Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Starfsfólk og nemendur við Háskóla Íslands kjósa næsta rektor skólans í vikunni. Eftir fyrri umferð er kosið á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við læknadeild, og Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors við stjórnmálafræðideild. Þau komu á Morgunvaktina og sögðu frá helstu áherslumálum og sýn á Háskólann.
Björn Malmquist sagði frá heimsókn til Úkraínu á dögunum og lék meðal annars brot úr viðtali við einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hann talaði líka við Róbert Spanó um alþjóðlegu tjónaskrána en hann situr í stjórn þess verkefnis.
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, spjallaði um málefni bænda en Búnaðarþing fór fram undir lok síðustu viku. Trausti sagði hug í bændum landsins.
Needles and pins - The Searchers,
Love potion no. 9 - The Searchers,
When you walk in the room - The Searchers,
Stand by me - The Searchers,
Á Sprengisandi - Tríó Guðmundar Ingólfssonar,
Vorblómin anga - Tríó Guðmundar Ingólfssonar.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Lögin sem eru leikin í þessum þætti eru Geno með Dexy's Midnight Runners, To Cut A Long Story Short með Spandau Ballet, Ashes To Ashes með David Bowie, The Winner Takes It All með Abba, Over You með Roxy Music, Master Blaster Jammin' með Stevie Wonder, Shake Your Talefeather með Ray Charles & Blues Brothers, Ride Like The Wind með Christopher Cross, Call Me með Blondie og The Rose með Bette Midler.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við slógum á þráðinn til spænsku borgarinnar Valencia í dag en þar var um miðjan marsmánuð opnuð ljósmyndasýning Díönu Júlíusdóttur, listakonu og ljósmyndaraþ Þetta er hennar fyrsta einkasýning á erlendri grundu og umfjöllunarefnið er heimilisofbeldi og leið konu úr ofbeldissambandi og ber sýningin yfirskriftina Rauðir þræðir. Díana sagði okkur frá sýningunni í þættinum
Það er mánudagur í dag, því kom Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag talaði hann um stýrivexti Seðlabankans, sem hafa nú aldeilis verið mikið í fréttum undanfarið. En hvað þýða þeir fyrir okkur og hvaða áhrif hafa þeir á lánin okkar og lánakjör?
Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Margrét Adamsdóttir fréttamaður. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Margrét talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Patriot e. Alexei Navalny
Yellowface e. R.F. Kuang
Sapiens e. Yuval Noah Harari
Orbital e. Samantha Harvey
Into the wild e. Jon Krakauer
La peste e. Alexandre Camus
Out of Africa e. Karen Blixen
Tónlist í þættinum í dag:
Ég er á leiðinni / Brunaliðið (Magnús Eiríksson)
Were the wild roses grow / Kylie Minogue, Nick Cave og The Bad Seeds (Nick Cave)
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rússneskir og bandarískir erindrekar ræða um vopnahlé í Úkraínu á fundi í Sádi-Arabíu. Þeir eru misvongóðir um að nokkur niðurstaða fáist.
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota. Stjórnendur skólans funda með ráðamönnum í dag. Rektor segir allt kapp lagt á að halda starfseminni gangandi.
Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur áhyggjur af öryggi lögreglumanna, vegna fjölgunar alvarlegra ofbeldisbrota. Maður ók viljandi á lögreglubíl nýverið og annar réðst á lögreglumann með hnífi.
Formaður landstjórnar Grænlands er afar ósáttur við heimsókn bandarískrar sendinefndar, sem fyrirhuguð er í vikunni. Tvær herflugvélar með brynvarða bíla um borð lentu í Nuuk í gær til að taka út öryggismál.
Eldur hefur kviknað átta sinnum hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás, síðast í gær. Framkvæmdastjóri Hringrásar segir brunavarnir fyrirtækisins samræmast lögum.
Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu segir ríkið þurfa að stíga inn í rekstur áætlunarflugs til Vestfjarða. Ein hugmynd sé að reka flugvélar eins og ferjur, þar sem ríkið eigi tækin og bjóði út reksturinn.
Kostnaður við að safna saman notuðum fötum og textíl leggst á sveitarfélög án þess að þau fái nokkrar tekjur á móti. Verkefnastjóri umhverfismála hjá Múlaþingi segir að innleiða þurfi hvata til að minnka textílúrgang.
Íslandsmót karla í íshokkí er í uppnámi eftir að Skautafélagi Akureyrar var dæmdur sigur í leik gegn Skautafélagi Reykjavíkur. Þriðja liðið kærði leikinn vegna leikmanns á skrá -- sem kom þó aldrei inn á völlinn.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Berklar hafa greinst meðal heimilislausra manna sem dvelja í gistiskýlum Reykjavíkur. Hjúkrunarfræðingar sem vinna við að ráða niður þessum vanda segja að smitrakning í hópi heimilislausra sé stór áskorun. Hana þurfi að leysa með óhefðbundum aðferðum eins og við heyrum af í þessum þætti. Viðmælendur eru hjúkrunarfræðingarnir Kristín Davíðsdóttir og Anna Tómasdóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þann 4. apríl 2021 logaði stórt svæði í Heiðmörk, gróðureldarnir voru erfiðir viðureignar enda allt skraufaþurrt. Vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk þjónar meginþorra þjóðarinnar - og eftir eldana greindust í vatninu krabbameinsvaldandi efni sem ekki höfðu fundist þar áður. Við ætlum að ræða við Maríu J. Gunnarsdóttur, sérfræðing hjá Vatnaverkfræðistofu Háskóla Íslands, en hún rannsakaði áhrif gróðurelda á vatnsból höfuðborgarbúa ásamt Sigrúnu Tómasdóttur, Olgeiri Örlygssyni, Hrund Andradóttur og Sigurði Garðarssyni.
Íslendingasögur eru fullar af frásögnum af höfðingjum og öðrum foringjum í íslensku samfélagi og varpa ljósi á samfélag þar sem ójöfnuður ríkir og stéttskipting er mikil. En hefur íslenskt samfélag nokkurn tímann verið stéttlaust? Þetta er spurning sem Axel Kristinsson sagnfræðingur hefur verið að velta fyrir sér. Við ræðum við Axel um stéttaskiptingu og stéttleysi á Íslandi og þróun ójöfnuðar í aldanna rás.
Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, kemur í heimsókn með brot úr safninu. Kjaramál og virðismat starfa verða þar í brennidepli
Tónlist:
Beirut - Nantes.
Marianne Faithful - Working Class Hero

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Kammerkór Norðurlands syngur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, Ektamakinn elskulegi, lag eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Hallgríms Péturssonar.
Nemendur úr Konunglega tónlistarháskólanum í Lundúnum (Royal Academy of Music) og Juilliard háskólanum í New York (Juilliard School Ensemble) leika undir stjórn Barböru Hannigan, fyrsta þátt, Án titils, úr Septetti, K080 eftir Ígor Stravinskíj.
Strokkvartettinn Siggi leikur Strengjakvartett nr. 4: Centennial 1984 eftir Atla Heimi Sveinsson.
Yuja Wang, leikur á píanó, Píanósónötu nr. 3 í fís-moll op. 23 eftir Aleksandr Skrjabín.
Þættir verksins eru:
I. Drammatico
II. Allegretto
III. Andante
IV. Presto con fuoco
Björk Guðmundsdóttir og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flytja lag og texta Bjarkar, Sorrowful soil.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Pólskar bókmenntir á 20. öld eru í brennidepli í þættinum. Út er komin þýðing á ljóðum Papúszu, pólsku rómaskáldi sem nú er komin út í fyrsta sinn á íslensku í smáritaröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Maó Alheimsdóttir þýðir ljóðin og Sofiya Zahova skrifar ítarlega um ævi og verk Papúshu, sem er reyndar skáldanafn Bronislawa Wajs, og Sofiya staðsetur kveðskap hennar í samhengi við menningu rómafólks, sögu Póllands og heimsbókmenntir.
Svo hef ég verið að lesa aðrar pólskar bókmenntir sem hafa ekki verið þýddar á íslensku. Í dag segi ég frá bók frá 1928 eftir Bruno Jasienski sem heitir Ég brenni París, óbeisluð frásögn sem gerði allt vitlaust á sínum tíma ekkert síður en núna. Jasienski var sakaður um að boða niðurrif og glundroða og gerður brottrækur frá París í kjölfarið. Hann fór til Sovétríkjanna og var tekið vel á móti honum þar en innan við áratug síðar var hann drepinn í hreinsununum miklu í lok 4. áratugar.
Viðmælendur: Maó Alheimsdóttir, Sofiya Zahova og Kári Páll Óskarsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í áttunda sinn síðastliðinn fimmtudag en þar var Pétur Thomsen valinn myndlistarmaður ársins, fyrir sýninguna Landnám í Hafnarborg. Samband manns og náttúru hefur lengi verið megininntakið í ljósmyndaverkum Péturs og er sýningin Landnám engin undantekning. Pétur lítur við í hljóðstofu, en við höldum líka niður í miðbæ, í Gallerí Berg, þar sem einkasýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, ECHO LIMA, stendur yfir. Þá flytur Birnir Jón Sigurðsson sinn fjórða og síðasta pistil í örvæntingarpistlaseríu sinni.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Í þessum þætti rýnum við í bókina Stórkostlega sumarnámskeiðið. Sólrún Ylfa, myndhöfundur bókarinnar, segir okkur frá því hvernig myndirnar færast af blaði í bók og hvaða myndir henni fannst skemmtilegast að teikna. Tómas Zoëga, textahöfundur bókarinnar, les upp einn kafla í bókinni og bókaormurinn Davíð segir okkur hvað honum finnst um bókina.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Brugðið er á fóninn nokkrum tóndæmum af listafólki sem hefur verið áberandi á verðlaunapöllum tónlistarinnar undanfarið.
Lagalisti:
Fürchte dich nicht (Do not fear) -J S Bach - Voces Suaves og Akademie für alte Music Berlin
I get joy - Corey Henry
Corrina - Taj Mahal
Innocence - Snorri Hallgrímsson
Stjörnuhrap - Snorri Hallgrímsson - Kammerkór Suðurlands
Malu 'Ulu A'o Lele - Kalani P’ea
Sif Margrét Tulinius spilar Dark Gravity - prt 4 eftir Viktor Orra Árnason
Víkingur Ólafsson spilar The Branch eftir Thomas Adés og
Þar sem ég smáu fræi í fold eftir Snorra Sigfús Birgisson
Katla - Kjartan Valdemarsson - Stórsveit Reykjavíkur
Herbie Hancock syrpa:
Dolphin dance / Footprints / Rockit / Moon
Split the lark - John Zorn/Emily Dickinson - Barbara Hannigan og Stephen Gosling
We are the Champions - Queen
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þann 4. apríl 2021 logaði stórt svæði í Heiðmörk, gróðureldarnir voru erfiðir viðureignar enda allt skraufaþurrt. Vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk þjónar meginþorra þjóðarinnar - og eftir eldana greindust í vatninu krabbameinsvaldandi efni sem ekki höfðu fundist þar áður. Við ætlum að ræða við Maríu J. Gunnarsdóttur, sérfræðing hjá Vatnaverkfræðistofu Háskóla Íslands, en hún rannsakaði áhrif gróðurelda á vatnsból höfuðborgarbúa ásamt Sigrúnu Tómasdóttur, Olgeiri Örlygssyni, Hrund Andradóttur og Sigurði Garðarssyni.
Íslendingasögur eru fullar af frásögnum af höfðingjum og öðrum foringjum í íslensku samfélagi og varpa ljósi á samfélag þar sem ójöfnuður ríkir og stéttskipting er mikil. En hefur íslenskt samfélag nokkurn tímann verið stéttlaust? Þetta er spurning sem Axel Kristinsson sagnfræðingur hefur verið að velta fyrir sér. Við ræðum við Axel um stéttaskiptingu og stéttleysi á Íslandi og þróun ójöfnuðar í aldanna rás.
Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, kemur í heimsókn með brot úr safninu. Kjaramál og virðismat starfa verða þar í brennidepli
Tónlist:
Beirut - Nantes.
Marianne Faithful - Working Class Hero

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Sautjándi lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við slógum á þráðinn til spænsku borgarinnar Valencia í dag en þar var um miðjan marsmánuð opnuð ljósmyndasýning Díönu Júlíusdóttur, listakonu og ljósmyndaraþ Þetta er hennar fyrsta einkasýning á erlendri grundu og umfjöllunarefnið er heimilisofbeldi og leið konu úr ofbeldissambandi og ber sýningin yfirskriftina Rauðir þræðir. Díana sagði okkur frá sýningunni í þættinum
Það er mánudagur í dag, því kom Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag talaði hann um stýrivexti Seðlabankans, sem hafa nú aldeilis verið mikið í fréttum undanfarið. En hvað þýða þeir fyrir okkur og hvaða áhrif hafa þeir á lánin okkar og lánakjör?
Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Margrét Adamsdóttir fréttamaður. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Margrét talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Patriot e. Alexei Navalny
Yellowface e. R.F. Kuang
Sapiens e. Yuval Noah Harari
Orbital e. Samantha Harvey
Into the wild e. Jon Krakauer
La peste e. Alexandre Camus
Out of Africa e. Karen Blixen
Tónlist í þættinum í dag:
Ég er á leiðinni / Brunaliðið (Magnús Eiríksson)
Were the wild roses grow / Kylie Minogue, Nick Cave og The Bad Seeds (Nick Cave)
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, stuðningssveit íslensku landsliðanna í knattspyrnu, verður á línunni frá Spáni í upphafi þáttar þar sem íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Kósóvó í gær.
Í nýrri rannsókn fundust skýr tengsl tengsl á milli vestræns mataræðis hjá mæðrunum og ADHD og einhverfu hjá börnum þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið hörð viðbrögð. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ ræðir málið við okkur.
Kjartan Þorbjörnsson eða Golli vann Mynd ársins 2024 um helgina. Hann flutti ræðu um aðgengismál fjölmiðlafólks við afhendinguna þar sem hann sagði ma. frá því að ljósmyndurum var meinaður aðgangur að einu stærsta fréttamáli síðasta árs, þegar Grindvíkingar þurftu að flytja úr húsnæðum sínum með hraði. Hann kemur til okkar.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum málefni barna og þau verkefni sem bíða nýs mennta- og barnamálaráðherra.
Íþróttir helgarinnar. Almarr Ormarsson.
Nokkur umræða hefur verið undanfarið um svokallaða gervilistamenn á Spotify. Máni Pétursson, umboðsmaður og fjölmiðlamaður, ræðir þessi mál við okkur en hann skrifaði færslu á Facebook síðu sína um helgina þar sem hann kallaði Spotify viðbjóð.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Doddi er mættur aftur í Morgunverkin sín og er í góðu stuði.
Tónlistargetraun dagsins var á sínum stað þar sem Gunnar leysti þrautina með stæl.
Ný tónlist frá Guðrúnu Gunnars, Kára Egils, Gigi Perez og fleyrum og Plata vikunnar kemur frá hljómsveitinni Spacestation
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-03-24
STJÓRNIN - Utan úr geimnum.
Bryan Ferry - Dont stop the dance.
200.000 NAGLBÍTAR - Láttu Mig Vera.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Láttu Mig Vera.
Perez, Gigi - Chemistry.
SNOW PATROL - Chasing Cars.
Crockett, Charley - Lonesome Drifter.
GEORGE MICHAEL & MARY J. BLIGE - As.
DUNCAN LAURENCE - Arcade (Eurovisíon 2019 - Holland).
Mono Town - The Wolf.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
ROBERT PALMER - I didn't mean to turn you on.
Kristín Sesselja - Exit Plan.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
SINEAD O'CONNOR - Nothing Compares 2 U.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
FRATELLIS - Chelsea Dagger.
NINA SIMONE - My Baby Just Cares For Me.
LENNY KRAVITZ - It ain't over 'til it's over.
CeaseTone - Only Getting Started.
ALPHAVILLE - Big in Japan.
LAUFEY - California and Me.
JET BLACK JOE - Take me away.
Árný Margrét - Greyhound Station.
Fontaines D.C. - In The Modern World.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
María Bóel - 7 ár síðan.
MR. MISTER - Kyrie.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
Kári Egilsson - Carry You Home.
LORDE - Team.
Guðrún Gunnarsdóttir Dagskrárgerðarm. - Í maí.
Fender, Sam - Arm's Length.
NENA - 99 Luftballons.
BEATLES - Girl.
Spacestation - Loftið.
Withers, Bill - Ain't no sunshine.
Kristó - Svarti byrðingurinn.
Warren, Alex - Ordinary.
Steve Sampling - Draugadansinn.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
TOTO - Georgy Porgy.
Thee Sacred Souls - Live for You.
BRYAN ADAMS - Run To You.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rússneskir og bandarískir erindrekar ræða um vopnahlé í Úkraínu á fundi í Sádi-Arabíu. Þeir eru misvongóðir um að nokkur niðurstaða fáist.
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota. Stjórnendur skólans funda með ráðamönnum í dag. Rektor segir allt kapp lagt á að halda starfseminni gangandi.
Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur áhyggjur af öryggi lögreglumanna, vegna fjölgunar alvarlegra ofbeldisbrota. Maður ók viljandi á lögreglubíl nýverið og annar réðst á lögreglumann með hnífi.
Formaður landstjórnar Grænlands er afar ósáttur við heimsókn bandarískrar sendinefndar, sem fyrirhuguð er í vikunni. Tvær herflugvélar með brynvarða bíla um borð lentu í Nuuk í gær til að taka út öryggismál.
Eldur hefur kviknað átta sinnum hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás, síðast í gær. Framkvæmdastjóri Hringrásar segir brunavarnir fyrirtækisins samræmast lögum.
Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu segir ríkið þurfa að stíga inn í rekstur áætlunarflugs til Vestfjarða. Ein hugmynd sé að reka flugvélar eins og ferjur, þar sem ríkið eigi tækin og bjóði út reksturinn.
Kostnaður við að safna saman notuðum fötum og textíl leggst á sveitarfélög án þess að þau fái nokkrar tekjur á móti. Verkefnastjóri umhverfismála hjá Múlaþingi segir að innleiða þurfi hvata til að minnka textílúrgang.
Íslandsmót karla í íshokkí er í uppnámi eftir að Skautafélagi Akureyrar var dæmdur sigur í leik gegn Skautafélagi Reykjavíkur. Þriðja liðið kærði leikinn vegna leikmanns á skrá -- sem kom þó aldrei inn á völlinn.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þessari viku í Plötu vikunnar kynnum við nýju plötuna Reykjavík Syndrome frá Spacestation – hljómsveit sem sækir innblástur í klassískt rokk, en nálgast það á ferskan hátt. Platan fangar hráa og lifandi orku hljómsveitarinnar, og við fáum að kynnast bæði bakgrunninum og framtíðaráformum þeirra í tónlistinni.