22:11
Litla flugan
KK-sextettinn
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Litla flugan tekur sporið með KK-sextettinum, hljómsveitinni sem Kristján Kristjánsson og Svavar Gests stofnuðu árið 1947. Á fimmtán ára ferli sveitarinnar komu margir af bestu söngvurum landsins við sögu KK-sextettsins, þ.á.m. Elly Vilhjálms, Óðinn Valdimarsson, Haukur Morthens, Ragnar Bjarnason, Sigrún Jónsdóttir og Alfreð Clausen. Mest af efninu er leikið af útgefnum hljómplötum en sumt, þ.á.m. söngur KK sjálfs, þ.e. saxófónleikarans Kristjáns Kristjánssonar, hefur einungis varðveist á einkasegulböndum. Þess má geta ekkert heildstætt geisladiskasafn er til með útgefnum hljómplötum KK-sextettsins. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Er aðgengilegt til 28. mars 2025.
Lengd: 51 mín.
e
Endurflutt.
,