13:00
Skaftáreldar
Annar þáttur
Skaftáreldar

Skaftáreldar stóðu yfir á árunum 1783-1784 og hrundu af stað hinum alræmdu móðuharðindum. Í þessari þáttaröð er reynt að ná utan um þennan risastóra atburð. Hvað gerðist eiginlega í þessum verstu hörmungum Íslandssögunnar?

Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samseting: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Danir fréttu ekki af Skaftáreldum fyrr en þremur mánuðum eftir að þeir hófust. Við könnum hver fyrstu viðbrögð danskra stjórnvalda voru og hvernig ástandið var á Íslandi á meðan embættismenn í Kaupmannahöfn lögðu á ráðin um neyðaraðstoð.

Viðmælendur í þættinum eru Illugi Jökulsson, Guðmundur Hálfdanarson, Már Jónsson og Þorvaldur Þórðarson.

Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Upplestur: Guðni Tómasson, Arnhildur Hálfdánardóttir, Kristján Guðjónsson.

Titillag þáttaraðar: Eldur í flutningi Gabríels Ólafs og Steineyjar Sigurðardóttur. Höfundur lags: Gabríel Ólafs.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,