Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um „the lavender scare“, ofsóknir stjórnvalda í Bandaríkjunum á samkynhneigðu og hinsegin fólki í opinberum stofnunum ríkisins á kaldastríðsárunum og baráttuna gegn þeim.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er Landið fýkur burt með Ríó frá 1991. Öll lögin á plötunni eru eftir Gunnar Þórðarson við texta eftir Jónas Friðrik. Platan var gefin út til styrktar landgræðsluátaki, höfundar og flytjendur gáfu Landgræðslunni hagnaðinn af sölunni.
Umsjón: Bogi Ágústsson
Veðurstofa Íslands.
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Á 18. öld er fimmtungur þjóðarinnar á flakki og margur þarf að stela sér til matar. Á sama tíma breyttist refsikerfið í þá átt að í stað lífláts voru sakamenn látnir þræla ævilangt í fangelsum og einhver hörmulegasti kafli í samskiptum Dana og Íslendinga hefst.
Rætt við Þórarinn Eldjárn, Hauk Má Helgason og Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna voru þau Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins. Þau ræddu meðal annars varnarmál, stöðuna í alþjóðastjórnmálum, hagræðingu í ríkisrekstri og formannskjör í Sjálfstæðisflokknum.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Davíð Berndsen
Útvarpsfréttir.
Aðgengi að mikilvægum gögnum heilbrigðiskerfisins er háð netsambandi við útlönd. Þó gögnin séu vistuð hér á landi læsast þau inni ef sambandið rofnar, segir sérfræðingur hjá Landlækni.
Kennarar hafa ekki ákveðið hvort þeir fallist á tillögu ríkissáttasemjara. Þeir hafa fundað stíft í morgun en sáttasemjari hefur boðað samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga til fundar klukkan eitt.
Krapaflóð féllu á Austfjörðum í nótt og í morgun og þar er óvissustig í gildi. Hættustig vegna ofanflóða á Patreksfirði var fellt úr gildi laust fyrir hádegi. Íbúar sem þurftu að rýma hús sín í gærkvöld geta því snúið aftur heim.
Landamæri Gaza að Egyptalandi voru opnuð í morgun í fyrsta sinn í átta mánuði og tugir særðra og veikra Palestínumanna voru fluttir á spítala í Egyptalandi. Ísraelar hafa látið nokkra tugi Palestínumanna úr haldi í morgun og Hamas þrjá gísla.
Forsætisráðherra segir það ekki koma til greina að selja Landsbankann. Sala Íslandsbanka verður skoðuð á vorþingi.
Bandaríkjaforseti ætlar að hækka skatta á Kína, Kanada og Mexíkó í mánuðinum. Evrópusambandsríki fá að finna fyrir tollahækkunum bandarískra stjórnvalda á næstunni.
Slökkvilið höfuðborgarborgarsvæðisins sinnti hátt í þrjátíu útköllum á nokkrum klukkustundum í nótt vegna vatnsleka. Það flæddi upp úr klósettum í Hafnarfirði þegar úrkoman var hvað mest í nótt.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Áform um þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi um framhald aðildarviðræðna Íslands hafa þegar vakið upp umræðu um kosti þess og galla fyrir okkur að verða hluti af þessu bandalagi. En hvernig er staðan á stækkunarmálum hjá Evrópusambandinu almennt? Nú eru að verða tólf ár síðan nýtt ríki bættist í hópinn og það eru meira en tveir áratugir síðan stóra stækkunin átti sér stað, þegar tíu ríki, flest þeirra í austurhluta Evrópu, fengu inngöngu. Það fækkaði svo auðvitað um eitt, þegar breskir kjósendur samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Það voru einmitt fimm ár í gær frá því að Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu. En hvernig standa þessi mál núna og við hverju mætti búast á næstu misserum, fari svo að við ákveðum að halda áfram með viðræður? Björn Malmquist fjallar um málið.
Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um aldarafmæli tímaritsins The New Yorker. fögnum aldarafmæli tímaritsins The New Yorker. Tímaritið er eitt það mest lesna í heiminum og þykir bæði veita innsýn inn í hugarheim New York-borga og Bandaríkjamanna um leið. Blaðið er frjálslynt í efnisvali sínu, en hampar á sama tíma því sem stendur tímans tönn og margt í blaðinu hefur lítið breyst þau 100 ár sem það hefur verið gefið út. Oddur Þórðarson flettir með okkur í gegnum 100 ára sögu New Yorker og ræðir við Halldór Baldursson, teiknara, sem á risastóra bók með öllum þeim mörgþúsund skrýtlum sem birst hafa í blaðinu.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Í framhaldsnámi sem einleikari á píanó áttaði Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir sig á því að hún væri ekki efni í píanóleikara, því hana langaði meira að semja tónlist frekar en að spila hana. Hún fór því í nám í tónsmíðum og hefur samið ýmiskonar verk síðan, til að mynda verk fyrir listhópinn Hlökk, sem hún er í, og sönglög við ljóð eftir nöfnu sína Ingibjörgu Haraldsdóttur í félagi við aðra nöfnu sína, Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur.
Lagalisti
Konan í speglinum - Upphaf
Óútgefið - O
Óútgefið - að elska er að sökkva
Hulduhljóð - Hulduhvísl (huldufuglar)
Dúo Freyja - Undiralda
Konan í speglinum - Símtal
Tónlist úr ýmsum áttum
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Héraðsfréttamiðilinn Víkurfréttir hefur verið rekinn af sama eiganda í rúma fjóra áratugi, Páli Ketilssyni. Fjölmiðlaumhverfið hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, frá mjög frumstæðum aðstæðum til fullvinnslu í húsi þar sem nútímatækni er nýtt til hins ýtrasta. Hvernig er að reka fjölmiðil og fríblað í dag þegar samfélagmiðlar eru að tröllríða fjölmiðlamarkaðnum og baráttan um auglýsendur fer síharðnandi?
Umsjón: Svanhildur Eiríksdóttir
Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
2. Þáttur
Coleman Hawkins lagði grunninn að tenórsaxófóinum sem djasshljóðfæri. Í fyrsta þætti heyrðum við hann með hljómsveit Fletcher Henderson, en í þessum þætti heyrum við stílþróun hans með eigin hljómsveitum og hljómsveitum manna á borð við Count Basie, Lionel Hamptons og Benny Goodmans.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við gerum litla samantekt, förum yfir sigurvegara Íslensku bókmenntaverðlaunanna og heyrum viðtal frá því fyrir jól við Rán Flygenring sem fékk verðlaunin fyrir myndlýstu söguna Tjörnina. Þá spilum við eldra innslag um skáldsöguna Davíð Wunderbar eftir Hákon J. Behrens og veltum vöngum yfir því að lesa bækur upphátt.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Getz, Stan - It never entered my mind.
Washington, Dinah - Blue gardenia.
Edda Borg Ólafsdóttir, Sigurður Flosason - No words needed.
Sunna Gunnlaugsdóttir - Becoming.
Adèle Viret Quartet - Watchmaker.
Ogawa, Keita, Klampanis, Petros, Aftab, Arooj, Haddad, Jamey, Ewer, Heather, Gilchrist, Maeve, Ismaily, Shahzad - Raat Ki Rani.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Inside blues.
GØ - Republikkin bløðir.
Danish Radio Big Band - Home.
Buchanan, Jakob - Return to Rosenhill.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um „the lavender scare“, ofsóknir stjórnvalda í Bandaríkjunum á samkynhneigðu og hinsegin fólki í opinberum stofnunum ríkisins á kaldastríðsárunum og baráttuna gegn þeim.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Kvintett Sam Yahel leikur lögin Half Baked, A Sleepin' Bee, Searchin', Never Let Me Go, Hymn For Her og Block. Nicholas Payton leikur lögin The Last Goodbye, Zigaboogaloo, Back To The Source, Time Traveling, Concentratic Circles, Paraphernalia og People Make The World Go Round. Hljómsveit Nat Adderley leikur lögin Work Song, Sack of Woe, Fallout, Mean to Me og My Heart Stood Still.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
(1997)
Í þættinum er fjallað um skáldsögu Daniels Defoe „Robinson Kruso". Rætt er um raunverulega fyrirmynd hetjunnar og fjallað um eyjuna sem lausn undan oki siðmenningarinnar. Inn í textann er fléttað ljóði Jóns úr Vör „Stillt og hljótt", sem og broti úr ljóðabálknum „Heimkynni við sjó" eftir Hannes Pétursson.
Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan gramsar í Elvis-plötum útvarpsins sem eru geymdar í efstu hillum elsta plötuskápsins í kjallara Efstaleitis 1. Kóngurinn syngur lög af plötunum Summer Kisses Winter Tears, Blue Hawaii, Pot Luck og Speedway, þar sem hann er í félagi við ungfrú Nancy Sinatra. Hin sínvinsæla dúettaplata Ray Charles og Betty Carter fer nokkra hringi á plötuspilaranum, sem og platan Do the Twist with Ray Charles, sem kom út 1961, en Bítlarnir slá botninn í þáttinn með nokkrum velvöldum lögum frá árunum 1964-65. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna voru þau Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins. Þau ræddu meðal annars varnarmál, stöðuna í alþjóðastjórnmálum, hagræðingu í ríkisrekstri og formannskjör í Sjálfstæðisflokknum.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Davíð Berndsen
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Þórunn Lárusdóttir hefur komið víða við enda leikkona, handritshöfundur, tónlistarkona og leikstjóri en hún hefur komið víðar við, t.d. unnið sem fyrirsæta og það ræða hún og Felix í skemmtilegri fimmu um dagsetningar sem breyttu lífi hennar
Felix heldur svo áfram að spila tónlist sem tengist keppendum í Söngvakeppninni og í dag koma fjórir listamenn við sögu. Svo tölum við líka aðeins um Dylan
Útvarpsfréttir.
Aðgengi að mikilvægum gögnum heilbrigðiskerfisins er háð netsambandi við útlönd. Þó gögnin séu vistuð hér á landi læsast þau inni ef sambandið rofnar, segir sérfræðingur hjá Landlækni.
Kennarar hafa ekki ákveðið hvort þeir fallist á tillögu ríkissáttasemjara. Þeir hafa fundað stíft í morgun en sáttasemjari hefur boðað samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga til fundar klukkan eitt.
Krapaflóð féllu á Austfjörðum í nótt og í morgun og þar er óvissustig í gildi. Hættustig vegna ofanflóða á Patreksfirði var fellt úr gildi laust fyrir hádegi. Íbúar sem þurftu að rýma hús sín í gærkvöld geta því snúið aftur heim.
Landamæri Gaza að Egyptalandi voru opnuð í morgun í fyrsta sinn í átta mánuði og tugir særðra og veikra Palestínumanna voru fluttir á spítala í Egyptalandi. Ísraelar hafa látið nokkra tugi Palestínumanna úr haldi í morgun og Hamas þrjá gísla.
Forsætisráðherra segir það ekki koma til greina að selja Landsbankann. Sala Íslandsbanka verður skoðuð á vorþingi.
Bandaríkjaforseti ætlar að hækka skatta á Kína, Kanada og Mexíkó í mánuðinum. Evrópusambandsríki fá að finna fyrir tollahækkunum bandarískra stjórnvalda á næstunni.
Slökkvilið höfuðborgarborgarsvæðisins sinnti hátt í þrjátíu útköllum á nokkrum klukkustundum í nótt vegna vatnsleka. Það flæddi upp úr klósettum í Hafnarfirði þegar úrkoman var hvað mest í nótt.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Helgarútgáfan heilsaði ljúfum laugardegi og fyrsta degi febrúarmánaðar. Kristján Freyr fór yfir allt það helsta í menningu og málefnum líðandi stundar og tók á móti Steinunni Camillu í laugardagskaffibolla. Hún á og rekur í dag umboðs- og bókunarskrifstofuna Iceland Sync og vinnur þar ásamt kollegum sínum fyrir hag íslensks tónlistarfólks. Steinunn var auðvitað í tónlistinni og þekkkjum við hana helst úr Nylon en okkur lá forvitni á að vita meira um hvað hún er að brasa þessa dagana og hvað er það sem starfsfólk Iceland Sync gerir dags daglega. Loks heyrðum við rétt aðeins í Jónasi Sig sem var að undirbúa sig fyrir tónleika í Bæjarbíói. Loks var það auðvitað taktföst tónlistin sem réð ríkjum:
Frá kl. 12:45
KRASSASIG - Einn Dag Í Einu.
Aldous Harding - Lawn.
Curver Thoroddsen, Curver Thoroddsen - Mæja mæja.
Rogers, Maggie - The Kill.
NYLON - Einu Sinni Enn.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
NYLON - Losing A Friend.
Una Torfadóttir - Dropi í hafi.
Frá kl. 14:00
AMABADAMA - Gangá eftir þér (Úr leiksýningunni Úti að aka).
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Isadóra Bjarkardóttir Barney - Stærra.
T-REX - Hot love.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
Karl Örvarsson, Hrafnhildur Karlsdóttir - Bitter Sweet.
Young, Lola - Messy.
FLEETWOOD MAC - Go Your Own Way.
JÓNAS SIG - Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum.
Frá kl. 15:00
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Hipsumhaps - Hugmyndin um þig.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
HOLE - Malibu.
HARRY STYLES - Late night talking.
THE SMASHING PUMPKINS - 1979.
PULP - Disco 2000.
SIGRID - Don't kill My Vibe.
TRAVELING WILBURYS - Last Night.
SPILAGALDRAR - Sumarteiti.
Smokie hljómsveit, Quatro, Suzi, Norman, Chris - Stumblin' in.
VÖK - Spend the love.
Umsjón: Ragga Holm.
Fréttastofa RÚV.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum lög sem viðmælendur koma með sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Finnur Pind framkvæmdastjóri og einn stofnenda Treble Technologies mætir til okkar með fullt af lögum í farteskinu sem hafa litað líf hans og störf, sem við köfum auðvitað í samhliða því að hlusta á lögin í sameiningu.
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.