Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Heimilin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að skólagöngu barna en það eru ekki öll börn sem búa við þær aðstæður að þau njóti þess stuðnings sem þau þurfa á að halda. Norræn rannsókn bendir til þess að það þurfi að bæta ýmislegt sem fram fer innan veggja skólans.
Viðmælendur í þætti sex eru Anna Kristín Sigurðardóttir, Dagný Hróbjartsdóttir, Harpa Reynisdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Sigurður Sigurðsson og tveir þroskaþjálfar.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur lög sem komu út á plötum með íslenskum flytjendum árið 1984. Dúkkulísur flytja lagið Pamela, Bjartmar Guðlaugsson flytur lögin Sumarliði er fullur og Hippinn, HLH flokkurinn flytur lögin Með Haley lokk (og augað í pung) og Vertu ekki að plata mig, þar sem Sigríður Beinteinsdóttir aðstoðar við sönginn. Hljómsveitin Kikk flytur lagið Try For Your Best Friend, Grafík flytur lögin Húsið og ég (Mér finnst rigningin góð) og Þúsund sinnum segðu já og Bubbi Morthens syngur lag sitt Strákarnir á Borginni. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju - félags langveikra barna.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Útvarpsfréttir.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Framtíðin er þema þáttarins þessa vikuna. Hvað ber hún í skauti sér? Möguleikar hins ókomna tíma. Þeir eru óteljandi. Og spádómar um framtíðina fylla upp í eyður stóru frásagnarinnar um manninn – hvert stefnum við? Framtíðin, þetta snýst allt um hana - framtíðin er úr sama efni og nútíðin sagði franski heimspekingurinn Simone Weil. Framtíðin er ekki einhver sérstakur, óháður veruleiki að hennar mati. Hún er hrein framlenging á því sem skapað er í núinu. Já, til eru allskonar kenningar um framtíðina. Er heimurinn hringrás eða getur hann endað? Slíkar kenningar eru líka ótæmandi. Rithöfundar hafa ótal oft gert sér mat úr þessu, hvernig gæti þetta allt saman litið út?
Við opnum nýjar bækur sem sem segja framtíðarsögur, sem spá í spilin og setja hið mögulega og hugsanlega á svið. Tvær skáldsögur komu út fyrir skemmstu hjá Benedikt útgáfu, fyrstu skáldsögur tveggja höfunda á svipuðu reki. Það eru bækurnar Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur og Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson. Tvær ólíkar bækur sem báðar kíkja í kristalskúluna og spegla samfélagsins nú í þáinu. En við förum líka út í geim, horfum á jörðina utan frá - hvað sjáum við þegar plánetan blasir við í heild sinni? Við rýnum aðeins í skáldsöguna Orbital eftir Samönthu Harvey sem hlaut Booker-verðlaunin nýverið.
Viðmælendur: Árni Matt, Brynja Hjálmsdóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
Lesarar: Lóa Björk Björnsdóttir og Ari Páll Karlsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Kristín Björg Sigurvinsdóttir og Fanney Hrund Hilmarsdóttir eru báðar lögfræðingar sem skrifa fantasíur fyrir krakka og unglinga. Í þættinum rannsakar Embla hvort einhver tenging sé á milli lögfræði og ævintýrasagna og bókaormurinn Bára spyr Kristínu Björgu út í bækurnar hennar.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlistin í þættinum:
November - Peter Herbolzheimer
Novembre (November): Troïka (Troika) - P Tchaikovsky - V Ashkenasy
Horfðu ekki eftir veginum í einmanaleika þínum og taktu ekki á rás eftir vagninum.
Nóvemberljóð - Ingibjörg Haraldsdóttir
November - Iiro Rantala
November - Mathias Eick
November - Max Richter - Mari Samuelsen
November - Jonas Fjeld , Hennink Kvitnes
November - Terje Gewelt
Nóvember - Þorgr Jónss - Sunna GUnnlaugs trío - Ancestry
annað nóvemberljóð - Ingibjörg Haraldsdóttir
Skíðaferð í nóvember - Jón Hlöðver Áskelsson /Böðvar Guðmundsson- Kristinn Sigumndsson og Daníel Þorsteinsson
November - Trentemöller
November steps - T Takemitsu
November - Tom Waits
þriðja nóvemberljóð - Ingibjörg Haraldsdóttir
November - Jacky Terrason
November - Michael Kiedaisch, Eberhard Hahn - Terra incognita 1996
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Útvarpsfréttir.
Fólk kýs gervigreindarljóð umfram þau sem skrifuð eru af raunverulegu fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem sagt var frá í The Guardian. Við fabúlerum um málið með Margréti Tryggvadóttur formanni Rithöfundasambands Íslands.
Íþróttafréttamiðillinn The Athletic fjallaði um helgina ítarlega um ótrúlegan árangur landsliðs Súdana í knattspyrnu en þeir eru efstir í sínum riðli í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu, sem þeir hafa hingað til ekki komist á, og keppa einnig í Afríkukeppninni á næsta ári, og þetta gerist á sama tíma og blóðug borgarastyrjöld stendur yfir í landinu. Formaður Flóttamannaráðs Noregs sagði einmitt um helgina stærstu mannúðar- og hungurkrísu heimsins vera í Súdan. Við ætlum að ræða knattspyrnu í Súdan og áhrif stríðsins þar í landi við Jóhann Pál Ástvaldsson, íþróttafréttamann og mannfræðing.
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnumarkaðsrétti, ræðir við okkur um kjaradeilu kennara og sveitarfélaga, og sérstaklega tilboð Kennarasambandsins um að aflýsa verkföllum á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin greiði laun þeirra starfsmanna sem voru í verkfalli. Formaður samninganefndar sveitarfélaganna sakar kennara um að misbeita verkfallsréttinum í auðgunarskyni.
Við höldum síðan áfram að ræða við frambjóðendur, í þetta skiptið Sigmund Erni Rúnarsson, sem skipar fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkjurkjördæmi norður, og Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, sem er í fjórða sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Við heyrum í Gunnari Birgissyni íþróttafréttamanni en hann er staddur á Ítalíu -Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Ítalíu á morgun í undankeppni EM 2025.
Frammistaða flokkanna og virkni þeirra á samfélagsmiðlum fyrir kosningar hefur vakið talsverða athygli. Auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman virkni flokkanna og Andreas Örn Aðalsteinsson greinir málin með okkur.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þetta skiptið fáum við til okkar Kaktus Einarsson, fjölhæfan tónlistarmann sem hefur nýlega gefið út sína aðra sólóplötu, Lobster Coda. Við ætlum að ræða við hann um ferilinn, nýju plötuna og þau áhrif sem móta tónlist hans.