Kiljan

Þáttur 14 af 25

Við förum austur á Djúpavog í Kilju vikunnar og hittum Sigurð Guðmundsson myndlistarmann sem fellst á það með semingi láta líka kalla sig rithöfund. Sigurður er nýbúinn senda frá sér stóra bók sem nefnist Sextet. Vöggudýrabær er ljóðabók eftir Kristján Hrafn Guðmundsson sem kemur í þáttinn. Kristján segir í ljóðformi sögu móður sinnar sem í frumbernsku dvaldi á vöggustofu. Vilborg Davíðsdóttir ræðir um Land næturinnar, það er enn ein bókin eftir hana sem gerist á víkingatímanum. Í bókinni fer söguhetja hennar í Austurveg, til Garðaríkis og Miklagarðs. Furðusagnahöfundurinn Alexander Dan fræðir okkur um verk sín sem gerast í hliðarveruleika Reykjavíkur og koma út bæði á íslensku og ensku. Nýjasta bók hans nefnist Hrímland: Seiðstormur. Gagnrýnendur þáttarins ræða um Klettinn eftir Sverri Norland og Þannig var það eftir nýja Nóbelshöfundinn Jon Fosse.

Frumsýnt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

17. okt. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,