mars 2025
mámánudagur | þrþriðjudagur | mimiðvikudagur | fifimmtudagur | föföstudagur | lalaugardagur | susunnudagur |
---|---|---|---|---|---|---|

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Myndlistarmaður ársins kom í fimmu en það er Pétur Thomsen ljósmyndari. Pétur talaði um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hans og þar kom Álftanesið við sögu, Arles í Frakklandi, Kárahnjúkar og Djúpifjörður og svo Sólheimar í Grímsnesi. Listin var til umræðu en líka pólitík, popp og prestskapur

Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.
Útvarpsfréttir.
Yfir eitt þúsund hafa fundist látin eftir jarðskjálftana í Mjanmar í gær. Björgunarfólk leitar í húsarústum víða um landið og í nágrannaríkjum.
Jarðskjálftafræðingur segir líklegt að fleiri eigi eftir að finnast látin. Skjálftar á þessum slóðum eru vegna flekahreyfinga, þegar Evrasíuflekinn og Indlandsflekinn rekast saman.
Danir eru afar ósáttir við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands. Utanríkisráðherra segir framkomuna gagnvart Grænlandi dapurlega. Fjölga þurfi stoðum undir varnir Íslands.
Rannsóknarleiðangur á Suðurskautslandið er í uppnámi eftir að einn úr níu manna hópi fór að beita félaga sína ofbeldi og hóta lífláti. Þeir hafa óskað eftir björgun en þurfa að óbreyttu að vera á Suðurskautslandinu fram í desember.
Íslenskir skógar binda á hverju ári að jafnaði um eitt komma þrjú tonn af koldíoxíði á hektara bara í jarðvegi og tæp 10 tonn í heild. Prófessor við Landbúnaðarháskólann er ósáttur við villandi umræðu um að skógrækt geri ógagn í loftslagsmálum.
Í morgun var hægt að sjá deildarmyrkva á sólu á vestanverðu landinu. Sjónarspilið náði hámarki rétt eftir klukkan ellefu.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Á laugardögum tekur Kristján Freyr við stýrinu að loknum hádegisfréttum á Rás 2 með Helgarútgáfuna. Þar er skrunað yfir allt það helsta og þó einkum og sér í lagi það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og auðvitað spilar taktviss tónlistin stærstu rulluna.
Það var vissulega handagangur í öskjunni því jazzkonur litu við ásamt fríðum flokki undirleikara og ræddu um komandi tónleika sem verða í Salnum í Kópavogi síðasta vetrardag. Það voru þær Kristjana Stefáns, Rebekka Blöndal, Silva Þórðar og Gulla Ólafs sem heimsóttur Helgarútgáfuna ásamt þeim Matthíasi Hemstock, Þorgrími Jónssyni og Vigni Þór Stefánssyni.
Tónlistin kom úr ýmsum áttum, sumt tengdist afmælisbörnum dagsins og mörg lögin komu upp úr lista yfir allt það besta frá árunum 2000-2020. Hér má sjá lagavalið;
Frá kl. 12:45
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
THE CORAL - In The Morning.
AMPOP - My Delusions.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
STEREOPHONICS - Handbags And Gladrags(Radio edit).
AMY WINEHOUSE - Our Day Will Come.
ELBOW - Golden Slumbers.
Bill Withers - Lovely Day.
Haim hljómsveit - Relationships.
Supersport! - Gráta smá.
Rebekka Blöndal - Hvað þú vilt.
BADLY DRAWN BOY - Something To Talk About.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
HIPSUMHAPS - Lsmlí (Lífið sem mig langar í).
FLORENCE AND THE MACHINE - You've Got The Love.
Frá kl. 14:00
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
PATRi!K & LUIGI - Skína.
Ragnar Bjarnason, Hljómsveit Svavars Gests - Limbó rokk = Limbo rock.
Monty Python - Always look on the bright side of life (all things dull and ugly).
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
THE TEMPTATIONS - My Girl.
BLOOD SWEAT AND TEARS - Spinning Wheel.
FUN & JANELLE MONÁE - We Are Young.
BECK - Where It's At.
Bucks Fizz - Making your mind up.
Frá kl. 15:00
PRINS PÓLÓ - Átján og hundrað.
LILY ALLEN - Smile
JANES ADDICTION - Been Caught Stealing.
RED HOT CHILI PEPPERS - Aeroplane.
White Stripes - Hotel Yorba.
BUBBI MORTHENS OG DAS KAPITAL - Blindsker.
KAISER CHIEFS - Everyday I Love You Less And Less.
PRETTY THINGS - Big Boss Man.
KYLIE MINOGUE - Slow.
Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan.
Spacestation - Loftið.
HARRY STYLES - Late night talking.
LIONEL RICHIE - All Night Long (All Night).

Fréttastofa RÚV.

Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Gestur Matt er söngkonan Stefanía Svavarsdóttir

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.