07:03
Morgunvaktin
Heimsglugginn, áhrif verkfalls lækna og uppbygging á Reykhólum
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Kjör Donalds Trump sem næsta forseta Bandaríkjanna kom auðvitað við sögu, en við ræddum líka stórtíðindi sem bárust í gærkvöldi frá Þýskalandi. Ríkisstjórnin þar er sprungin eftir að Scholz kanslari rak Lindner fjármálaráðherra.

Síðar í dag kemur í ljós hvort læknar eru á leiðinni í verkfall eftir rúmar tvær vikur. Verkfall myndi hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana, ekki síst sjúkrahúsa. Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri fór yfir áhrif verkfalls á deildir spítalans.

Við hringdum svo í Reykhólahrepp í síðasta hluta þáttarins. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri þar ræddi við okkur um mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum, þar var líka að opna búð í fyrsta sinn í rúmt ár og við töluðum um samgöngumálin á sunnanverðum Vestfjörðum.

Tónlist:

Leonard Cohen - I'm your man.

Leonard Cohen - Hey that's no way to say goodbye.

Leonard Cohen - Everybody knows.

Dead Man's Bones - My Bodys A Zombie For You.

Sif Ragnhildardóttir - Það vaxa blóm á þakinu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,