Með okkar augum

Þáttur 3 af 6

Við kynnumst listasamstarfi systranna Bjargar Jónu og Lilju Daggar auk þess sem við förum með Smakkið austur í Tryggvaskála. Einnig heilsum við upp á Guðjón sem starfar hjá Tölvuteki, sjáum Láru Þorsteins blómstra í karate og skellum okkur í Reðasafnið í Reykjavík. Í Tvennunni er rætt við leikarahjónin Björn Thors og Unni Ösp Stefánsdóttur. Loks kynnumst við samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Frumsýnt

28. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Með okkar augum

Með okkar augum

Fjórtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.

Þættir

,