Kiljan

Þáttur 23 af 24

Við bjóðum upp á tvöfaldan skammt af bókarýni í síðustu Kiljunni fyrir jólin. Í upphafi þáttar fjalla Kolbrún Bergþórsdóttir og Ingibjörg Iða Auðunardóttir um Dj Bamba eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána og Dúnstúlkuna í þokunni eftir Bjarna M. Bjarnason. Í lok þáttarins rýna Sunna Dís Másdóttir og Þorgeir Tryggvason í Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur, Far heimur, far sæll eftir Ófeig Sigurðsson og Kvæði og sögur eftir Edgar Allan Poe. Hjörleifur Hjartarsson og Rán Flygenring segja frá bók sinni sem nefnist Álfar. Magnús Sigurðsson fetar stíginn milli skáldskapar og fræða í verki sínu Lexíurnar og svo hittum við einn helsta metsöluhöfund Íslands, Bjarna Fritzson, höfund bókanna um Orra óstöðvandi.

Frumsýnt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

26. des. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,