Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Íslenska eftirlaunakerfið er varðað skerðingaákvæðum; í því er lítið svigrúm fyrir aðrar tekjur þótt lágar séu. Fyrir fáeinum árum var látið reyna á skerðingarnar - eða tilteknar skerðingar - fyrir dómstólum en kærendur fóru bónleiðir til búðar. Á dögunum ákvað Mannréttindadómstóll Evrópu að taka málið til efnismeðferðar. Þetta er snúið allt saman en Þorbjörn Guðmundsson, margreyndur úr verkalýðsbaráttu og lífeyrismálum, þekkir málið vel; hann kom til okkar.
Borgþór Arngrímsson fjallaði um dönsk málefni. Grænland var efst á blaði í dag en sem kunnugt er ásælist Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, þessa langstærstærstu eyju á jörðinni, og sonur hans gerði þar stuttan stans í gær.
Við ræddum við Katrínu Sigurjónsdóttir, sveitarstjóra Norðurþings, sem horfir nokkuð bjartsýn til ársins framundan. Fjöldi skemmtiferðaskipa hefur þegar boðað komu sína, íbúum hefur fjölgað og framkvæmdir framundan.
Tónlist:
Elvis Presley - Blue moon.
Elvis Presley - Suspicious minds.
Elvis Presley - Always on my mind.
Kim Larsen og Kjukken - Tak for alt i det gamle år.
Elvis Presley - Can't help falling in love.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Útvarpsfréttir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Útvarpsfréttir.
Robert Schumann (1810–1856) var eitt merkasta tónskáld nítjándu aldar. Hann er erkitýpa hins rómantíska snillings og sveiflaðist stöðugt á milli oflætis og deyfðar, ofsalegra afkasta og algjörs aðgerðaleysis. Draumur Schumanns um að verða konsertpíanisti rættist ekki, en fyrsta áratug tónsmíðaferils síns helgaði hann píanóinu alla krafta sína og voru 23 fyrst útgefnu tónverk hans samin fyrir einleikspíanó. Þar á meðal eru mörg af merkustu og þekktustu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir hljóðfærið. Sex þeirra hljóma í þessari þáttaröð, öll samin á gríðarlega frjósömu fjögurra ára tímabili (1834–38) og þrungin persónulegum tilvísunum og táknum. Í þáttunum er ljósi varpað á þessi tengsl með brotum úr dagbókum og bréfum og sagt frá áhrifum ástarmála hins unga tónskálds á tilurð verkanna.
Umsjón: Halldór Hauksson.
Fyrri hluti ársins 1837 var erfiður tími í lífi Schumanns. „Myrkustu mánuðir ævi minnar,“ sagði hann sjálfur. 2. júlí þetta ár var hann viðstaddur tónleika ungs píanóleikara, Önnu Robenu Laidlaw, í Gewandhaus í Leipzig. Við það brast ritstíflan sem hrjáð hafði Schumann í marga mánuði og næstu daga flæddi tónlistin úr penna hans. Að hálfum mánuði liðnum var orðinn til bunki af stökum karakterstykkjum fyrir píanó sem Schumann nefndi einu nafni Fantasiestücke. Verkið kom út sem op. 12 í febrúar 1838 og varð strax vinsælt, ekki síst stormsveipurinn Aufschwung.
Lesari með umsjónarmanni er Jóhannes Ólafsson.
Útvarpsfréttir.
Bein útsending frá veitingu viðurkenninga úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, auk þess sem tilkynnt verður um styrkþega úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Rás 2 veitir Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning á árinu 2024 og tilkynnt verður um val á orði ársins að mati hlustenda og Stofnunar Árna Magnússonar.
Ávarp flytja Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Kynnir: Halla Harðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum fjöllum við um list og hvað það er.
Hvað er list og hvað er listamaður? Hvað er listin gömul? Hvað eru listgreinar? Þetta eru allt erfiðar spurningar sem er kannski ekki neitt eitt rétt svar við - en mjög gaman að velta fyrir sér.
Við heyrum einnig um nokkur listaverk sem vert er að þekkja.
Sérfræðingur þáttarins er: Guðni Tómasson
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum tónlistarhópanna Freiburger Barock Consort og Ensemble Recherche á Snemmtónlistarhátíðinni í Herne í Þýskalandi.
Á efnisskrá er danstónlist, gömul og ný, eftir Henry Purcell, David Lang, Antonio Bertali, Michael Gordon, Guillaume Conesson, Antonio Vivaldi, Georg Muffat og Donncha Dennehy. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar en stefnt að því að fyrsti leiðangur til loðnurannsókna á þessu ári hefjist um eða upp úr næstu helgi.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, kemur í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fjármál heimilisins.
Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, ræðir við okkur um aukinn áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi og öryggis- og varnarmál á norðurslóðum.
Við höldum áfram að ræða stöðuna í stjórnmálunum, í þetta skiptið við Ingibjörgu Isaksen, þingmann Framsóknar, og Guðbrand Einarsson, þingmann Viðreisnar.
Ljósufjöll halda áfram að bæra á sér. Í nótt varð jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mældist við Grjótárvatn. Hvað vitum við um þetta kerfi og hvað gæti verið í vændum? Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði kemur til okkar.
Tryggvi Freyr Elínarson hjá Datera spjallar við okkur um breytingar sem Mark Zuckerberg kynnti á ritskoðun Meta í gær.
Tónlist:
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
Hljómar - Ég elska alla.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
Paul Simon- You Can Call Me Al.
Metronomy - The Look.
Sébastien Tellier - Divine.
Grace, Kenya - Strangers.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.