Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 23. október 2016: Ferðaþjónusta Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli. Í þessum þætti er þemað ferðaþjónustan. Fréttamenn og dagskrárgerðarfólk Ríkisútvarpsins tekur hús á fólki sem starfar við ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Farið verður í ísbúð í Bláskógabyggð, talað við vestfirska skútukalla sem segjast vera með fljótandi fjallakofa, rabbað við umhverfisvæna gistiheimilshaldara í Aðaldal og rætt við hvalfangara sem elta norðurljós og úthella engu blóði í Eyjafirði.
Dagskrárgerð: Halla Ólafsdóttir, Snæfríður Ingadóttir, Dagur Gunnarsson og Ágúst Ólafsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir
Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Frá 12. október 2013
Umsjón: Kristín Svava Tómasdóttir
Al Green, Love and happiness
Freddy, Sombras y más sombras
Aretha Franklin, I´ve never loved a man
Steinunn Bjarnadóttir, Þú hvarfst á brott
Bill Withers, Use me
Ellý Vilhjálms, Hvers konar bjálfi er ég
Dusty Springfield, The windmills of your mind
Antonio Machín, Camarera de mi amor
Haukur Morthens, Með blik í auga
Syl Johnson, I hear the love chimes
Olavi Virta, Sokeripala
The Olympians, To Sxoleio
Destiny´s Child, Survivor
Vinicius de Moraes, Samba em prelúdio

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér? Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Bæir í Sölvadal í Eyjafirði voru aldrei tengdir rafmagni frá samveitunni. Í staðinn voru notaðar viðhaldsfrekar og ótryggar heimavirkjanir. En hvernig lítur framtíð dalsins út?
Viðmælendur: Gyða Sjöfn Njálsdóttir, Halldór Hauksson, Hrólfur Eiríksson, Jón Björn Hákonarson, Njáll Kristjánsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Einnig eru flutt brot úr eldri viðtölum við Tryggva Emilsson og Lilju Karlsdóttur.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tom Manoury fæddist inn í tónlist, eins og hann lýsir því, enda voru foreldrar hans bæði tónlistarmenn og tónlist allt umlykjandi á heimilinu. Hann fór og snemma á læra á hljóðfæri, en unglingauppreisn hans var að hætta alveg í músík. Það stóð þó ekki lengi, því hann fann eigin leið inn í tónlistina aftur og hefur stundað hana síðan hér á landi og erlendis í bland við allskonar tilraunamennsku.
Lagalisti:
Óútgefið - Soundtrains
Óútgefið - yrk-test
Óútgefið - rafsax
Óútgefið - hyper organ
Okuma - Rök
Óútgefið - Illindi
Óútgefið - Qujanar

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Sagnfræðileg yfirferð um Kúrs – þáttinn sem hét áður Fólk og fræði - og í upphafi Þjóðbrók. Þátta sem hafa það að markmiði að gefa nemendum Háskóla Íslands tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli og fá reynslu af þáttagerð, - þar sem nemendur vinna hálftíma útvarpsþátt undir handleiðslu kennara.
Umsjón Valgerður Jónsdóttir.

Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Hugmyndin um skóla. Gestur er Jónas Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Æfingaskóla kenneraskólans og rektor KHÍ
Umsjónarmenn: Ævar Kjartansson og Páll Skúlason

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þrjár nýjar, vænar og grænar ljóðabækur í þætti dagsins.
Alda Björk segir frá og les upp úr nýjustu ljóðabókinni sinni, Bakgrunninum, sem er jafnframt fyrsta bókin í nýrri ritröð KIND-útgáfu.
Draugamandarínur er fyrsta ljóðabók Birgittu Bjargar Guðmundsdóttur, við ræðum um efni bókarinnar, mandarínuberki, tekknóbreik og röntgengeisla og hún les upp nokkur ljóð.
Jón Kalman Stefánsson var að senda frá sér fimmtu ljóðabókina sína, Þyngsta frumefnið, sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jón Kalman verður gestur þáttarins og ræðir við mig um ljóðin og skáldskapinn.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Jones, Philly Joe, Chambers, Paul, Rollins, Sonny, Garland, Red - Paul's pal.
James, Elmore, Brown, J.T., Payne, Odie, Jones, Little Johnny - Hoy hoy.
Ingibjörg Elsa Turchi - Neos.
Marína Ósk Þórólfsdóttir, Scott Ashley McLemore, Sunna Gunnlaugsdóttir, Nicolas Louis Christian Moreaux - Meðan nóttin spann.
Nico Moreaux - Always Shining.
Krall, Diana - They can't take that away from me.
Callender, Red, Tucker, Bobby Quartet, Kessel, Barney, Eckstine, Billy, Young, Lee, Tucker, Bobby - Smoked gets in your eyes.
Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - Do You Know What It Means To Miss New Orleans?.
Mezzoforte - Take a breath.
Kvartett Halla Guðmunds - I couldn't.
Okegwo, Ugonna, Terrasson, Jacky, Parker, Leon - Bye bye blackbird.

Fréttir
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um tilraun norska heimskautakönnuðarins Roalds Amundsens til þess að komast fyrstur manna á norðurpólinn flugleiðina, um borð í loftskipi.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Jólasöngvarnir eru í fyrirrúmi í Sveifludönsum. Tríó Ray Brown og ýmsir söngvarar flytja lögin White Christmas, Away In A Manger, It Came Upon A Midnight Clear, The Christmas Song, Jingle Bells, Rudolph The Red Nosed Reindeer og O Tannenbaum. Kvintett George Shearing leikur lögin God Rest Ye Merry Gentlemen, Winter Wonderland, Ding Dong! Merrily, Let It Snow! Let It Snow! Let It Snow!, The Christmas Waltz og Donkey Carol. Jólakettir flytja lögin Jólasveinar ganga um gólf, Það á að gefa börnum brauð, Litli trommuleikarinn og Nóttin var sú ágæt ein. Hljómsveit Jack Jezzro flytur lögin I'll Be Home For Christmas, Here We Come A-Caoling, Happy Hollidya, You're A Mean One Mr. Grinch, Have Yourself A Merry Little Christmas og It's Beginning To Look A Lot Like Christmas.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009
Í Sagnaslóð Birgis Sveinbjörnssonar 30. janúar er fjallað um Ingunni Jónsdóttur frá Melum í Hrútafirði .
Hún var fædd þar árið 1855 og lést í hárri elli 1947. Ingunn giftist Birni Sigfússyni sem lengi var alþingismaður og mikils metinn fyrir þjóðmálastörf sín. Þau bjuggu í Vatnsdal, fyrst á Hofi, síðan Grímstungu og loks á Kornsá.
Á gamals aldri skrifaði Ingunn minningar sínar í tveimur bókum. Bókin mín kom út 1926 og Minningar 1937.
Lesið er úr fyrri bókinni í þættinum.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan býður upp á gospel tónlist og jólasöngva. Þar á meðal eru nokkur lög í túlkun Golden Gate kvartettinum og Elvis Presley ásamt sönghópnum The Jordanaires.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Útvarpsfréttir.

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Í nýjasta þætti Lagalistans tekur Ragnhildur Veigarsdóttir, tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Flott, sæti í stólnum og leiðir okkur í gegnum sinn persónulega lagalista.
Við fáum að heyra lögin sem hafa mótað hana – frá barnæsku og gegnum tónlistarferilinn – og sögurnar sem fylgja.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
