Í þættinum segir Lydía Jörgensen frá því hvernig seinni heimsstyrjöldin stendur henni í barnsminni, en árið 1939 flutti hún, 3 ára gömul, ásamt foreldrum sínum og systur frá Íslandi til Þýskalands. Fljótlega fór fjölskyldan að finna fyrir stríðinu, matarskortur og loftárásir urðu hluti af daglegu lífi og svo fór að faðir hennar var kallaður í stríðið þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Lydía rifjar upp minningar frá þessum tíma, hversu sárt var að sjá á eftir föður sínum og vera stöðugt svöng en jafnframt hvernig barni tekst að gleðjast og sætta sig við aðstæður sínar. Umsjón: Ásdís Ólafsdóttir.
(Áður á dagskrá 2011)


Veðurstofa Íslands.
Rithöfundurinn Kristmann Guðmundsson var á sínum tíma einn þekktasti rithöfundur Íslands. Hann var um tíma metsöluhöfundur víða í Evrópu og bækur hans þýddar á nærri 40 tungumál. En af hverju veit enginn hver hann er lengur? Umtal fylgdi honum alla tíð og um hann gengu rætnar slúðursögur, en hann sagði þær vera sprottnar úr viðjum kommúnista. En hvað er satt? Var Kristmann fórnarlamb skipulagðrar rógherferðar eða þjáðist hann af ofsóknarbrjálæði?
Umsjón: Kristlín Dís Ingilínardóttir
Voru kommúnistar með skipulegan róg gegn Kristmanni eða þjáðist hann af ofsóknarbrjálæði? Var afa mínum slaufað?

Guðsþjónusta.
Annar í páskum.
Prestar eru Ivo Kask og Eric Guðmundsson.
Einar Valgeir Arason predikar og organisti er Pétur Nói Stefánsson.
Meðleikur á trompet: Ingunn Erla Sigurðardóttir.
Ritningarlestur og bæn: Íris Ragnarsdóttir.
Barnasaga: Helga Magnea Þorbjarnardóttir.
Sönghópur Aðventkirkjunnar syngur undir stjórn Jóns Steinars Arnarsonar.
TÓNLIST:
Fyrir prédikun:
Forspil: Air Trompette eftir Georg Philipp Telemann.
Sálmur 22. Syngjum dýrðasöng. Texti: Venerable Bede. Þýðing Jón Hj. Jónsson. Lag: Geistliche Kirchengesänge Köln 1623, R. V. Williams radds.
Sálmur 143. Sigurhátíð sæl og blíð. Texti: Páll Jónsson. Lag: Frá 17. öld.
Einsöngur: Rós Ingadóttir. O, Jesu mi dulcissimo. Texti: Felice Anerio. Lag: Pierbattista de Falconara.
Eftir predikun:
Sálmur 399. Fræ í frosti sefur. Texti: A. Frostenson, þýð.: Sigurbjörn Einarsson, Lag: Frakkneskt lag, M. Shaw radds.
Sálmur 154. Sjá, í skýjum Kristur kemur. Texti: J. Cennick, þýð. Björk; Lag: H. Smart.
Eftirspil: Prelúdía í C dúr BWV 547 eftir J. S. Bach.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Systkinin Fanney og Bergur eru á þrítugsaldri og alltaf á ferðinni milli vinnu, skóla og ástar, að reyna að uppfylla væntingar sjálfra sín og annarra. Þau hafa lítinn tíma til að hittast og tala saman í gegnum hljóðskilaboð í snöggum innskotum á milli verkefna. Bergur fer í nám til Bandaríkjanna og samband systkinanna tekur óvænta stefnu. Ólík viðhorf og gildi, svik og lygar og brothætt hjónaband foreldra þeirra veldur togstreitu á milli þeirra. Svo egar þau halda að ástandið geti ekki versnað mæta þau ófyrirséðri áskorun svo þau neyðast til að staldra við, horfast í augu við raunveruleikann og endurmeta hvað skiptir mestu máli.
Höfundar: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Arnar Hauksson.
Bergur liggur inni á spítala og systkinin ná að gera upp málin sín á milli. Fanney óttast það versta og vill að hann komi aftur heim en Bergur er sannfærður um að hann nái sér.
Bergur: Arnar Hauksson
Fanney: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Pabbi: Vilhjálmur B. Bragason
Mamma: Bára Lind Þórarinsdóttir
Ellen og Hjúkrunarfærðingur: Greta Clough
Hljóðvinnsla og gæðaeftirlit: Gísli Kjaran Kristjánsson
Handrit: Arnar Hauksson og Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Leikstjórn: Tinna Þorvalds Önnudóttir
Tónlist: Anna Halldórsdóttir
Framleiðsla: Útvarpsleikhúsið - Þorgerður E. Sigurðardóttir

Í þættinum Skólinn sem fauk fjallar Björg Aðalheiður Jónsdóttir um atburð sem er greyptur í minni fjölskyldu hennar og margra annarra Hnífsdælinga. Afi Bjargar, faðir hennar og systkini hans tvö voru meðal kennara og nemenda í miðri kennslustund að morgni dags í febrúar 1953 þegar hvifilvindur skall á barnaskólanum í Hnífsdal með þeim afleiðingum að húsið tókst á loft og splundraðist í allar áttir. Atburðurinn hafði djúp sálræn áhrif á samfélagið og sumir eru enn að fást við afleiðingarnar.
Umsjón og dagskrárgerð: Björg Aðalheiður Jónsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir.
Lestur: Ragnheiður Steindórsdóttir

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Þorvaldur Halldórsson syngur nokkra trúarsöngva sem hann hljóðritaði eftir að hann frelsaðist.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Einu sinni voru tveir bræður, Jakob og Vilhelm...
Grimmsævintýri er stórmerkileg og dularfull. Hvaðan koma þau? Hvað eru þau gömul? Af hverju erum við enn að lesa þetta? Og af hverju ættu nútímabörn að þekkja helstu hlutverk lénsskipulags Evrópu á miðöldum?
Viðmælendur: Aðalheiður Guðmundsdóttir, Romina Werth, Birta Björnsdóttir og Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Útvarpsfréttir.

Sigurður Flosason stjórnar árlegum tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur með tónlist frá gullöld sveiflunnar.
Söngvarar; Stefanía Svavarsdóttir og Bogomil Font.
Hljóðritun frá tónleikum í Eldborg 9. janúar 2025
Efnisskrá:
Artistry in Rhythm - Stan Kenton
Song of India - (R Korsakov) Tommy Dorsey - sóló: Jón Arnar Einarsson/Birkir Freyr M
I’ve got you, under my skin- Cole Porter - Bogomil Font
Why don’t you do right - Peggy Lee - Stefanía Svavarsdótir. Gítar Ásgeir Ásg
The Mooche - Duke Ellington - sóló: Birkir Freyr M tpr - Haukur Gröndal, Jóel Pálss, Ingimar Andersen klar - Vilhjálmur Guðmundsson bás
Walking my baby back home - Nat King Cole. Bogomil Font.
That old black magic - Harold Arlen - Stefanía Svavarsdóttir. sóló: Jóel Pálsson ts
King Porter Stomp - Jelly Roll Morton- úts; Fletcher Henderson . sóló; Haukur Gr clar - Eiríkur Orri Ólafss tp - Jón Arnar Einarsson bás
A nightingale sang í Berkley Square - Maschwitz/Scherwing - Bogomil Font
Let’s do it - G & I Gershwin - úts Nelson Riddle - Dúett: Stefanía og Bogomil
Manteca - D Gillespie - sóló: Bogomil Font slgv, Jóel Páls ts, Birkir Freyr Matthíasson tp
Down for double - COunt Basie - sóló Björgvin Ragnar Hjálmarsson ts, Jón ARnar Einarss bás AMM píano
Imagine my frustration - Duke Ellington - Stefanía Svavarsdóttir. Haukur Gröndl as
Fly me to the Moon - Bart Howard - úts Quincy Jones - Bogomil Font. sóló: Haukur Gröndal fl
Mary’s Idea - Mary Lou Williams
Almost like being in love - Lerner&Loewe - Stefanía Svavarsdóttir.
Beyond the sea - Charles Trenet/Jack Lawrence - Bogomil Font
Mambo Inn - Tito Puente - Sóló: Rósa Guðrún Sveinsdóttir bs
Unforgettable - Irving Gordon - Dúett Bogomil og Stefanía.
Sing sing sing - Louis Prima
Aukalag:
In the Mood - Glenn Miller

Fréttir

eftir Karel Campell. Sigríður Björnsdóttir þýddi.
Kolbrún Valdimarsdóttir les.
(Áður á dagskrá 1984)

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Ármann Jakobsson skrifar allt frá fræðibókum fyrir fullorðna yfir í ævintýri fyrir krakka. Í þessum þætti segir hann okkur hvað honum finnst skemmtilegast við barna- og unglingabækur og af hverju hann skrifaði bókaflokkinn um Álfheima. Bókaormurinn Arnþór Ísar segir okkur svo frá síðustu bók seríunnar.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Í þættinum er brugðið ljósi á tónheim Jóns Nordal og sköpunarferli ásamt Ólöfu Nordal, myndlistarkonu og dóttur tónskáldsins. Við sögu koma dagbókabrot og skissur, gömul upptrekkt klukka og eitt og annað úr hljóðritasafni Rásar 1.
Umsjón með þættinum hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttur
Ljósmynd: Vladímír Sítsjov
Í þættinum er flutt tónlist eftir Jón Nordal.
Flytjendur eru Ari Þór Vilhjálmsson, Arngunnur Árnadóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Bjarni Frimann Bjarnason, Bryndís Halla Gylfadóttir, Einar Jóhannesson, Hamrahliðarkórinn, Herdís Anna Jónasdóttir, Hljómeyki, Sigurgeir Agnarsson, Snorri Sigfús Birgisson, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Víkingur Heiðar Ólafsson.
Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir

Af englinum Lúsifer, Maríu Magdalenu, Maríu móður Jakobs og Jósefs og guðspjallamanninum Jóhannesi, aðfaranótt páskadags og páskadagsmorgun. Flutt eru brot úr óratóríunni Upprisan eftir George Friederich Händel við texta eftir Carlo Sigismondo Capece. Rætt við séra Karl Sigurbjörnsson um efnisþætti í verkinu,
Umsjón: Trausti Þór Sverrisson
(Áður á dagskrá 1995)

Praxis eftir Fay Weldon.
Dagný Kristjánsdóttir les.
Tíundi lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í þáttunum er fjallað um afmarkaða þætti í guðfræði Marteins Lúters eins og hún er skýrð í bók séra Sigurjón Árna Eyjólfssonar, sem út kom vorið 2000.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson.
(Áður á dagskrá árið 2000)

Útvarpsfréttir.

Dagskrárgerðarfólk Rásar 2 er fyrst á fætur á hátíðisdögum og fylgir hlustendum af stað inn í skemmtilega frídaga.

Útvarpsfréttir.

Lauflétt stemming í páskafríinu.

Ein áhrifamesta og vinsælasta rappsveit verladar, Public Enemy fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður rifjuð upp saga sveitarinnar og áhrif hennar.
Puplic Enemy hafa alla tíð verið rammpólitískir aktívistar og fjallað um kynþáttamisrétti, óréttlæti, lögregluofbeldi, ofsóknir og fleira í textum sínum. Því er gagnlegt að rýna í ástand og þróun mála í Bandaríkjunum með því að skoða sögu Public Enemy. Kjaftfor andspyrnuhreyfing sem þorir að segja sannleikann. Rætt verður við fólk sem tengist sveitinni og spilað viðtal sem Erpur tók við forsprakka sveitarinnar, Chuck D.
Umsjón: Erpur Eyvindarson, Freyr Eyjólfsson og Markús Hjaltason.

Útvarpsfréttir.

Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur tekið við lyklavöldunum og má búast við að hann herði reglurnar innanhúss til muna. „Ég mun auðvitað sakna Sigga míns en tek glaður við húsvarðarstarfinu því ég sakna jafnvel enn meira að vera í sambandi við fólkið í landinu, spila hressandi tónlist og sleppa öllum leiðindum. Ég vil samt enga hlustendur sem eru í átaki eða megrun. Hér eru bara brauðtertur og uppáhellingur upp um alla veggi.” segir Friðrik Ómar.

Fréttir

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.