20:25
Lesandi vikunnar
Gunnar Alexander Ólafsson
Lesandi vikunnar

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur og áhugamaðu um bókmenntir. Og það er ekki ofsögum sagt að segja að hann sé áhugamaður um bókmenntir, því hann lætur sér ekki nægja að lesa mikið af bókum, heldur skrifar hann um þær allar á facebook síðu sinni að lestri loknum. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Gunnar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Fátækt fólk e. Tryggva Emilsson.

Allt hold er hey e. Þorgrím Þráinsson

Saga borgaraættarinnar e. Gunnar Gunnarsson

Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrím Helgason

Þar sem Djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið e. Einar Kárason

Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi e. Stieg Larsson

Fransí Biskví eftir Elínu Pálmadóttur.

Að lokum talaði hann um bækur Halldórs Laxness, glæpasögur Ragnars Jónassonar og bókinaOddaflug eftir Guðrúnu Helgadóttur.

Var aðgengilegt til 28. október 2024.
Lengd: 15 mín.
e
Endurflutt.
,