• 00:00:56Snjóflóðavarnir
  • 00:11:25Stop motion tónlistarmyndband
  • 00:17:14Jólin og fjölskyldur

Kastljós

Lærdómurinn af Súðavík 1995, jólatónlistarmyndband og uppskrift að gleðilegri jólum

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík árið 1995 er svar við áralöngu ákalli aðstandenda og ástvina þeirra sem fórust í flóðinu, eftir rannsókn. Runólfur Þórhallsson, sviðstjóri almannavarna kom í Kastljós og ræddi lærdóminn og stöðuna nú.

Kristný Eiríksdóttir er ung kvikmyndagerðarkona sem fékk það verkefni í haust búa til tónlistarmyndband við eitt af jólalögum þeirra GDRN og Magnúsar Jóhanns. Við hittum Kristnýju í bílskúr í Mosfellsbæ, þar sem hún sat yfir brúðum og Barbie-dóti - og hafði raunar gert meira eða minna síðan í september.

Jólin eru uppáhald margra - en ekki allra. Theodór Francis Birgisson, félags- og fjölskylduráðgjafi, gaf góð ráð í aðdraganda hátíðanna.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

16. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,