18:30
Hvað ertu að lesa?
Lögfræðingar sem skrifa fantasíur
Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Kristín Björg Sigurvinsdóttir og Fanney Hrund Hilmarsdóttir eru báðar lögfræðingar sem skrifa fantasíur fyrir krakka og unglinga. Í þættinum rannsakar Embla hvort einhver tenging sé á milli lögfræði og ævintýrasagna og bókaormurinn Bára spyr Kristínu Björgu út í bækurnar hennar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,