Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er platan 52nd Street með bandaríska tónlistarmanninum Billy Joel.
Platan kom út árið 1978 og var metsöluplata. Hún inniheldur níu lög og á henni freistaði píanómaðurinn Joel þess að fara nýjar leiðir og fékk t.d. til liðs við sig fjölda djasstónlistarmanna og útsetjara. Platan fékk m.a. Grammy verðlaun sem plata ársins.
Hlið 1:
Big Shot
Honesty
My life
Zansibar
Hlið 2:
Stiletto
Rosalinda”s eyes
Half a mile away
Until the night
52nd Street
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.

Veðurstofa Íslands.
Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Taugaveiki herjaði á íbúa Flateyjar á Skjálfanda á fjórða áratug síðustu aldar og var faraldurinn svo skæður að fólk forðaðist eyjuna. Í þriðja þætti er fjallað um veikindin og afleiðingar þeirra. Alls eru þættirnir sex í þáttaröðinni Tilraun sem stóð í þúsund ár. Viðmælendur í þættinum eru: smitsjúkdómalæknarnir Bryndís Sigurðardóttir og Sigurður Guðmundsson og Guðrún Sigurpálsdóttir frá Baldurshaga í Flatey.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Lára Ómarsdóttir almannatengill, Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi.
Þau ræddu mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, breytingar á veiðigjaldi, stöðu ríkisstjórnarinnar, Signal-lekann og Grænland.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Yfir eitt þúsund hafa fundist látin eftir jarðskjálftana í Mjanmar í gær. Björgunarfólk leitar í húsarústum víða um landið og í nágrannaríkjum.
Jarðskjálftafræðingur segir líklegt að fleiri eigi eftir að finnast látin. Skjálftar á þessum slóðum eru vegna flekahreyfinga, þegar Evrasíuflekinn og Indlandsflekinn rekast saman.
Danir eru afar ósáttir við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands. Utanríkisráðherra segir framkomuna gagnvart Grænlandi dapurlega. Fjölga þurfi stoðum undir varnir Íslands.
Rannsóknarleiðangur á Suðurskautslandið er í uppnámi eftir að einn úr níu manna hópi fór að beita félaga sína ofbeldi og hóta lífláti. Þeir hafa óskað eftir björgun en þurfa að óbreyttu að vera á Suðurskautslandinu fram í desember.
Íslenskir skógar binda á hverju ári að jafnaði um eitt komma þrjú tonn af koldíoxíði á hektara bara í jarðvegi og tæp 10 tonn í heild. Prófessor við Landbúnaðarháskólann er ósáttur við villandi umræðu um að skógrækt geri ógagn í loftslagsmálum.
Í morgun var hægt að sjá deildarmyrkva á sólu á vestanverðu landinu. Sjónarspilið náði hámarki rétt eftir klukkan ellefu.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við ætlum heimskautanna á milli í þættinum í dag og einnig að huga að írska tungumálinu.
Í síðustu viku bárust fréttir af ásökunum gegn manni sem er í rannsóknarleiðangri þar suðurfrá ásamt öðrum. Hann er sakaður um kynferðisofbeldi og líflátshótanir gegn félögum sínum í rannsóknarleiðangrinum, sem á að standa fram í desember. Okkur langaði að skyggnast betur inn í þennan heim og skoða betur hvaða áhrif algjör einangrun í svona langan tíma getur haft á fólk. Bjarni Pétur ræddi við Ólaf Ingólfsson sem hefur farið í fimm leiðangra á Suðurskautslandið og hann segir að það verði allir pínulítið skrítnir við þessar aðstæður.
Getur hip hop bjargað írska tungumálinu? Það er góð spurning og kannski er tríóið Kneecap frá Norður-Írlandi með svarið við því. Írska er að minnsta kosti að ganga í endurnýjun lífdaga í rappi hljómsveitarinnar. Hljómsveitin hefur sagt markmið sitt vera að gera tungumálið aðgengilegra fyrir ungt fólk. En hvað er það við þessa hljómsveit sem hefur vakið nýjan áhuga á tungumálinu? Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræddi meðal annars við Áine Mangaong tónlistarfræðing um hljómsveitina, af hverju hún er einstök og írska tungumálið.
Þá heyrum við í Hallgrími Indriðasyni, fréttamanni, sem hefur dvalið á Grænlandi síðust daga. Það hafa verið viðburðaríkir dagar þar, í gær kynnti ný ríkisstjórn samstarfssáttmála sinn og varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, sótti landið heim.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þegar Hekla Magnúsdóttir komst í tæri við sitt fyrsta þeremín voru örlög hennar ráðin, enda hefur hún varla sleppt hendinni af hljóðfærinu, ef svo má segja, því leikið er á þeremín án snertingar. Það sem heillaði hana við þeremínið, þetta fyrsta rafhljóðfæri sögunnar, er að hljómur þess er svo brothættur og mannlegri fyrir vikið.
Lagalisti:
Óútgefið - Í rökkri
Sprungur - Tvö þrjú slit
Á - Heyr himna smiður
Sprungur - Tvö þrjú slit
Xiuxiuejar - The Hole
Xiuxiuejar - Ris og rof
Xiuxiuejar - Silfurrofinn
Turnar - Ókyrrð
Turnar - Var
Turnar - Gráminn

Tónlist úr ýmsum áttum
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þættinum er athugað hvort óperulistin sé í rauninni eins leiðinleg og hún hefur á sér orðspor í almenningi. Rætt er við Guðmund Ottó Grímsson og Bryndísi Víglunds sem segja skoðanir sínar og innsýn á þessu flókna listformi.
Umsjón: Ellert Blær Guðjónsson
Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
10. Þáttur.
Eftir stríð starfaði hljómsveit Benny Goodamans ekki samfellt, en stjörnueinleikarar hans, trompetleikarinn Harry James og trommarinn Gene Krupa létu ekki deigan síga og stjórnuðu öflugum sórsveitum. Í þessum þætti verða leiknar perlur er þeir hljóðrituðu fyrir Capitol eftir stríð.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við höldum áfram í Póllandi í þætti dagsins. Pólskar bókmenntir á íslensku, við víkkum netið örlítið og lítum á þýðingarsöguna. Pétur Magnússon dagskrárgerðarmaður á rás 1 hefur mikinn áhuga á efninu og nefnir nokkur skáld, bækur og einstök ljóð sem hafa haft áhrif á hann.
Þá fjöllum við líka um nýja þýðingu á bók eftir Olgu Tokarczuk sem hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2019. Hús dags, hús nætur kom út fyrir skemmstu, skáldsaga frá 1998 sem skaut Olgu á stjörnuhiminninn. Árni Óskarsson þýðir en hann þýddi einnig skáldsögu Olgu Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu, við ræðum stuttlega við hann um þýðinguna og heyrum líka brot úr viðtali við Olgu Tokarczuk þegar hún var hér á landi 2006 og Jórunn Sigurðardóttir en bæði hún og Sjón tóku viðtöl við höfundinn.
Viðmælendur: Olga Holownia, Pétur Magnússon, Árni Óskarsson og Olga Tokarczuk.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Williamson, Sonny Boy - Eyesight to the blind.
Waller, Fats, - By the light of the silvery moon.
Stórsveit Reykjavíkur - Hokkaido.
Ellington, Duke and his Orchestra- Black, brown and beige : part II.
Herbie Hancock- Watermelon Man
Kvintett Tony Williams - Cape wilderness.
Jarrett, Keith - Rio - Part III.
Stan Kenton and his Orchestra - The big chase.
Armstrong, Louis, Dorsey, Jimmy and his Orchestra - The skeleton in the closet.
Heard, John, Bellson, Louie, Basie, Count, Peterson, Oscar - (Back home again in) Indiana.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt mannskæðasta slys í sögu Noregs. Í illviðri 27. mars 1980 hvolfdi olíuborpallinum Alexander Kielland á Norðursjó og 123 menn fórust.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Tónlistin í þættinum: Shirley Horn flytur fimm lög: Isn't It Romantic, I Wish I Didn't Love You, Nice 'n' Easy, Summer (Estaté) og I Thought About You. Rune Carlsson syngur fjögur lög: They Say Itðs Wonderful, Footprints, For My Lady og Gratitude. Stórsveit Count Basie flytur lögin: Green Pocket, Didn't You, Dinner With Friends, Sweety Cakes og Shiny Stockings. Söngkonan Abbey Lincoln syngur sex lög með hljómsveit Benny Golson: Music Maestro Please, Little Nile, Out Of The Past, Ain't Nobody's Business, An Occasional Man og It's Magic.
Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)
Í þættinum er fjallað um Íslendinga búsetta í Svíþjóð. Í þættinum er spjallað við Ernu Magnúsdóttur, Þóri Örn Ólafsson og Daníel Halldór Gunnarsson en þau fluttu til Svíþjóðar á áttunda og níunda áratugnum. Flutt brot úr fréttaþættinum Hér og nú frá 1989, þar sem fjallað er um mikinn fólksflótta til Svíþjóðar.
Umsjón: Málfríður Gylfadóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan sækir sumarhita til Ítalíu og dregur fram tónlist með ítölsk ættuðu tónlistarfólki sem bjó víðsvegar um heiminn.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Lára Ómarsdóttir almannatengill, Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi.
Þau ræddu mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, breytingar á veiðigjaldi, stöðu ríkisstjórnarinnar, Signal-lekann og Grænland.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Jón Þór Helgason