Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við fjölluðum um borgarstefnu. Hvað er nú það, kann einhver að spyrja. Jú, það er stefna sem miðar að því að þróa og efla annars vegar Reykjavík sem höfuðborg landsins og hins vegar Akureyri sem svæðisborg. Alþingi hefur tillögu um borgarstefnu til meðferðar.
Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, skýrði áform stjórnvalda um að innleiða og framkvæmda borgarstefnu.
Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur frá lífinu í Úganda. Þar rigndi hressilega í nótt; rigning í Úganda er mjög ólík rigningu á Íslandi. Þórhildur sagði líka frá skólagjöldum í Úganda, sem eru að sliga margar fjölskyldur, og frá íþróttadegi Norðurlandanna.
Frá Úganda fórum við til Japan en japanskur dómstóll hefur skipað Sameiningarkirkjunni, eða svokölluðum moonistum, að leysa sig upp, fyrir margvísleg brot á japönskum lögum um trúfélög. Sameiningarkirkjan hefur verið í eldlínunni í Japan síðan Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, var ráðinn af dögum í júlí 2022 - en morðingi Abes var rekinn áfram af hatri á Sameiningarkirkjunni og tengslum Abes og fleiri áhrifamikla japanska stjórnmálamanna við hana. Vera Illugadóttir sagði frá.
Tónlist:
Arctic Philharmonic og Eldbjørg Hemsing - A hidden life.
Louis Armstrong og Ella Fitzgerald - Dream a little dream of me.
Hljómsveit Ingimars Eydal - Spánardraumar.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Jonni ætlaði að útskrifast nú í vor úr LHÍ en fékk stórt hlutverk í sjónvarpsþáttum og þarf því að fresta útskrift, Hann segir einnig frá litlu dóttur sinni sem greindist með stórt heilaæxli þegar hún var aðeins 2 mánaða gömul. Henni líður vel í dag en Jonni talar um óttan og hræðsluna og hvernig hann ásamt eiginkonu sinni tók á því.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kom í þáttinn í dag og við ræddum við hann um brunaforvarnir og í því fór hann samhengi yfir brunann sem varð í Kringlunni í júní í fyrra og hvað má læra af honum. Með honum kom Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VíS, en hún fræddi okkur um vinnuslys, öryggismál og forvarnir á vinnustöðum.
Kristjana Dröfn Haraldsdóttir jógakennari fór í þrot árið 2017 og ákvað í kjölfarið að taka heilsuna í gegn. Í dag vinnur hún sem heilsumarkþjálfi, jógakennari og nuddari og rekur fyrirtækið Nærandi líf þar sem hún hjálpar öðrum að losa sig við streitu og ná tökum á djúpri slökun. Við heyrðum hvernig hún náði að endurstilla hugsanamynstur sem hún var föst í og öðlast betra líf.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í þessu póstkorti segir Magnús af áhyggjum heimsins vegna bananaræktar sem nú er í hættu vegna þess að ósigrandi sveppur leggst á bananaplöntuna og drepur hana. Þetta er hægfara þróun en óstöðvandi hingað til. Bananinn er einn vinsælasti ávöxtur heims fyrir utan mango og epli og ef ekkert verður við ráðið þá munu bananar hverfa úr verslunum innan aldarfjórðungs.
Tónlist í þættinum í dag:
Sólarsamba / GÓSS (Magnús Kjartansson, texti Halldór Gunnarsson)
Dansað á dekki / Fjörefni (P. Nicholas, texti Ellert Borgar Þorvaldsson)
Vor í Reykjavík / Uppáhellingarnir (Andri Ólafsson, texti Þórarinn Már Baldursson)
Og co. / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Forstjóri Brims gagnrýnir boðaðar breytingar á veiðigjaldi. Þær séu bæði óskynsamlegar og hafi neikvæð áhrif á atvinnulíf á landsbyggðinni.
Stjórnarandstaðan boðar harða andstöðu við veiðigjaldafrumvarpið á þingi. Flokkarnir óttast sérstaklega afleiðingar þess fyrir landsbyggðina.
Grænlandsheimsókn bandarískra ráðamanna í vikunni verður smærri í sniðum en áformað var, því fagnar utanríkisráðherra Danmerkur.
Báðir áttu sök þegar flutningaskipið Longdawn sigldi á smábátinn Höddu út af Garðskaga í maí í fyrra. Flutningaskipið hélt för sinni áfram eftir áreksturinn, en skipverja Höddu var bjargað í annan smábát.
Minnst tuttugu og fjórir hafa látist í mestu gróðureldum í sögu Suður-Kóreu. Tuttugu og þrjú þúsund manns í suðausturhluta landsins hafa flúið heimili sín.
Dómsmálaráðherra vill aðgerðir til að fjölga lögreglunemum samhliða því að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu. Fleiri lögreglumenn þurfi til að takast á við skipulagða brotastarfsemi og gengi.
Barkarbjöllur fundust í fyrsta sinn á hér á landi síðasta sumar en þessi vágestur getur farið illa með tré og heilu skógana. Bjallan borar sig inn í börkinn til að verpa og lirfurnar grafa göng. Skordýrafræðingur hjá Landi og skógi segir mikilvægt að bann við að flytja inn timbur með berki sé virt.
Ný reglugerð alþjóða frjálsíþróttasambandsins kveður á um að konur þurfi að sanna kyn sitt til að mega keppa á mótum þess.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Jakob Ingebrigtsen, ríkjandi ólympíumeistari og margfaldur heimsmeistari í hlaupagreinum, mætir föður sínum og fyrrum þjálfara í réttarsal næstu vikurnar. Þar færir hann rök fyrir því hvers vegna hann upplifði föður sinn ofbeldisfullan og ógnandi í uppvextinum. Við heyrum af réttarhöldunum og ræðum við hlauparann Hlyn Andrésson og íþróttalýsanda Rúv, Sigubjörn Árna Arngrímsson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Fyrir tæpum tíu árum gerði kanadíski popparinn Justin Bieber flak gamallar varnarliðsvélar sem nauðlenti á Sólheimasandi fyrir tæpum fimmtíu árum heimsfrægt. Enn sér ekki fyrir endann á vinsældum þess. Landeigendur hafa gripið gæsina og rukkað fyrir bílastæði en nú standa þeir á ákveðnum tímamótum. Flakið er orðið ansi veðrað og það vakti athygli í vikunni þegar fréttastofa stöðvar 2 greindi frá því að landeigendur hefðu fjárfest í nýrri flugvél, keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Út frá þessu hafa spunnist líflegar umræður innan ferðaþjónustunnar - stendur til að skipta flakinu út? Væri það eðlilegt viðhald ferðamannastaðar eða disney-væðing? Bjarnheiður Hallsdóttir framkvæmdastjóri Katla DMI og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ræðir við okkur um þetta.
Og síðan ætlum við að fjalla um gervigreind. Í síðustu viku fórum við á ráðstefnu um gervigreind og lögfræði. Við sögðum frá því síðasta fimmtudag, en þar fengum við í viðtal til okkar Doktor Katie Nolan, sem er fræðimaður við Tækniháskólann í Dublin. Hún gerði svokallað gervigreindarhæp að umfjöllunarefni sínu (gervigreindarskrum, gervigreindaræði), og við vildum vita meira. Heyrum í Katie Nolan við miðbik þáttar.
Edda Olgudóttir, vísindamiðlari þáttarins, kemur í heimsókn, eins og venjulega á miðvikudögum. Við ræðum við hana um hvernig ungbörn mynda minningar.
Tónlist og stef:
JUSTIN BIEBER - Peaches.
JAMES VINCENT MCMORROW - I Should Go (ft. Kenny Beats).
EMILÍANA TORRINI - Today I Sing The Blues.

Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.

Útvarpsfréttir.
Tónlist og talmál úr safni útvarpsins.
Í þættinum er eftirfarandi talmálsefni úr safni útvarps notað:
Lárus Rist íþróttakennari talar um íþróttaiðkun og þýðingu íþróttakennslu í skólum landsins. Hluti erindis sem hann flutti í útvarpið árið 1948.
Þorsteinn Bernharðsson talar um þátttöku þriggja Íslendinga í fimmtu vetrarólympíuleikunum í St. Moritz í Sviss en þá voru íslenskir keppendur þátttakendur í fyrsta sinn. Hluti erindis sem flutt ar í útvarp 14. febrúar 1948 að leikunum loknum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Víðsjá lítur í heimsókn til Gísla B. Björnssonar í þætti dagsins. Gísli er fæddur árið 1938 í Reykjavík og listina drakk hann úr umhverfi sínu. Á gullsmíðaverkstæðinu hjá afa sínum fékk hann kennslu í listasögu en honum hundleiddist í skóla. Það átti þó eftir að breytast þegar ný deild var stofnum nokkurn vegin með hann í huga, hagnýt myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Síðar hélt Gísli til Stuttgart í framhaldsnám í grafískri hönnun þar sem hann varð fyrir áhrifum af hinni svokölluðu nýju grafík, sem er úrvinnsla á því sem Bauhaus skólinn var að fást við fyrir stríð. Eftir námið vann Gísli ötullega að framgangi fagsins hér á landi og rak sínar eigin stofur auk þess að kenna auglýsingateikningu og grafíska hönnun í 50 ár. Flestir þekkja allavega eitt af merkjunum sem Gísli hefur hannað nú eða bókakápurnar sem hann gerði fyrir Helgafell, svo eitthvað sé nefnt. Ævistarf Gísla hefur verið einstaklega fjölbreytt og fyrr í vetur hlaut hann heiðursverðlaunin á Hönnunarverðlaunum Íslands.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Sjónvarpsþættirnir Adolescence, eða ungdómur, sem sýndir eru á Netflix eru mikið í umræðunni þessa dagana. Þetta eru fjölskyldudrama um stöðu ungra karlmanna í dag, týnda karlmenn sem falla auðveldlega í faðm eitraðra áhrifavalda. Brynja Hjálmsdóttir rýnir í þættina.
Við fáum líka sendingu frá Katrínu Helgu Ólafsdóttir, en hún er útsendari Lestarinnar á Heimildamyndahátíðinni Kaupmannahöfn, CPH DOX. Hún fór og sá nýja heimildarmynd um hinn magnaða japanska teiknimyndagerðarmann Hayao Miyazaki. Katrín segir frá myndinni og ævistarfi Miyazaki.
Davíð Roach Gunnarsson segir frá nýrri plötu, Reykjavík Syndrome, og útgáfutónleikum Spacestation sem fóru fram í síðustu viku.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að kynnast upphafi söngvakeppninnar sem allir elska eða elska að hata eða hata að elska - alla vega hafa skoðun á.
Við heyrum skemmtilegar sögur af skrítnum lögum, krökkum sem hafa tekið þátt í keppninni og reynum við að skilja tímabil í heimssögunni okkar sem höfðu áhrif á keppnina. Við heyrum um kalda stríðið og járntjaldið og reynum að átta okkur á því hvað það er á meðan við dillum okkur við Eurovision lögin. Glimmer, glans og gleði hjá okkur í dag.
Sérfræðingur þáttarins er: Reynir Þór Eggertsson

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Ensemble intercontemporain og vinir
Efnisskrá:
Pierre Boulez (1925-2016) - Mémoriale (…explosante-fixe… Originel) for flute and eight instruments (1985)
Pierre Boulez (1925-2016) - Messagesquisse, for solo cello and eight cellos (1976)
Pierre Boulez (1925-2016) - Sonatine, for flute and piano (1946)
Charlotte Bray (1982) - Nothing Ever Truly Ends
Pierre Boulez (1925-2016) - Répons, for six soloists, ensemble, computer sounds and live electronics (1981-1984)
Stjórnandi: Pierre Bleuse
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Fyrir tæpum tíu árum gerði kanadíski popparinn Justin Bieber flak gamallar varnarliðsvélar sem nauðlenti á Sólheimasandi fyrir tæpum fimmtíu árum heimsfrægt. Enn sér ekki fyrir endann á vinsældum þess. Landeigendur hafa gripið gæsina og rukkað fyrir bílastæði en nú standa þeir á ákveðnum tímamótum. Flakið er orðið ansi veðrað og það vakti athygli í vikunni þegar fréttastofa stöðvar 2 greindi frá því að landeigendur hefðu fjárfest í nýrri flugvél, keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Út frá þessu hafa spunnist líflegar umræður innan ferðaþjónustunnar - stendur til að skipta flakinu út? Væri það eðlilegt viðhald ferðamannastaðar eða disney-væðing? Bjarnheiður Hallsdóttir framkvæmdastjóri Katla DMI og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ræðir við okkur um þetta.
Og síðan ætlum við að fjalla um gervigreind. Í síðustu viku fórum við á ráðstefnu um gervigreind og lögfræði. Við sögðum frá því síðasta fimmtudag, en þar fengum við í viðtal til okkar Doktor Katie Nolan, sem er fræðimaður við Tækniháskólann í Dublin. Hún gerði svokallað gervigreindarhæp að umfjöllunarefni sínu (gervigreindarskrum, gervigreindaræði), og við vildum vita meira. Heyrum í Katie Nolan við miðbik þáttar.
Edda Olgudóttir, vísindamiðlari þáttarins, kemur í heimsókn, eins og venjulega á miðvikudögum. Við ræðum við hana um hvernig ungbörn mynda minningar.
Tónlist og stef:
JUSTIN BIEBER - Peaches.
JAMES VINCENT MCMORROW - I Should Go (ft. Kenny Beats).
EMILÍANA TORRINI - Today I Sing The Blues.

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Nítjándi lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kom í þáttinn í dag og við ræddum við hann um brunaforvarnir og í því fór hann samhengi yfir brunann sem varð í Kringlunni í júní í fyrra og hvað má læra af honum. Með honum kom Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VíS, en hún fræddi okkur um vinnuslys, öryggismál og forvarnir á vinnustöðum.
Kristjana Dröfn Haraldsdóttir jógakennari fór í þrot árið 2017 og ákvað í kjölfarið að taka heilsuna í gegn. Í dag vinnur hún sem heilsumarkþjálfi, jógakennari og nuddari og rekur fyrirtækið Nærandi líf þar sem hún hjálpar öðrum að losa sig við streitu og ná tökum á djúpri slökun. Við heyrðum hvernig hún náði að endurstilla hugsanamynstur sem hún var föst í og öðlast betra líf.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í þessu póstkorti segir Magnús af áhyggjum heimsins vegna bananaræktar sem nú er í hættu vegna þess að ósigrandi sveppur leggst á bananaplöntuna og drepur hana. Þetta er hægfara þróun en óstöðvandi hingað til. Bananinn er einn vinsælasti ávöxtur heims fyrir utan mango og epli og ef ekkert verður við ráðið þá munu bananar hverfa úr verslunum innan aldarfjórðungs.
Tónlist í þættinum í dag:
Sólarsamba / GÓSS (Magnús Kjartansson, texti Halldór Gunnarsson)
Dansað á dekki / Fjörefni (P. Nicholas, texti Ellert Borgar Þorvaldsson)
Vor í Reykjavík / Uppáhellingarnir (Andri Ólafsson, texti Þórarinn Már Baldursson)
Og co. / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Sjónvarpsþættirnir Adolescence, eða ungdómur, sem sýndir eru á Netflix eru mikið í umræðunni þessa dagana. Þetta eru fjölskyldudrama um stöðu ungra karlmanna í dag, týnda karlmenn sem falla auðveldlega í faðm eitraðra áhrifavalda. Brynja Hjálmsdóttir rýnir í þættina.
Við fáum líka sendingu frá Katrínu Helgu Ólafsdóttir, en hún er útsendari Lestarinnar á Heimildamyndahátíðinni Kaupmannahöfn, CPH DOX. Hún fór og sá nýja heimildarmynd um hinn magnaða japanska teiknimyndagerðarmann Hayao Miyazaki. Katrín segir frá myndinni og ævistarfi Miyazaki.
Davíð Roach Gunnarsson segir frá nýrri plötu, Reykjavík Syndrome, og útgáfutónleikum Spacestation sem fóru fram í síðustu viku.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Tryggvi Freyr Elínarson, samfélagsmiðlasérfræðingur og stjórnandi hjá Datera, ræðir við okkur í upphafi þáttar um dulkóðaða samskiptaforritið Signal sem hefur verið nokkuð til umræðu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna bætti blaðamanni óvart við spjallþráð bandarískra embættismanna um árásir Bandaríkjamanna á Jemen.
Við ræðum fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum við tvo þingmenn úr atvinnuveganefnd þingsins, Kristján Þórð Snæbjarnarson, þingmann Samfylkingarinnar, og Njál Trausta Friðbertsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög sem koma að viðurlögum við umsáturseinelti og öryggi brotaþola. Starfshópnum er meðal annars ætlað að yfirfara gildandi lög um nálgunarbann og brottvísun á heimili og leggja til breytingar. Hún kemur til okkar.
Eyðið DNA-inu ykkar úr gagnagrunni 23andme samstundis - Svona hljómar fyrirsögn Washington Post þar sem sagt er frá yfirvofandi gjaldþroti erfðarannsóknafyrirtækisins. Ríkissaksóknari Californiu hefur gefið út aðvörun á svipaða leið því DNA-gagnagrunnurinn gæti verið verðmætasta og eftirsóttasta eign þrotabúsins. Fjöldi Íslendinga hefur sent lífsýni þangað til greiningar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar ræðir málið við okkur.
Það vakti nokkra athygli í Silfrinu á mánudag þegar Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, minntist í umræðu um varnarmál á ákvæði í lögum þar sem fram kemur að lögregla geti skyldað fólk úr röðum almennings til aðstoðar í hættuaðstæðum. Við ræðum þessi ákvæði við Sigurð Örn Hilmarsson, lögmann.
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, skrifaði í gær grein sem bar heitið Tesluvandinn þar sem hún gagnrýndi fyrirtækið, og sérstaklega Elon Musk, einn eiganda þess, og fjallaði um mótmæli við sölustaði, verksmiðjur og umboðsaðila Tesla víða um heim, en hún var sjálf viðstödd slík mótmæli hér á landi um helgina. Við ræðum við hana og Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum hvaða lög Robert Smith, söngvari hljómsveitarinnar The Cure, setti á lista yfir 25 bestu smelli áttunnar og kom þar ýmislegt forvitnilegt í ljós.
Við heyrðum um útgáfirisann EMI og remix safnplötu sem þeir gáfu út með hljómsveitinni Talk Talk í óþokk hljómsveitarinnar þar sem allur kostnaður við útgáfuna var settur á bandið.
Þeir sættu sig ekki við það og fóru í mál.
Spacestation eiga plötu vikunnar, við heyrðum lag af plötunni.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-03-26
GDRN - Vorið.
SUPERGRASS - Alright.
Perez, Gigi - Chemistry (Radio Edit).
Haim hljómsveit - Relationships (Clean).
Viagra Boys - Uno II (Lyrics!).
CHRIS ISAAK - Wicked Game.
Sting, Shaggy - Til A Mawnin.
Adel the Second - The Unluckiest Boy Alive.
KINGS OF LEON - Sex On Fire.
TRYGGVI - Allra veðra von.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
VIOLENT FEMMES - Blister in the sun.
MAUS - (Inn í) Kristalnótt.
Viagra Boys - Uno II.
CARPENTERS - (They long to be) close to you.
VÆB - Róa.
BJÖRK - All Is Full Of Love.
Lykke Li - I Follow Rivers (The Magician Remix).
Katrín Myrra Þrastardóttir, Klara Einarsdóttir - VBMM?.
Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.
Weeknd, The, Justice - Wake Me Up.
ÚLFUR ÚLFUR - 100.000.
THE CURE - In Between Days.
CHAKA KHAN - I Feel For You.
Fjallabræður, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Momma - I Want You (Fever).
BLUR - There?s No Other Way.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
ROCKWELL - Somebody watching me ft. Michael jackson.
Árný Margrét - Greyhound Station.
TALK TALK - Life's What You Make It (80).
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
NÝDÖNSK - Lærðu Að Ljúga.
SAGES, SinfoniaNord, Loreen, Ólafur Arnalds - In the Sound of Breathing.
Lights On The Highway - Ólgusjór.
LED ZEPPELIN - Babe I'm Gonna Leave You.
BILLIE EILISH - What Was I Made For.
PÁLL ÓSKAR OG MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Speak Up Mambo.
Spacestation - Í draumalandinu.
Perez, Gigi - Chemistry.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
Una Torfadóttir - Yfir strikið.
STEVIE WONDER - Master Blaster (Jammin').
Chappell Roan - Pink Pony Club.
Dacus, Lucy - Ankles.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Forstjóri Brims gagnrýnir boðaðar breytingar á veiðigjaldi. Þær séu bæði óskynsamlegar og hafi neikvæð áhrif á atvinnulíf á landsbyggðinni.
Stjórnarandstaðan boðar harða andstöðu við veiðigjaldafrumvarpið á þingi. Flokkarnir óttast sérstaklega afleiðingar þess fyrir landsbyggðina.
Grænlandsheimsókn bandarískra ráðamanna í vikunni verður smærri í sniðum en áformað var, því fagnar utanríkisráðherra Danmerkur.
Báðir áttu sök þegar flutningaskipið Longdawn sigldi á smábátinn Höddu út af Garðskaga í maí í fyrra. Flutningaskipið hélt för sinni áfram eftir áreksturinn, en skipverja Höddu var bjargað í annan smábát.
Minnst tuttugu og fjórir hafa látist í mestu gróðureldum í sögu Suður-Kóreu. Tuttugu og þrjú þúsund manns í suðausturhluta landsins hafa flúið heimili sín.
Dómsmálaráðherra vill aðgerðir til að fjölga lögreglunemum samhliða því að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu. Fleiri lögreglumenn þurfi til að takast á við skipulagða brotastarfsemi og gengi.
Barkarbjöllur fundust í fyrsta sinn á hér á landi síðasta sumar en þessi vágestur getur farið illa með tré og heilu skógana. Bjallan borar sig inn í börkinn til að verpa og lirfurnar grafa göng. Skordýrafræðingur hjá Landi og skógi segir mikilvægt að bann við að flytja inn timbur með berki sé virt.
Ný reglugerð alþjóða frjálsíþróttasambandsins kveður á um að konur þurfi að sanna kyn sitt til að mega keppa á mótum þess.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Umsjón: Andrea Jónsdóttir.