist á og fræðst um forna vætti og lírukassa.
Tónlist úr þættinum:
Dina Ögon - Milton.
Oyama hljómsveit - The Bookshop.
David Bowie - Breaking Glass

Kaflar úr bók Ólafs Ólafssonar kristniboða
Helgi Elíasson bankaútibstj. las árið 1977


frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni voru hjónin Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og Jóel Pálsson tónlistarmaður. Þau reka íslenska hönnunarfyrirtækið Farmers Market sem fagnaði 20 ára afmæli í lok síðasta árs. Við kynntumst þeim betur í þættinum og fengum að heyra frá því hver aðdragandinn var að því að þau fóru saman í stofnun hönnunarfyrirtækisins, hvernig tónlistin var nauðsynleg rekstrinum fyrst um sinn. Við fengum líka að vita hvernig tónlistin kom inn í líf Jóels og svo hönnunin hjá Bergþóru og hvernig þetta blandaðist allt saman.
Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag fletti Sigurlaug Margrét í gegnum gamla góða matreiðslubók sem heitir Eftir kenjum kokksins, bók með uppskriftum Rúnars Marvinssonar. Þar var auðvitað fiskur fyrirferðamikill en líka fleira góðgæti.
Tónlist í þættinum:
Tíu dropar / Moses Hightower (Moses Hightower, texti Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague)
Fjalladrottning móðir mín (Blessuð sértu sveitin mín) / Hljómsveit Jóels Pálssonar (Bjarni Þorsteinsson, ljóð Sigurður Jónsson)
Something About the Cat / Henry Mancini og hljómsveit (Henry Mancini)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur að þessu sinni eru þeir Valur Grettisson fjölmiðlamaður, Halldór Guðmundsson rithöfundur og formaður Þjóðleikhúsráðs og Vilhjálmur B Bragason leikhúsmaður og vandræðaskáld. Til umræðu var Óristeia, jólafrumsýning Þjóðleikhússins og Danska konan eftir Benedikt Erlingsson sem sýnd er á RÚV. Gestir þáttarins mæla með dróttkvæðum, kvikmyndinni Train dream og nýjustu ljóðabók Hallgríms Helgasonar, Drungabrim í dauðum sjó.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Guðmundir Ingi Kristinsson tilkynnti í gær að hann ætli að segja af sér sem mennta og barnamálaráðherra. Ragnar Þór Ingólfsson tekur við sem félags og húsnæðismálaráðherra og Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer í mennta og barnamálaráðuneytið. Við heyrðum í Ólafi Þ. Harðarsyni stjórnmálafræðingi og prófessor emeritus.
Í upphafi Úkraínustríðsis var gerður samningur á milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á móttökustöð fyrir flóttamenn sem vara átti í þrjá mánuði. Þetta skammtímaúrræði breyttist í langtímabúsetu og hefur þetta reynst sveitarfélaginu Borgarbyggð sem hafði ekkert með þessa ákvörðun að gera, afar dýrt. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri kom til okkar.
Í Samfélaginu á Rás 1 í gær kom fram að niðurstaða er komin í mál sundlaugarinnar í Reykjahlíð í Þingeyjarsveit sem var fjarlægð af óljósum ástæðum fyrir næstum því áratug síðan í óþökk íbúa á svæðinu. Ekki stendur til að endurbyggja sundlaugina, að minnsta kosti ekki á þessu kjörtímabili og ástæðan ku vera hár kostnaður. Við heyrðum í söngvaranum Stefáni Jak, sem er öllum hnútum kunnugur á svæðinu.
Lokaatriði Stranger Things á Netflix, þar sem persónan Eleven, leikin af Milly Bobby Brown, kemur fyrir, var tekið upp á Íslandi. Í atriðinu sést Eleven í Þjórsárdal og má sjá fossana Háafoss og Granna. Ísland hefur í gegnum tíðina verið vinsæll tökustaður fyrir kvikmyndir og þáttaraðir en hvernig er staðan á því, nú þegar blikur eru á lofti í ferðaþjónustunni. Leifur Dagfinnsson hjá True North kíkti til okkar í Morgunútvarpið.
Við fjölluðum um leikskólamál hér í Morgunútvarpinu í gær og héldum því áfram í dag og heyrðum í Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB. Ný skýrsla aðgerðarhóps um brúun umönnunarbilsins leggur til aðgerðir sem gætu markað tímamót í fjölskyldu- og jafnréttismálum á Íslandi að mati Sonju Ýr verði þær að veruleika. Ein megintillagan er að rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og að börn eigi rétt á leikskólavist að loknu fæðingarorlofi.
Vikan hefur verið viðburðarík og við ætlum venju samkvæmt fórum við yfir það helsta í fréttum vikunnar. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður á Sýn, Bylgunni og Vísi kom til okkar ásamt Grétari Theodórssyni almannatengli.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Valdimar Guðmundsson talar um Ipod og playlista, Hljóðriti í hálfa öld, Reif í diskarnir og Lagalisti fólksins, þar var þemað draumur!
Lagalisti þáttarins:
HERRA HNETUSMJÖR – Ómótstæðileg
R.E.M. – Losing My Religion
GOO GOO DOLLS – Iris
MR. MISTER – Broken wings
BOMBAY BICYCLE CLUB – Always Like This
ELLA EYRE – Hell yeah
JULIET EDWARDS, MEZZOFORTE – Garden party (Mix '94)
SÁLIN – Swingurinn (M&N mix)
EVERYTHING BUT THE GIRL – Before Today
THE KNIFE – Heartbeats
VALDIMAR – Karlsvagninn
ARCADE FIRE – No Cars Go
STUÐMENN – Íslenskir Karlmenn
BRYAN ADAMS – Summer Of '69
BRÍET – Sweet Escape
MADONNA – Ray Of Light
HONEY DIJON, CHLOE – The Nightlife
FONTAINES D.C. – Favourite
THE WEEKND – Take My Breath
BLACK REBEL MOTORCYCLE CLUB – Stop
AMY WINEHOUSE – Back To Black
ARON CAN – Aldrei heim
GREIFARNIR – Draumadrottningin
SÓLSTRANDARGÆJARNIR – Rangur maður
FLEETWOOD MAC – Dreams
PHIL OAKLEY AND GIORGIO MORODER – Together In Electric Dreams (80)
THE CRANBERRIES – Dreams
EURYTHMICS – Sweet Dreams (Are Made of This) (80)
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR – Draumaprinsinn
OJBA RASTA – Draumadós
EYJÓLFUR KRISTJÁNS OG STEFÁN HILM – Draumur Um Nínu
MAMA CASS – Dream A Little Dream Of Me
BECK – Dreams
KAN – Megi sá draumur (LP)
EAGLES – Hotel California
LAND OG SYNIR – Dreymir
METALLICA – Enter Sandman
STRIGASKÓR No. 42 - Draumur

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Inga Sæland boðar miklar breytingar á lestrarkennslu. Hún tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Ríkisstjórnin situr vinnufund á Þingvöllum þar sem öryggis- og varnarmál verða helsta mál á dagskrá.
Spennan eykst enn á Grænlandi. Trump Bandaríkjaforseta ítrekaði en og aftur í gær að hann vildi færa Grænland undir bandaríska stjórn.
Flugvél Landhelgisgæslunnar hélt af stað til Sviss í morgun með allan lager Kerecis til sáraígræðslu. Vörurnar verða notaðar til meðferðar á þeim sem særðust í stórbrunanum á nýársnótt.
Umdeildur fríverslunarsamningur Evrópusambandsins við ríki í Suður-Ameríku var samþykktur af hálfu aðildarríkja ESB í dag. Samningurinn er umdeildur meðal ESB-ríkja og hefur verið í bígerð í aldarfjórðung.
280 milljóna króna tap var á rekstri Reykjalundar á nýliðnu ári og staða félagsins er erfið. Mygla hefur áhrif á starfsfólk og sjúklinga og kallar á dýrar viðgerðir.
Stjórnvöld í Íran klipptu á samband landsins við umheiminn til að að hefta útbreiðslu langvinnra mótmæla.
Það gæti reynst erfitt fyrir Bandaríkjamenn að sýna fram á lögmæti þess að hafa tekið yfir rússneska olíuskipið Marinera, að mati hafréttarsérfræðings.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Föstudagur í Popplandi. Margrét Erla sá um Poppland í dag og sló á þráðinn til Gísla Galdurs, tónlistarmanns í Kaupmannahöfn sem sagði okkur frá plötubúðum þar í landi sem annars vegar hafa tekið plötur Bjarkar úr sölu - og hins vegar öðrum sem hafa tekið plötur hennar til sölu. Við heyrum lag af nýrri plötu GDRN og Tómasar R sem kom út í morgun. Svo opnum við póstkassann: Móeiður Júníusdóttir með laginu end of the tunnels og Ívar Ben með laginu Mánaskin.
Hjálmar – Það sýnir sig
Jón Jónsson, Silvía Nótt – Einhver þarf að segja það (Lokalag Áramótaskaupsins 2025)
RAYE – Where Is My Husband!
Á móti sól – Spenntur
Robyn – Dopamine
Hozier, Mumford & Sons – Rubber Band Man
Trine Dyrholm, Matti Lauri Kallio – Glor på vinduer
Björk – Army of Me
Trabant – The One (The Filthy Duke Remix)
Genesis – Follow You Follow Me
Sabrina Carpenter – Espresso
Candi Staton – Young Hearts Run Free
Vilberg Pálsson – Spún
Talking Heads – Road to Nowhere
Geese – Au Pays du Cocaïne
Rúnar Þórisson – Svo fer
Tómas R. Einarsson, GDRN – Fingur
Royel Otis – Who’s Your Boyfriend
Friðrik Dór – Bleikur og blár
Sálin hans Jóns míns – Færðu mér frið
Curtis Harding – The Power
Móeiður Júníusdóttir, Móa – The End of the Tunnels
Ívar Ben – Mánaskin
Duran Duran – Hungry Like the Wolf
Billy Strings – Gild the Lily
Maximum Balloon, Orraca-Tetteh, Aku – Tiger
Ótími – Móðusjón
Billie Eilish – Bad Guy
Kings of Leon – To Space
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs – Þokan
Jordana, Almost Monday – Jupiter
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm – Undir álögum
Úlfur Úlfur Hljómsveit – Börnin og bítið
Neil Young – Heart of Gold
Cigarettes After Sex – The Crystal Ship
Duffy – Mercy
Warmland – All for All
Blondie – Atomic
Lola Young – D£aler
Joan Baez – Diamonds and Rust
The Yardbirds – For Your Love
Sean Paul – Temperature (LP Version)
Honey Dijon, Chloé – The Nightlife
Skye Newman – Fu & Uf
Haddaway – What Is Love?
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við tókum stöðuna á óveðrinu sem geysar í Skotlandi en þar eru um 100 þúsund heimili rafmagnslaus
Kristín Hannesdóttir, arkitekt, listakona og fyrrverandi ræðismaður sem hefur búið í Skotlandi í 58 ár var á línunni.
Magnús Eiríksson, texta-og lagahöfundur, lést í dag. Við minntumst hans með smá samantekt sem Ólafur Páll Gunnarsson tók saman fyrir okkur.
Hallgrímur Indriðason fréttamaður er í vinnuferð á Grænlandi hann var á línunni með tíðindi þaðan.
Hvaða svör skyldu vera mest lesnu svörin á Vísindavefnum á árinu 2025? Jón Gunnar Þorsteinsson er ritstjóri Vísindavefsins hann kom til okkar í Síðdegsiútvarpið í dag.
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur verður föstudagsgesturinn okkar. Hann stendur á tímamótum þar sem hann hættir sem bæjarstjóri í Grindavík í vor, þá verður hann 69 ára á árinu. Við litum yfir farinn veg með Fannari og horfðum líka til framtíðar.
Við fengum ábendingu um færslu sem Agnes Erlingsdóttir setti á FB síðu sína um áramótaheit sem hún setti sér um áramótin 2024-2035 en það var að lesa 25 bækur á nýja árinu. Ári áður hafði hún lesið 4. Markmiðið tókst og nú hefur Agnes setti sér enn hærra markmið ? En hvert skyldi það vera ? Við fengum að vita það í Síðdegisútvarpinu í dag.
Breytingar hafa orðið á dagskránni hér á Rás 2 á nýju ári. Til að mynda er kominn nýr dúett í Morgunútvarpið, þau Guðrún Dís og Atli Fannar. En það eru fleiri breytingar. Til að mynda hefur Doddi færst sig úr Síðdegisútvarpinu og skipt við Rúnar á sunnudögum. Sportrásin snýr aftur á sunnudaginn með Dodda og Gunnlaugi Jónssyni sem sérstökum aðstoðarmanni en hvernig verður Sportrásin? Doddi, Þórður Helgi og Gunnlaugur Jónsson mættu til okkar.
Fréttir
Fréttir
Ragnar Þór Ingólfsson, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, boðar ekki miklar áherslubreytingar. Húsnæðismál verði áfram á oddinum.
Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við að draga taki úr atvinnuleysi með vorinu. Fleiri hafa ekki verið án vinnu í tæp fjögur ár.
Stormurinn Goretti hefur sett strik í reikning fjölda fólks í Norður-Evrópu. Flug- og lestarsamgöngur hafa farið úr skorðum og þúsundir heimila eru rafmagnslaus.
Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn. Hans er minnst sem ljúfs og ómissandi risa í íslenskri tónlistarsögu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni að Bandaríkin hygðust segja sig frá starfi og fjármögnun 66 alþjóðastofnana, -samtaka og -sáttmála af ýmsu tagi, þar sem starfsemi þeirra og markmið samræmdust ekki stefnu og hagsmunum Bandaríkjanna. Í 31 tilfelli eru þetta stofnanir og undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, en 35 eru sjálfstæðar, fjölþjóðlegar stofnanir og samtök sem Bandaríkin hafa átt aðild að og fjármagnað að mismiklu leyti.
Mercosur samningurinn - stærsti fríverslunarsamningur sem Evrópusambandið hefur gert, var samþykktur af hálfu aðildarríkjanna í dag, eftir viðræður sem staðið hafa í tuttugu og fimm ár. Með samnningnum verður til markaðssvæði með meira en sjö hundruð milljón íbúum í Evrópu og fjórum ríkjum Suður Ameríku.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


Samkvæmis og gleðiþáttur á föstudagskvöldum þar sem Doddi litli leikur hressandi samkvæmispopp síðustu fimm áratuga og dansar með hlustendum inn í helgina.