Kiljan

Kiljan 6. mars 2024

Einn af gestunum í Kilju vikunnar er Gunnar Theodór Eggertsson. Hann spjallar við okkur um nýútkomna skáldsögu sína sem nefnist Vatnið brennur. Þetta er furðusaga sem á kveikju sína í tónlist, en sögutíminn er allt frá rokkhátíðinni Eistnaflugi og aftur til 6000 f.kr. Við Ingibjörg Iða Auðunardóttir og Kolbrún Bergþórsdóttir fórum á bókamarkað Félags íslenskara bókaútgefenda og völdum okkur bækur sem við gluggum í. Guðmundur Brynjólfsson ræðir um bók sína Hrópað úr tímaþvottavélinni og loks er viðtal við Harald Sigurðsson sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir verkið Samfélag eftir máli. Á Rúv kl. 20.05 á miðvikudagskvöld.

Frumsýnt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,