
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Henry Alexander Henryson, siðfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum mál Ásthildar Lóu.
Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, ræðir við okkur um umræðu á Alþingi um meinta forræðishyggju þegar kemur að því að eldra fólk endurnýi ökuskírteini sín.
Magnús Magnússon, stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína kemur til okkar. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan fund ríkisstjórnar í dag.
María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, ræðir við okkur um afsögn ráðherra og setur í sögulegt samhengi.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Andreu Sigurðardóttur, blaðamanni og Kristjáni Inga Mikaelssyni, framkvæmdastjóra.


Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Það voru heldur betur fagnaðarfundir þegar Andri og Doddi hittust aftur í Hjartagosum.
Dægurlaga "sagnfræðingurinn" Doddi litli sagði okkur "sönnu" söguna um fyrsta rapplagið sem náði á vinsældarlista. Gosar kíktu á lista sem lesendur breska tónlistar tímaritsins Melody Maker gerðu árið 2000 yfir helstu uppseisnarseggi tónlistarsögunnar. Andri var ekki sáttur með þann lista.
Lagalisti fólksins var á sínum stað nema að í fyrsta skipti í útvarpssögunni hringdu hlustendur inn og völdu lögin í beinni útsendinu.
Magnaður útvarpsþáttur.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-03-21
SÓLDÖGG - Hennar Leiðir.
SUGAR RAY - Every Morning.
SUPERTRAMP - The Logical Song.
SÍÐAN SKEIN SÓL - Halló, Ég Elska Þig.
KRASSASIG - Einn Dag Í Einu.
SUGARHILL GANG - Rapper?s Delight.
PAUL YOUNG - Love Of The Common People.
Streetband - Toast.
THE STREETS - Let?s Push Things Forward.
BLUR - Parklife.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Stuðmenn, Grýlurnar - Að vera í sambandi.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
THE KINKS - Sunny Afternoon.
OZZY OSBOURNE - Crazy Train.
NIRVANA - Lithium.
JERRY LEE LEWIS - Great Balls Of Fire.
Fontaines D.C. - Favourite.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
MANNAKORN - Á Rauðu Ljósi.
Halli og Laddi - Síminn.
ABBA - Ring Ring.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Telephone Line.
CITY BOY - 5.7.0.5..
DR. HOOK - Sylvia's Mother.
Gálan - 421-3499.
RAH BAND - Clouds across the moon.
STEVIE WONDER - I Just Called To Say I Love You.
AFKVÆMI GUÐANNA - Hættu Að Hringja Í Mig.
BJÖRK - Bella Símamær.
STUÐMENN - Hringur og Bítlagæslumennirnir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Flokks fólksins segir það hetjulega ákvörðun hjá barna-og menntamálaráðherra að segja af sér. Hart var sótt að forsætisráðherra á blaðamannafundi eftir langan ríkisstjórnarfund í morgun.
Almenningur á rétt á að vita hvernig farið var með trúnaðarupplýsingar innan forsætisráðuneytisins um mál barnamálaráðherra. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hneyksli ef slíkum upplýsingum hafi verið lekið milli ráðuneyta.
Ásthildur Lóa segist í yfirlýsingu hafa upplifað barnsföður sinn sem eltihrelli og að hún hafi ekki verið leiðbeinandi hans í kristilegu starfi.
Engar flugferðir verða um Heathrow-flugvöll í dag vegna eldsvoða í tengivirki við flugvöllinn. Óvíst er hvenær hann verður starfhæfur að fullu.
Bæta þarf vöktun á jarðhreyfingum við Svínafellsjökul þar sem stórt berghlaup gæti orðið og skapað hættu en mælitækin ganga fyrir ótryggri sólarorku. Formlegt hættumat verður kynnt í næstu viku og mögulega verður þá hægt að ákveða hvar óhætt er að byggja upp í Freysnesi en óvissan er mikil.
Búnaðarþingi, ársþing Bændasamtakanna, lýkur í dag. Formaður Bændasamtakanna segir nauðsynlegt að bæta rekstrarumhverfi bænda.
Heilsugæslan á Dalvík og í Fjallabyggð sameinast í haust, þjónustan á ekki að skerðast við það að sögn Forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Magnús Scheving - Föstudagsgesturinn að þessu sinni er enginn annar en Magnús Scheving. Hann mætti til okkar klukkan fimm og fékk sér kaffibolla með okkur.
Við elskum að heyra í íslendingum í útlöndum og á eftir ætlum við að hringja til Danmerkur og heyra í Mollý sem þar er búsett. Mollý starfar í tískubransanum og gefur út tónlist í Danmörku og við spjölluðum við hana um lífið og tilveruna ytra og fengum að heyra lagið Fanget.
Nemendur í Tónlistarskóla FÍH eru um þessar mundir að setja upp Motown sýningu í skólanum og við fengum til okkar nokkra þátttakendur til að taka lagið.
Hallgrímur Ólafsson leikari eða Halli Melló er einn af þátttakendum í söngleiknum Stormi í Þjóðleikhúsinu en þar kemur hann meðal annars fram með gítar að vopni nema hvað að í gær lenti hann í óhappi í eldhúsinu sem gæti sett strik í reikninginn. Við heyrðum í Halla.
Við hituðum upp fyrir landsleikinn með Hilmari Jökli Stefánssyni úr Tólfunni.
Fréttir
Fréttir
Konan sem ljóstraði upp um að barnamálaráðherra hafi átt barn með unglingspilti þegar hún var sjálf komin yfir tvítugt er fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins. Hún segir að henni hafi ofboðið að vita af Ásthildi Lóu í sæti barnamálaráðherra.
Ráðherraferill Ásthildar Lóu er einn sá skemmsti sem sögur fara af.
Fjármálaráðuneytið er reiðubúið að taka upp viðræður að nýju við Garðabæ um lóðagjöld fyrir nýtt meðferðarheimili fyrir börn - hafi forsendur um staðsetningu breyst. Þetta staðfestir ráðuneytið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
Ekkert verður af kolefnisförgunarstöðinni Coda Terminal í Straumsvík þar sem ekki náðist samhljómur milli fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækisins Carbfix. Verkefnið mætti mikilli andstöðu meðal margra Hafnfirðinga.
Reynt verður að koma frekar til móts við óskir íbúa Grafarvogs í skipulagsmálum segir Alexandra Briem borgarfulltrúi eftir hitafund með íbúum í gær.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, barna-og menntamálaráðherra, ekki lokið og forsætisráðherra eigi eftir að skýra mál sitt betur. Fjölmörgum spurningum sé áfram ósvarað.
Síðar í þættinum heyrum við af því, hvernig spænskum hægrimönnum tókst að tryggja skotleyfi á spænska úlfa í nafni baráttunnar gegn matarsóun


Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Þema kvöldsins var einfalt og gott en það var britpopið.
Botnleðja - Viltu vera memm.
SUEDE - So Young.
BLUR - She's So High.
PULP - Do you remember the first time.
Blur - End of a century.
OASIS - Rock 'n' Roll Star.
SUEDE - Animal Nitrate.
PULP - Babies.
Cast - Sandstorm.
BLUR - Popscene.
OASIS - Supersonic.
Verve, The - Bittersweet symphony.
Skunk Anansie - Charity.
BLUR - Song 2.
Cranberries, The - Zombie.
Blur - Girls and boys.
OASIS - Cigarettes And Alcohol.
SUPERGRASS - Caught By The Fuzz.
ELASTICA - Waking Up.
BLUR - Country House.
Oasis - Roll with it.
SUPERGRASS - Alright.
Pulp - Common people.
BLUR - Charmless Man.
OASIS - Morning Glory.
Verve, The - History.
SUPERGRASS - Lenny.
Pulp - Disco 2000.
THE VERVE - Sonnet.
Gallagher, Oasis - D'you know what I mean (NG's 2016 Rethink - radio edit).
SUPERGRASS - Sun Hits The Sky.
THE VERVE - Lucky Man.
OASIS - Stand By Me.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Party Zone þáttur kvöldsins geymir lífseigustu dagskrárliði þáttarins, Múmíu kvöldsins og Party Zone listann. Múmían er topplag PZ listans í mars 2005, 20 ára gleymd perla. Restin af þættinum fer svo í að kynna funheitan og glænýjan Party Zone lista Topp 30 fyrir mars mánuð.