Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Hann ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðastarfi í doktorsverkefni sínu. Hann ræddi líka stuttlega um vandræði norsku konungsfjölskyldunnar, eftir að stjúpsonur krónprinsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um alvarleg ofbeldisbrot.
Við forvitnuðumst um nýja greiðslulausn - Blikk - sem gerir fólki kleift að millifæra greiðslur beint til seljenda án þess að nota kort og borga þannig færslugjöld. Bjarni Gaukur Sigurðsson framkvæmdastjóri og Jónína Gunnarsdóttir rekstrarstjóri Blikk komu til okkar og sögðu frá þessari nýju lausn, sem á sér fyrirmyndir meðal annars á hinum Norðurlöndunum.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Lýð Pálsson sagnfræðing um sögu Ölfusárbrúa. Langt er síðan áin var fyrst brúuð, og í gær var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri brú sem taka á í gagnið árið 2028.
Tónlist:
GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Morgunsól.
Roberta Flack - The first time I ever saw your face.
Veðurstofa Íslands.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Aldin er heitið á hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið, eða samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá eins og þau segja sjálf. Mörg þeirra eru afar og ömmur og þau vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar til að knýja á um þær breytingar sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, fyrir afkomendur sína og komandi kynslóðir. Við hittum hluta af hópnum í gær, þar sem þau voru samankomin í húsnæði FÍH á fyrstu kóræfingu nýstofnaðs kórs samtakanna. Við töluðum við Laufeyju Steingrímsdóttur og Ludvig Guðmundsson og fengum til dæmis að vita hvernig þau ætla að nýta sér söngraddirnar til að koma skilaboðum sínum á framfæri.
Svo töluðum við við hjónin Trausta Hafsteinsson og Rún Kormáksdóttur, en þau kynntust í kennaranámi fyrir tæpum þremur áratugum. Þau störfuðu bæði við kennslu en fljótt fór að koma í ljós mikill áhugi beggja á ferðalögum. Trausti gerðist fararstjóri erlendis og til að gera langa sögu stutta, þar sem þau meðal annars bjuggu í tólf ár á Tenerife, hafa þau í rauninni bæði ferðast sjálf út um allan heim síðan, til dæmis um alla Suður-Ameríku og Bandaríkin, auk þess að vinna í ferðamálum. Þau fluttu aftur til Íslands í heimsfaraldrinum og eftir enn eina ævintýraferðina, nú til Egyptalands og Marokkó, ákváðu þau að setja á stofn eigin ferðaskrifstofu þar sem þau bjóða upp á ferðir á framandi slóðir, ekki þessa hefðbundnu staði sem Íslendingar ferðast á í stórum hópum. Trausti og Rún sögðu okkur ferðasögu sína í þættinum.
Tónlist í þættinum
Hafið eða fjöllin / Fjallabræður (Ólafur Ragnarsson)
Jörðin sem ég ann / Magnús Þór Sigmundsson (Magnús Þór Sigmundsson)
Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Karl Kvaran arkítekt.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Uppstoppuðu pólsku villisvíni á stærð við manneskju var stolið úr bílskúr á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði árið 1997. Villisvínið hafði þá verið í eigu fjölskyldunnar sem átti það í tæpan áratug og hafði fengið nafnið Villi.
18 árum síðar var villisvíninu skilað til eigenda sinna sem þá bjuggu í Kópavogi. Með því fylgdi dagbók sem það hafði ritað um árabil og fótósjoppaðar myndir af ferðum þess um heiminn.
Hákon Björn Högnason, sonur hjónanna sem keyptu villisvínið á markaði í Póllandi árið 1988, segir okkur sögu Villa.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Af nokkrum bandarískum tónlistarfrumkvöðlum.
Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir.
Áður flutt: 2004.
Í þættinum er fjallað um bandaríska tónskáldið Henry Cowell (1897-1965).
Rætt er við fræðimanninn og stjórnandann Joel Sachs.
Lesari er Freyr Eyjólfsson.
Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kvöldfréttir útvarps
Brot úr Morgunvaktinni.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Talandi allskonar (Ghana)
Strákurinn sem gleymdi að ganga frá tánöglunum sínum (Kórea)
Þrumubörnin (Grænland)
Leikraddir:
Bjarni Gunnar Jensson
Embla Steinvör Stefánsdóttir
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Fjölnir Ólafsson
Guðni Tómasson
Hafsteinn Vilhelmsson
Hildur Óskarsdóttir
Jóhannes Ólafsson
Karín Rós Harðardóttir
Pétur Grétarsson
Ragnar Eyþórsson
Sigríður Salka Fjölnisdóttir
Tómas Ævar Ólafsson
Vala Bjarney Gunnarsdóttir
Valgeir Hugi Sigurðsson
Viktoría Blöndal
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*Píanókonsert nr. 4 eftir Ludwig van Beethoven.
*Sinfónía nr. 8 eftir Dimitríj Shostakovitsj.
Einleikari: Jan Lisiecki.
Stjórnandi: Andris Poga.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Aldin er heitið á hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið, eða samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá eins og þau segja sjálf. Mörg þeirra eru afar og ömmur og þau vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar til að knýja á um þær breytingar sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, fyrir afkomendur sína og komandi kynslóðir. Við hittum hluta af hópnum í gær, þar sem þau voru samankomin í húsnæði FÍH á fyrstu kóræfingu nýstofnaðs kórs samtakanna. Við töluðum við Laufeyju Steingrímsdóttur og Ludvig Guðmundsson og fengum til dæmis að vita hvernig þau ætla að nýta sér söngraddirnar til að koma skilaboðum sínum á framfæri.
Svo töluðum við við hjónin Trausta Hafsteinsson og Rún Kormáksdóttur, en þau kynntust í kennaranámi fyrir tæpum þremur áratugum. Þau störfuðu bæði við kennslu en fljótt fór að koma í ljós mikill áhugi beggja á ferðalögum. Trausti gerðist fararstjóri erlendis og til að gera langa sögu stutta, þar sem þau meðal annars bjuggu í tólf ár á Tenerife, hafa þau í rauninni bæði ferðast sjálf út um allan heim síðan, til dæmis um alla Suður-Ameríku og Bandaríkin, auk þess að vinna í ferðamálum. Þau fluttu aftur til Íslands í heimsfaraldrinum og eftir enn eina ævintýraferðina, nú til Egyptalands og Marokkó, ákváðu þau að setja á stofn eigin ferðaskrifstofu þar sem þau bjóða upp á ferðir á framandi slóðir, ekki þessa hefðbundnu staði sem Íslendingar ferðast á í stórum hópum. Trausti og Rún sögðu okkur ferðasögu sína í þættinum.
Tónlist í þættinum
Hafið eða fjöllin / Fjallabræður (Ólafur Ragnarsson)
Jörðin sem ég ann / Magnús Þór Sigmundsson (Magnús Þór Sigmundsson)
Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Útvarpsfréttir.
7:05 - Ræðum við Fannar Jónasson bæjarstjóra Grindavíkur um nýjasta eldgosið á Sundhnjúksgígaröðinni.
7:15 - Tökum stöðuna hjá Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu.
7:30 - Heyrum í Ásrúnu Helgu Kristinsdóttur forseta bæjarstjórnar í Grindavík. Hún hefur sofið í Grindavík síðustu tvo mánuði en yfirgaf bæinn í gærkvöldi áður en hræringar hófust.
7:45 - Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur leit við hjá okkur og fór yfir það sem við vitum um gosið, tíunda kvikuhlaupið á þessu eldsumbrotatímabili Reykjanesskagans.
8:05 - Við höldum síðan áfram að ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Grím Grímsson, yfirlögregluþjón, sem skipar þriðja sætið á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa, sem skipar annað sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður.
8:30 - Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær íbúakosningu um Coda Terminal- verkefni Carbfix sem mikið hefur verið deilt um í bænum. Við ræðum stöðu málsins og komandi íbúakosningu við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra.
8:45 - Úkraínuher er sagður hafa skotið breskum flugskeytum yfir til Rússlands í fyrsta sinn í gær. Flugskeytin eru af tegundinni Storm Shadow og drífa um 500 kílómetra en á mánudag var bandarískum flugskeytum skotið á rússnesk skotmörk í Rússlandi. Við ætlum að ræða þessar vendingar og þessi vopn við Kristján H. Johannessen, fréttastjóra á Morgunblaðinu, sem þekkir vel til hvað varðar þau vopn sem notuð eru í stríðinu.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Bein útsending frá kjördæmafundum í aðdraganda kosninga.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir og Magnús Geir Eyjólfsson
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.