22:10
Litla flugan
Bragi Hlíðberg, Fjórtán fóstbræður, Einsöngvarakvartettinn
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Litla flugan er á dagskrá Rásar 1 á fimmtudagsmorgnum kl. 10:15 og endurflutt á föstudagskvöldum kl. 22:15. Þar leikur Lana Kolbrún Eddudóttir allskonar tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við KK-sextettinn, Lúdó og Stefán, Monicu Zetterlund og Ragnar Bjarnason. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>

Litla flugan sveimar um hljómplötuhillur Útvarpsins og dregur fram nokkrar plötur frá áttunda áratug síðustu aldar. Harmóníkuleikarinn Bragi Hlíðberg leikur eigin lög af plötunni „Dansað á Þorranum“; Fjórtán fóstbræður syngja tvær syrpur frá árinu 1975 og sömuleiðis verður plötu Einsöngvarakvartettsins, frá 1972, brugðið á fóninn. Leiðin liggur einnig út fyrir landsteinana, til Danmerkur og Svíþjóðar, í fylgd söngvaranna Gustafs Winckler, Grete Klitgaard og Harry Brandelius. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 45 mín.
e
Endurflutt.
,