Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Vinnumarkaðurinn var til umfjöllunar í þættinum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, ræddi stöðu og horfur í atvinnumálum. Gísli Tryggvason lögmaður ræddi um afnám áminningarskyldu hjá opinberum starfsmönnum.
Tatjana Latinovic spjallaði við okkur um alþjóðlegan baráttudag kvenna á morgun, kvenréttindi og líka aðeins um ástandið í Serbíu.
Magnús Lyngdal sagði okkur svo frá Ludwig van Beethoven og lék brot úr píanókonsertum hans.
Tónlist:
Pálmi Gunnarsson - Andartak.
Hljómsveit Carls Billich og Sigurður Ólafsson - Gamla Kvíabryggja.
Mikael Máni Ásmundsson - Tvær stjörnur.


Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Fjórði og síðasti þáttur um réttarhöld yfir fyrrum starfsmönnum útrýmingarbúða nasista í Auschwitz í Frankfurt 1963, aðdraganda þeirra og aðstandendur.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgesturinn Mannleg þáttarins í dag var leikonan, kvikmyndaleikstjórinn og þýðandinn Erla Skúladóttir sem búsett er í New York og hefur búið í þeirri borg í næstum fjóra áratugi. Erla útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1982 og lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Egg leikhúsinu, Svörtu og sykurlausu götuleikhúsinu og Frú Emilíu áður en hún flutti vestur um haf. Hún vann þar sem aðstoðarkvikmyndatökukona fór svo í mastersnám í kvikmyndaleikstjórn og kvikmyndatöku í New York University. Erla hefur leikstýrt, skrifað handrit, tekið og klippt stuttmyndir og fleira. Í dag vinnur Erla við þýðingar af ýmsu tagi og veit ekkert skemmtilegra en að þýða kvikmyndahandrit. Við slógum á þráðinn til Erlu til New York í dag.
Í matarspjalli dagsins vorum við á frönskum nótum og töluðum því um franskan mat í tilefni af því að var nýkomin þaðan, úr kuldanum í París og þá kom franska lauksúpan sterk inn en hún er borin fram sjóðandi heit og kemur hita í kroppinn. Parísarmatur í matarspjalli dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Vor í Vaglaskógi / Kaleo (Jónas Jónasson / Kristján frá Djúpalæk)
Here there and everywhere / Beatles (Lennon & Mcartney)
Wise Up / Aimee Mann (Aimee Mann)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Bandaríkjaforseti hefur endurskoðað álagningu hárra vendartolla sem hann boðaði fyrr í vikunni á vörur frá Kanada og Mexíkó, og þannig dregið úr áhrifum tollanna.
Forsætisráðherra segir þó að Ísland hafi ekki beina aðkomu að fjárstuðningi Evrópusambandsins til varnarmála, séu íslensk stjórnvöld virkur þátttakandi í öryggisvörnum í álfunni.
Fram kom á fundi hennar með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í morgun að aukin fjárframlög fari til Evrópuhluta Atlantshafsbandalagsins.
Skattskil veitingastaða og réttindi starfsfólks voru víða í ólagi þegar lögregla og Skatturinn heimsóttu hátt í hundrað staði síðustu daga. Einum stað var lokað.
Alþýðusamband Íslands hefur sent fyrirspurn á öll sveitarfélög landsins um hvernig þau haga ræstingarmálum, hvort þeim sé útvistað og hvort öll réttindi og samningar séu virtir.
Það skiptir mestu fyrir sauðfjárbændur að fá sanngjarnt verð fyrir vörur sínar, að sögn formanns sauðfjárbænda í Bændasamtökunum. Erfitt, en nauðsynlegt, sé að fækka sláturhúsum í landinu.
Notendur Strætó geta nálgast rauntímaupplýsingar á kortum Google og Apple. Framkvæmdastjóri Strætó segir þetta hluta af þjónustuaukningu við notendur.
Þróttur Reykjavík og KA leika til úrslita í bikarkeppni karla í blaki. Báðir undanúrslitaleikirnir fóru í oddahrinu. Í dag ræðst það hvaða lið leika til úrslita í kvennaflokki og úrslitaleikirnir eru á morgun.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Sakborningar í íslenska hryðjuverkamálinu fagna sýknu í Landsrétti og vona að málinu sé lokið. En er líklegt að þeir hafi látið af hatursfullu viðhorfi til ákveðinna þjóðfélagshópa? Og hvers vegna reyndist málið svona flókið í dómskerfinu? Þóra Tómasdóttir ræddi við verjendurna Svein Andra Sveinsson og Einar Odd Sigurðsson auk Hafsteini Dan Kristjánssyni, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið heilsar af hugvísindaþingi í Háskóla Íslands. Í dag ætlum við meðal annars að hamra járnið á meðan það er heitt, eða eins og sagt er á þýsku - Das Eisen muss man schmieden solange es heiß ist. Við ræðum orðatiltæki, sem tengjast fornu handverki eða iðnaði og eru oft til í mörgum tungumálum við Oddnýju G. Sverrisdóttur, prófessor í þýsku. Og við ræðum við fleiri fræðimenn um fleira spennandi, til dæmis um Fjalla-Eyvind og göngu Jóhanns Sigurjónssonar yfir Vatnahjallaveg árið 1908, jötunmeyjar, goðsagnaljóðlist og vistskáldskap 21. aldar, nýjar og hátæknilegar rannsóknaraðferðir í fornleifafræði og iðhorf fólks til íslensks táknmáls og þeirra sem kenna íslensku sem annað mál.
Falsanir og svikahrappar eru ekki einungis vinsælt viðfangsefni bókmennta heldur lita svik og prettir einnig útgáfusögu bókmennta. Alltaf koma við og við upp hneyksli þar sem höfundar verka verða uppvísir að því að hafa villt á sér heimildir. Slík mál vekja oft upp athyglisverðar spurningar um skáldskap og hlutverk höfunda.
Falsanir spretta upp af ákveðnu sögulegu samhengi og því skiptir forsaga þeirra miklu máli. Falsarar nýta sér þær hefðir sem fyrir eru og spila inn á væntingar viðtakenda. Líkt og satíran varpa falsanir því ljósi á einkenni einstakra bókmenntagreina og tímabila í bókmenntasögunni. Í þáttunum verða raktar frásagnir af nokkrum fölsunum í bókmenntaheiminum, litið á sögulegt samhengi og því velt upp hvort þessar falsanir segi okkur eitthvað um bókmenntir síns tíma. Lesari í þættinum: Vigdís Másdóttir
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir
Í fyrsta þætti er minnst á langa hefð þess að segja gamansögur af svikahröppum. Í því samhengi er litið á sögur um þýska hrekkjalóminn Ugluspegil og risana Gargantúa og Pantagrúl sem Francois Rabelais skrifaði um á 16. öld. Síðan er sjónum beint að eiginlegu viðfangsefni þáttanna, fölsunum í bókmenntaheiminum og ýmsum einkennum þeirra.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Þrír kvikmyndaunnendur mæta í Endastöðina þennan föstudaginn og ræða Óskarsverðlaunin og nokkrar af myndunum sem voru verðlaunaðar. Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður, Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar og Samúel Lúkas nemi við Listaháskóla Íslands ræða meðal annars kvikmyndirnar Anora, Emilia Perez, The Brutalist og The Seed and the Sacred Fig.
Fréttir
Fréttir
41 sinni hefur barn verið vistað í fangageymslu lögreglunnar að Flatahrauni í Hafnarfirði. Umboðsmaður barna gagnrýnir misvísandi upplysingar frá barnamálaráðherra og Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs barna-og fjölskyldustofu ætlar að láta loka úrræðinu strax.
Utanríkisráðherra telur rétt að tvöfalda framlög Íslands til varnarmála. Ekki stendur til að gera miklar breytingar á varnarsamningi Íslands við Bandaríkin.
Tíu særðust í árásum Rússa á íbúðahverfi í Úkraínu í nótt.
Lokakaflinn á Sundhnúksgígaröðinni er líklega hafinn að sögn jarðeðlisfræðings. Hann býst við einu gosi til viðbótar.
Tunglleiðangur fyrirtækisins Intuitive Machines misheppnaðist eftir að tunglfar þess lenti á tunglinu á hliðinni. Farið flutti búnað sem átti að nýta til að leita að vatni og öðrum auðlindum.
Um fimmtíu manns missa vinnuna hjá útgerðarfélaginu Brimi þegar einum frystitogara fyrirtækisins verður lagt.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Lokakaflinn á Sundhnúksgígaröðinni er líklega hafinn, segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Sennilega er innistæða fyrir einu eldgosi í viðbót, hvenær það verður er erfiðara að spá fyrir um. Og hvað gerist svo næst og hvenær? Í jarðfræðinni eru hundrað ár eins og eitt augnblik, segir Benedikt.
Það er óhætt að fullyrða að allir - eða í það minnsta nokkurn veginn allir - sem láta sig heiminn og meðbræður sína og systur einhverju varða yfirhöfuð óski þess að friður komist á í Úkraínu. En fólk greinir á um, hvernig best sé að koma því í kring. Línan hjá stjórnvöldum hér og í stærstum hluta Evrópu og Vesturlanda - þar á meðal þar til fyrir skemmstu, í Bandaríkjunum líka - hefur verið sú að eina ráðið sé að vopna Úkraínumenn, sjá þeim fyrir æ meiri og fullkomnari vopnum til að beita í stríðinu við innrásarher Rússa, uns þeir ná að reka hann af höndum sér og knýja stjórnvöld í Moskvu til samninga. Þetta gengur hins vegar ansi illa. Menn halda áfram að murka lífið hver úr öðrum á vígstöðvunum og Rússar halda líka áfram mannskæðum árásum á borgaraleg skotmörk, innviði og jafnvel íbúðahverfi, en hvorugum stríðsaðila hefur miðað nokkuð sem heitið getur um langa hríð. Og hvorugur vill gefa nokkuð eftir. Og hvað er þá til ráða? Um það eru sem fyrr segir skiptar skoðanir og engin patentlausn til - en friðarsinnar eru þó sannfærðir um að meira af því sama dugi skammt. Spegillinn hitti Stefán Pálsson sagnfræðing og hernaðarandstæðing að máli.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Sagt er frá ungri upprennandi blúskonu frá Írlandi, sem heitir Murieann Bradley og hefur vakið athygli með sinni fyrstu stóru plötu sem heitir I kept These Old Blues. Faðir hennar hlustar mikið á gamlar sveitablúsplötur og hún lærði lögi í æsku, byrjaði að spila á gítar 9 ára og fyrsta platan kom út rétt áður en hún varð sautján ára. Hún fæddist árið 2006 í smábæ í Donnegan sýslu á Írlandi og er ótrúlega efnileg tónlistarkona. Hún vakti umtalsverða athygli þegar hún kom fram í áramótaþætti Jools Holland í ársbyrjun 2024, en fyrsta platan hennar kom út þremur vikum áður en þessi þáttur var sýndur.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Falsanir og svikahrappar eru ekki einungis vinsælt viðfangsefni bókmennta heldur lita svik og prettir einnig útgáfusögu bókmennta. Alltaf koma við og við upp hneyksli þar sem höfundar verka verða uppvísir að því að hafa villt á sér heimildir. Slík mál vekja oft upp athyglisverðar spurningar um skáldskap og hlutverk höfunda.
Falsanir spretta upp af ákveðnu sögulegu samhengi og því skiptir forsaga þeirra miklu máli. Falsarar nýta sér þær hefðir sem fyrir eru og spila inn á væntingar viðtakenda. Líkt og satíran varpa falsanir því ljósi á einkenni einstakra bókmenntagreina og tímabila í bókmenntasögunni. Í þáttunum verða raktar frásagnir af nokkrum fölsunum í bókmenntaheiminum, litið á sögulegt samhengi og því velt upp hvort þessar falsanir segi okkur eitthvað um bókmenntir síns tíma. Lesari í þættinum: Vigdís Másdóttir
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir
Í fyrsta þætti er minnst á langa hefð þess að segja gamansögur af svikahröppum. Í því samhengi er litið á sögur um þýska hrekkjalóminn Ugluspegil og risana Gargantúa og Pantagrúl sem Francois Rabelais skrifaði um á 16. öld. Síðan er sjónum beint að eiginlegu viðfangsefni þáttanna, fölsunum í bókmenntaheiminum og ýmsum einkennum þeirra.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið heilsar af hugvísindaþingi í Háskóla Íslands. Í dag ætlum við meðal annars að hamra járnið á meðan það er heitt, eða eins og sagt er á þýsku - Das Eisen muss man schmieden solange es heiß ist. Við ræðum orðatiltæki, sem tengjast fornu handverki eða iðnaði og eru oft til í mörgum tungumálum við Oddnýju G. Sverrisdóttur, prófessor í þýsku. Og við ræðum við fleiri fræðimenn um fleira spennandi, til dæmis um Fjalla-Eyvind og göngu Jóhanns Sigurjónssonar yfir Vatnahjallaveg árið 1908, jötunmeyjar, goðsagnaljóðlist og vistskáldskap 21. aldar, nýjar og hátæknilegar rannsóknaraðferðir í fornleifafræði og iðhorf fólks til íslensks táknmáls og þeirra sem kenna íslensku sem annað mál.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgesturinn Mannleg þáttarins í dag var leikonan, kvikmyndaleikstjórinn og þýðandinn Erla Skúladóttir sem búsett er í New York og hefur búið í þeirri borg í næstum fjóra áratugi. Erla útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1982 og lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Egg leikhúsinu, Svörtu og sykurlausu götuleikhúsinu og Frú Emilíu áður en hún flutti vestur um haf. Hún vann þar sem aðstoðarkvikmyndatökukona fór svo í mastersnám í kvikmyndaleikstjórn og kvikmyndatöku í New York University. Erla hefur leikstýrt, skrifað handrit, tekið og klippt stuttmyndir og fleira. Í dag vinnur Erla við þýðingar af ýmsu tagi og veit ekkert skemmtilegra en að þýða kvikmyndahandrit. Við slógum á þráðinn til Erlu til New York í dag.
Í matarspjalli dagsins vorum við á frönskum nótum og töluðum því um franskan mat í tilefni af því að var nýkomin þaðan, úr kuldanum í París og þá kom franska lauksúpan sterk inn en hún er borin fram sjóðandi heit og kemur hita í kroppinn. Parísarmatur í matarspjalli dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Vor í Vaglaskógi / Kaleo (Jónas Jónasson / Kristján frá Djúpalæk)
Here there and everywhere / Beatles (Lennon & Mcartney)
Wise Up / Aimee Mann (Aimee Mann)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Þrír kvikmyndaunnendur mæta í Endastöðina þennan föstudaginn og ræða Óskarsverðlaunin og nokkrar af myndunum sem voru verðlaunaðar. Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður, Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar og Samúel Lúkas nemi við Listaháskóla Íslands ræða meðal annars kvikmyndirnar Anora, Emilia Perez, The Brutalist og The Seed and the Sacred Fig.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Stjórnvöld í Kína sögðu í gær landið tilbúið að berjast til enda gegn Bandaríkjunum í tollastríði, viðskiptastríði eða hvers kyns öðru stríði. Við ræðum samskipti þessara ríkja við Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, í upphafi þáttar.
Sálfélagslegt öryggi er lykilþáttur í því að byggja upp heilbrigt, árangursríkt og sjálfbært vinnuumhverfi. Þetta segir Andri Hauksteinn Oddsson sálfræðingur. Það Kannski er ágætt að byrja á því að spyrja hvað er sálfélagslegt öryggi? Andri kíkir til okkar.
Í Íslandi í dag í vikunni var rætt við konu sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún sýnir meðal annars hvernig hún kemst af með nokkur þúsund krónur í vikumatseðil fyrir sína fjögurra manna fjölskyldu. En gengur það upp hérlendis að borða ódýrt en rétt og hollt? Við ræðum þau mál við Birnu Þórisdóttur, lektor í næringarfræði.
Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að endurnefna götuna Bjargargötu þar sem nefndin telur götuheitin Bjargargata og Bjarkargata of lík og til þess fallin að valda ruglingi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, leiðir örnefnanefnd, og ræðir við okkur um verkefni hennar og nýlega úrskurði.
Formúlan er að fara aftur af stað. Birgir Þór Harðarson þekkir þessa keppni betur en flestir og ræðir við okkur.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, í þetta skiptið með Hólmfríði Maríu Ragnhildardóttur, fréttamanni á Morgunblaðinu, og Pétri Magnússyni, fréttamanni á RÚV.


Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Leikkonan knáa Kristín Þóra Haraldsdóttir mætti í Stuðarnann og valdi þau þrjú lög sem koma henni í stuð. Þemað í Lagalista fólksins var talan 3, hann var sturlaður!
Lagalisti þáttarins:
Ragnhildur Gísladóttir - Hvað Um Mig Og Þig?.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
ALOE BLACC - I Need A Dollar.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Fegurð.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Mr. Blue Sky.
LL Cool J - Doin it (on the air).
DAVID BOWIE - Young Americans.
Weeknd, The, Justice - Wake Me Up.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
Van Halen - Jump.
LIONEL RICHIE - Dancing On The Ceiling.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
J Geils Band - Centerfold.
QUEEN - Don't Stop Me Now.
STJÓRNIN - Ég Lifi Í Voninni.
PROCLAIMERS - I'm gonna be (500 miles).
MUGISON - Murr Murr.
LEN - Steal My Sunshine.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
WHITNEY HOUSTON - I Wanna Dance With Somebody (Who Loves Me).
MARK RONSON & KING PRINCESS - Happy together.
CAT STEVENS - Wild World.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
BÍTLAVINAFÉLAGIÐ - Þrisvar Í Viku.
BOB MARLEY & THE WAILERS - Three Little Birds.
RÍÓ - Dýrið Gengur Laust.
BLIND MELON - Three Is A Magic Number.
3 DOORS DOWN - Kryptonite.
311 - Amber.
GUS GUS, NÝDÖNSK OG HJALTALÍN - Þriggja daga vakt.
XTC - Making Plans For Nigel (80).
Red Hot Chili Peppers - Soul to squeeze.
BRIMKLÓ - Þrír Litlir Krossar.
ALICE IN CHAINS - Heaven beside you.
THE SMASHING PUMPKINS - Thirty Three.
THREE DOG NIGHT - One.
Haukar - Þrjú tonn af sandi.
FAITH NO MORE - Epic.
Sting, Adams, Bryan - All for love.
Ómar Ragnarsson - Þrjú hjól undir bílnum.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Bandaríkjaforseti hefur endurskoðað álagningu hárra vendartolla sem hann boðaði fyrr í vikunni á vörur frá Kanada og Mexíkó, og þannig dregið úr áhrifum tollanna.
Forsætisráðherra segir þó að Ísland hafi ekki beina aðkomu að fjárstuðningi Evrópusambandsins til varnarmála, séu íslensk stjórnvöld virkur þátttakandi í öryggisvörnum í álfunni.
Fram kom á fundi hennar með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í morgun að aukin fjárframlög fari til Evrópuhluta Atlantshafsbandalagsins.
Skattskil veitingastaða og réttindi starfsfólks voru víða í ólagi þegar lögregla og Skatturinn heimsóttu hátt í hundrað staði síðustu daga. Einum stað var lokað.
Alþýðusamband Íslands hefur sent fyrirspurn á öll sveitarfélög landsins um hvernig þau haga ræstingarmálum, hvort þeim sé útvistað og hvort öll réttindi og samningar séu virtir.
Það skiptir mestu fyrir sauðfjárbændur að fá sanngjarnt verð fyrir vörur sínar, að sögn formanns sauðfjárbænda í Bændasamtökunum. Erfitt, en nauðsynlegt, sé að fækka sláturhúsum í landinu.
Notendur Strætó geta nálgast rauntímaupplýsingar á kortum Google og Apple. Framkvæmdastjóri Strætó segir þetta hluta af þjónustuaukningu við notendur.
Þróttur Reykjavík og KA leika til úrslita í bikarkeppni karla í blaki. Báðir undanúrslitaleikirnir fóru í oddahrinu. Í dag ræðst það hvaða lið leika til úrslita í kvennaflokki og úrslitaleikirnir eru á morgun.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Sigurbjörn Árni Arngrímsson var á línunni en hann er staddur í Digranesinu þar sem bikarúrslitakeppnin í blaki fer fram þessa helgina. Í gær voru undanúrslit karla og í dag eru undanúrslitaleikir kvenna.
Skemmtikrafurinn Hjálmar Örn fékk hjartaáfall á dögunum og það er óhætt að segja að mörgum hafi verið brugðið við þær fréttir. Við tókum stöðuna á Hjálmari
Föstudagsgesturinn að þessu sinni var Gunni Óla.
Úrslit Melodifestivalen ráðast annað kvöld en þá kemur í ljós hver keppir í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Það er mikil stremning fyrir keppninni og við hituðum upp fyrir þessa Sænsku poppveislu í Síðdegisútvarpinu. Fengum nokkur tóndæmi en að auki hringdum við í Fanný Guðbjörgu Jónsdóttur sem stödd er ytra til að fylgjast með herlegheitunum.
Sara McMahon, kynningarstjóri UN Women Iceland og Rakel McMahon verkefnastýra komu til okkar. Un Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferð - March Forvard og verður henni ýtt formlega úr vör á morgun á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Fréttir
Fréttir
41 sinni hefur barn verið vistað í fangageymslu lögreglunnar að Flatahrauni í Hafnarfirði. Umboðsmaður barna gagnrýnir misvísandi upplysingar frá barnamálaráðherra og Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs barna-og fjölskyldustofu ætlar að láta loka úrræðinu strax.
Utanríkisráðherra telur rétt að tvöfalda framlög Íslands til varnarmála. Ekki stendur til að gera miklar breytingar á varnarsamningi Íslands við Bandaríkin.
Tíu særðust í árásum Rússa á íbúðahverfi í Úkraínu í nótt.
Lokakaflinn á Sundhnúksgígaröðinni er líklega hafinn að sögn jarðeðlisfræðings. Hann býst við einu gosi til viðbótar.
Tunglleiðangur fyrirtækisins Intuitive Machines misheppnaðist eftir að tunglfar þess lenti á tunglinu á hliðinni. Farið flutti búnað sem átti að nýta til að leita að vatni og öðrum auðlindum.
Um fimmtíu manns missa vinnuna hjá útgerðarfélaginu Brimi þegar einum frystitogara fyrirtækisins verður lagt.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Lokakaflinn á Sundhnúksgígaröðinni er líklega hafinn, segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Sennilega er innistæða fyrir einu eldgosi í viðbót, hvenær það verður er erfiðara að spá fyrir um. Og hvað gerist svo næst og hvenær? Í jarðfræðinni eru hundrað ár eins og eitt augnblik, segir Benedikt.
Það er óhætt að fullyrða að allir - eða í það minnsta nokkurn veginn allir - sem láta sig heiminn og meðbræður sína og systur einhverju varða yfirhöfuð óski þess að friður komist á í Úkraínu. En fólk greinir á um, hvernig best sé að koma því í kring. Línan hjá stjórnvöldum hér og í stærstum hluta Evrópu og Vesturlanda - þar á meðal þar til fyrir skemmstu, í Bandaríkjunum líka - hefur verið sú að eina ráðið sé að vopna Úkraínumenn, sjá þeim fyrir æ meiri og fullkomnari vopnum til að beita í stríðinu við innrásarher Rússa, uns þeir ná að reka hann af höndum sér og knýja stjórnvöld í Moskvu til samninga. Þetta gengur hins vegar ansi illa. Menn halda áfram að murka lífið hver úr öðrum á vígstöðvunum og Rússar halda líka áfram mannskæðum árásum á borgaraleg skotmörk, innviði og jafnvel íbúðahverfi, en hvorugum stríðsaðila hefur miðað nokkuð sem heitið getur um langa hríð. Og hvorugur vill gefa nokkuð eftir. Og hvað er þá til ráða? Um það eru sem fyrr segir skiptar skoðanir og engin patentlausn til - en friðarsinnar eru þó sannfærðir um að meira af því sama dugi skammt. Spegillinn hitti Stefán Pálsson sagnfræðing og hernaðarandstæðing að máli.

Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Að vanda fer fyrri hluti þáttarins í glænýja danstónlist úr ýmsum áttum handvalin af þáttarstjórnendum, þar á meða eitt nýtt íslenskt frá Housebuilders. Við skellum því næst í þrennu af franskri hústónist síðan 1997 þegar franska danstónlistarvorið var í algleymingi. Múmía kvöldsins er síðan klassískt "bootleg" mix af lagi frásoul tónlistarkonunni Angie Stone sem lést nýlega. Lag sem var spilað mikið af plötusnúðunum árið 2002.
Plötusnúður kvöldsins er DJ Hristo sem er að koma framm í PZ í fyrsta sinn. Hann hitar dansþyrsta upp fyrir kvöldið sitt á Kaffibarnum þetta sama kvöld.
Geggjuð dansveisla um landið og miðin!