20:55
Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi
Átjándi þáttur
Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Fjallað um landnám Íslendinga í Vesturheimi. Lesið úr bréfum og frásögnum sem birtust í blöðum og bókum.

Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir.

(Áður á dagskrá 1996)

Fluttar eru nokkrar sögur úr segulbandasafni því sem Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María Fransdóttir komu með úr ferð á slóðir Vestur-Íslendinga árið 1972-73. Hólmfríður Daníelsdóttir frá Árborg segir af skógarbjörnum. Sigurður Sigvaldason í Víðirbyggð segir af hræðslu við skógarbirn og Ólafur Pétursson í Árborg rifjar upp óþægindin af flugnavargi. Hallgrímur Stadfelt segir hrakningasögu af bróður sínum sem gerist um vetur. Bróðirinn finnur fornminjar, gamlan bát sem týnist svo aftur. Andrés Guðbjartsson sem bjó fyrir norðan Hnausa segir af lífsbaráttunni. Gunnar Einarsson í Árborg segir sögu af manni sem varð að gefast upp og fór yfir til Bandaríkjanna, fékk að fara yfir landamærin en kýrin hans ekki. Sigurður Sigvaldason í Víðirbyggð segir af fyrstu skemmtuninni og brennivínsleysi.

Umsjón: Anna Margrét Sigurðardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 27 mín.
e
Endurflutt.
,