Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Margrétar Sigurðardóttirverður leikkonan, söngkonan og gítarleikarinn Katla Margrét Þorgeirsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum, segir frá rannsóknum sínum á fornminjum við ströndina, einkum á Ströndum og Vestfjörðum. Ragnar hefur skoðað fornar verstöðvar og segir að þorskurinn hafi alla tíð verið undirstaða efnahags Íslendinga, miklu frekar en sauðkindin. Komið hafi í ljós vísbendingar um að á síðmiðöldum hafi verstöðvar þróast í átt til að verða fiskiþorp. Einnig vinnur Ragnar að rannsóknum á póstskipinu Fönix sem fórst við Snæfellsnes í janúar 1881 og með því nær allur farmur og póstur sem væntanlegur var til landsins um veturinn. Þar sé einstætt tækifæri til ýmiss konar rannsókna en einnig verði að tryggja að skipið fái að vera í friði og ekki sé rænt úr því munum. Vera baskneskra hvalveiðimanna hefur líka verið Ragnari hugleikin og hann hefur tekið þátt í að rannsaka leifar hvalveiðistöðva Baska á Ströndum ásamt Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi og fleirum. Þar eru merkilegar minjar sem varpa ljósi á stóriðju sautjándu aldar, lýsisvinnslu úr hvalspiki, iðnað sem lítið sem ekkert er skrifað um í heimildum af einhverjum ástæðum. Ragnar leggur áherslu á að saga Íslendinga og saga þorsksins er samtvinnuð og þorskurinn sé enn sá efnahagslegi grunnur sem hann hefur alltaf verið. Einnig er rætt um rekavið og járnvinnslu sem Ragnar telur að hafi verið sterkari þættir í efnahagssögu Íslendinga. Járn unnið úr íslenskum mýrarrauða hafi verið mjög gott og auðvelt í vinnslu miðað við í Noregi til dæmis og rekaviðurinn hafi skipt verulegu máli sem byggingarefni. Á þetta geti frekari fornleifarannsóknir við sjávarsíðuna líka varpað betra ljósi.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Sveitungar á 16. öld reyna að halda heilög jól en myrku öflin herja á þau og sýna engum miskunn.
Spunaspilahópurinn Föruneyti teningsins spinnur saman jólahrollvekju með hjálp sex hliða tenings.
Umsjón: Gísli Gunnar Didriksen Guðmundsson.
Leikendur:
Eva Halldóra Guðmundsdóttir.
Grétar Mar Sigurðsson.
Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Sindri Kamban.
Tæknimaður: Vigfús Karl Steinsson.
Guðsþjónusta.
Prestur: Sr. Davíð Þór Jónsson
Organisti: Tómas Guðni Eggertsson
Einsöngur: Kristján Jóhannsson
Kór Laugarneskirkju syngur
Tónlist:
Forspil: Nun komm, der Heiden Heiland, J. S. Bach (BWV 599)
Önnur tónlist:
Sálmur nr. 10 – Þú brúður Kristi kær
Sálmur nr. 7 – Við kveikjum einu kerti á
Frá ljósanna hásal (J. F. Wade/Jens Hermannsson)
Ave Maria (Sigvaldi Kaldalóns/Indriði Einarsson)
Sálmur nr. 30 – Nóttin var sú ágæt ein
Eftirspil: Gott, durch deine Gute, J. S. Bach (BWV 600)
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðum við kappakstursíþróttina Formúlu 1, en keppnistímabil ársins kláraðist fyrir viku. Birgir Þór Harðarson, fréttamaður, þekkir íþróttina vel. Við förum svo til Sádi-Arabíu þangað sem margt af frægasta íþróttafólki heims hefur spilað undanfarin ár og skoðum ástæðurnar fyrir því með aðstoð Björns Bergs Gunnarssonar, fjármálaráðgjafa og sérfræðings í fjármálum í íþróttum.
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Útsending frá Montréal á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Marianne Lambert sópran, Stépahne Tétrault sellóleikari, Frédéric Demers trompetleikari og Valérie Milot hörpuleikari flytja frönsk jólalög.
Kynnir: Jónatan Garðarsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Kammerkórinn í Dresden flytjur tónlist tengda jólum eftir Heinrich Schütz, Michael Praetorius, Felix Mendelsson, Benjamin Britten ofl.
Stjórnandi Hans-Christoph Rademann.
Kynnir: Rakel Edda Guðmundsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Útsending frá Helsinki á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Finnsk jólalög og tónlist tengd jólum í flutningi söngkonunnar Emmu Salokoski, Ilmiliekki
kvartettsins, trompetleikarans Verneri Pohjola, píanóleikarans Tuomo Prättälä, Antti Lötjönen bassaleikara og trommuleikarans Olavi Louhivuoru.
Kvöldfréttir útvarps
Þrír þjóðfræðingar rýna í dagbók sem skrifuð var á Ströndum á árabilinu 1846-1879. Dagbókina hélt Jón „gamli“ Jónsson sem var fátækur leiguliði, bóndi og sjómaður. Þar er skrifað um hversdagslegt amstur hans og fjölskyldunnar og samlífi þeirra við náttúruna, harðindi og hungur.
Í fyrsta þætti kynnumst við Jóni "gamla" Jónssyni, fjölskyldu hans og samfélaginu við Steingrímsfjörð á Ströndum. Við gægjumst í dagbókina hans, þar sem finna má lýsingar á verkefnum hversdagsins, en hugum sérstaklega að harðbýlinu og tilfinningum, einkum sorginni, sem bankaði stundum upp á hjá Jóni. Auk þess er fjallað um dagbókarformið, hvað mátti skrifa í dagbækur og hvað ekki.
Dagskrárgerð: Dagrún Ósk Jónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson.
Tónlist: Framfari
Upplestur: Þorgeir Ólafsson
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Kór Danska útvarpsins flytur verk eftir Francis Grier, Pierre Villette, Francis Poulenc og Benjamin Britten;
Martina Batič stjórnar.
Kynnir: Una Margrét Jónsdóttir.
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Kór Hallgrímskirkju og Barokkbandið Brák flytja verk eftir Johann Sebastian Bach.
Einsöngvarar, Harpa Ósk Björnsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Bragi Bergþórsson og Fjölnir Ólafsson.
Einleikari: Halldór Bjarki Arnarson.
Stjórnandi: Steinar Logi Helgason.
Kynnir: Bergljót Haraldsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Útsending frá London á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
BBC söngvararnir og suður-afríski tónlistarmaðurinn Abel Selaocoe flytja jólalög frá ýmsum löndum.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Lovísa Rut kemur hlustendum í jólagírinn með jólalögum með þjóðlagaívafi, rifjar upp gamla smelli en kynnir okkur fyrir nýjum líka.
Útvarpsfréttir.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Útvarpsfréttir.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Önnur plata GDRN kemur út, Baggalútur skilar kveðju, Friðrik Ómar & Jógvan lifa sveitalífi og Luigi upplifir breytta tíma. Gugusar klárar grunnskólann með fyrstu plötunni, Laufey Lín sendir frá sér sitt fyrsta lag, Rakel Mjöll fer með Dream Wife í 18. sæti breska listans og Stuðmenn halda upp á hálfrar aldar afmæli. Mammút sendir frá sér sína fimmtu plötu, Birgir Steinn segir ósagðar sögur, Eivör og Ásgeir Trausti syngja dúett og Iceland Airwaves er streymt á netinu án tónleikagesta.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
GDRN - Af og til
GDRN - Sama hvað
GDRN & Sigríður Thorlacius - Augnablik
GDRN & Birnir - Áður en dagur rís
GDRN - Hugarró
GDRN - Vorið
Friðrik Ómar & Jógvan - Sveitalíf
Friðrik Ómar & Jógvan - Tætum og lryllum
Mammút - Fire
Mammút - Sun & Me
Mammút - Prince
Mammút - Sound Of Centuries
Baggalútur - Tíu dropar af sól
Baggalútur - Er ég að verða vitlaus eða hvað ?
Baggalútur - Hlægifíflin
Valdimar & Bríet - Jólin eru okkar
gugusar - I’m Not Supposed To Say This
gugusar - Rename
gugusar - Take care
gugusar - Röddin í klettunum
Auður &gugusar - Frosið sólarlag
Inspector Spacetime - Teppavirki
Mosi frændi - Milli
Red Barnett - Astronaut
Ham - Haf trú
Dream Wife - Hey Heartbreake
Dream Wife - Somebody
Dream Wife - Hasta La Vista
Dream Wife - After The Rain
Dream Wife - Sports
Flóni - Hinar stelpurnar
Luigi - Púlla upp
Luigi - Púlla upp á Hlíðarenda
Luigi & Jón Jónsson - Fótboltastelpa
PATR!K og Luigi - Skína
Eivör - Sleep On It
Eivör - Let It Come
Eivör & Ásgeir Trausti - Only Love
Laufey - Street By Street
Laufey - Singing In The Rain (Jólastjarnan 2011)
Laufey - Letter To My 13 Year Old Self
Laufey - If I Ain’t Got You (Ísland Got Talent 2014)
Laufey - Somone New
Laufey - My Future
Laufey - Like The Movies
Warmland - Superstar Minimal
Warmland - Family
Júníus Meyvant - High Heels (Iceland Airwaves)
Mugison - George Harrisson (Iceland Airwaves)
Mugison - Gúanóstelpan (Iceland Airwaves)
Mugison - Sweetest Melody (Iceland Airwaves)
Torrini og vinir:
Tina Dickov - Somone To Love (Iceland Airwaves)
Markéta Irglová - Falling Slowly (Iceland Airwaves)
Pétur Ben - The Great Big Warehouse In The Sky (Iceland Airwaves)
Emilíana Torrini - What Happens If (Iceland Airwaves)
Emilíana Torrini - Vertu úlfur
Prins Póló - Kötturinn vill inn
Birgir Steinn - Home
Birgir Steinn - Glorious
Kaleo - Break My Baby
Kaleo - I Want More
Kristín Sesselja - Secret
Kristín Sesselja - Fuckboys
Kristín Sesselja - What Would I Do Without You
Valdimar & Úlfur Eldjárn - Upphaf
Stuðmenn - Elsku vinur
Stuðmenn - Frímann flugkappi (Stúdíó 12)
Stuðmenn - Í stórum hring á móti Sól (Stúdíó 12)
Jón Jónsson - Þegar kemur þú
Jón Jónsson - Dýrka mest
Ragga, Frikki Dór, Salka & Stebbi Hilmars - Klárum þetta saman (Áramótaskaupið 2020)